Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.06.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 20186 Lúpínuhreinsun í framdalnum SKORRADALUR: Um næstu helgi, dagana 9.-10. júní, verður fólk frá „Sjá“ - Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd í Fram-Skorra- dal í Borgarfirði við lúpínu- hreinsun. „Það þykir nú sum- um óðs manns æði að ráð- ast í upprætingu á lúpínu hér á þessu svæði, enda erum við ekki í heilögu stríði við þessa ágætu plöntu, heldur viljum við bara ekki að hún yfirtaki gömlu þjóðleiðina um Síld- armannagötur,“ segir Hulda á Fitjum en hún stendur að verkefninu með Sjá-liðum. „Það sem við gerum er að vinna gegn framrás lúpínunn- ar með því að uppræta hana á vissu svæði. Um leið og við verjum götuna erum við líka að reyna að hefta það að hún fari yfir síðasta berjalandið á svæðinu. Ef einhver vill slást í hópinn þá eru allar hendur vel þegnar,“ segir Hulda. „Við munum byrja kl. 10 á laugar- daginn,“ bætir hún við. -mm Báta- og hlunn- indasýning opnuð REYKHÓLAHR: Báta- og hlunnindasýningin að Reyk- hólum var opnuð í gær, þriðju- daginn 5. júní. Verður sýning- in opin alla daga í sumar milli kl. 11:00 og 17:00. Greint er frá þessu á Reykhólavefnum. Ýmsar uppákomur og við- burðir verða á sýningunni í sumar eins og undanfarin ár. Verður slíkt auglýst þegar nær dregur. Framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningar- innar er Silvía Kristjánsdóttir. -kgk Sauðafellshlaup framundan DALABYGGÐ: Á föstu- dagskvöld, 8. júní, verð- ur Sauðafellshlaupið haldið í fimmta sinn í Dölum. Er það Rjómabúið Erpsstaðir sem stendur fyrir hlaupinu. Lagt verður af stað frá brúsapall- inum á Erpsstöðum kl. 20:30 og hlaupið eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp á veg 585. Á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin á Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli og aftur inn á þjóðveg 60 þar til komið er í mark á sama stað og hlaup- ið hófst. Leiðin er um 12 km löng og þykir ekki mjög erfið þótt helmingur hennar sé ut- anvegar eða á slóðum. Útsýni er gott yfir Hvammsfjörð og sveitina. Drykkjarstöð verður við Fellsenda og Rjómabúið Erpsstaðir býður upp á kaffi, rjómaís og heimagerðan orku- drykk að hlaupi loknu. Sperrt- um hlaupurum sem vilja slá met er bent á að Strandamað- urinn Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu hjóp hringinn á 58 mínútum í fyrra. Nánar á www.dalir.is. -kgk Skúli hættir sem sveitarstjóri HVALFJ.SV: Skúli Þórðarson hefur tilkynnt forystumönn- um Á-lista, sem hlaut meirihluta í sveitarstjórn H v a l f j a r ð a r- sveitar við kosningarnar 26. maí, að hann sækist ekki eftir endur- ráðningu í stöðu sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Skúli hefur starfað sem bæjar- og sveitar- stjóri frá árinu 1994. Hann var á Blönduósi 1994-2002, í Húna- þingi vestra 2002-2014 og í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2014. Skúli mun láta af störfum 1. júlí næstkomandi. -mm LbhÍ á hlut í stórum vísindastyrk HVANNEYRI: Landbúnað- arháskóli Íslands og Svarmi ehf., ásamt erlendum samstarfs- aðilum, hafa hlotið tæplega hálfs milljarðs króna styrk frá H2020 rammaáætlun Evrópu- sambandsins. Með þessu sam- starfsverkefni, til allavega næstu fjögurra ára, verður settur á fót sameiginlegur doktorsnema- skóli fyrir efnilega vísinda- menn framtíðar í rannsóknum og mælitækni tengdri hlýnun jarðar og eru íslenskar aðstæð- ur kjörnar til slíkra rannsókna. Samkvæmt Bjarna Diðrik, pró- fessor við LbhÍ, þá er þetta mik- il viðurkenning á öllu íslensku fræða- og rannsóknastarfi og verður styrkurinn innspýting fyrir íslenskar umhverfisrann- sóknir hérlendis á næstu árum. -mm Guðmundur Óli Gunnarsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Akraness, hefur sagt upp og látið af störfum. Hann hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár. Að sögn Valgerðar Janusdótt- ur, sviðsstjóra skóla- og frístunda- sviðs Akraneskaupstaðar, verður staðan auglýst laus til umsóknar á næstu dögum. „Við leggjum mikla áherslu á að byggja áfram upp góð- an og framsækinn tónlistarskóla hér á Akranesi, enda öflugt tónlistarlíf ein af grunnstoðum góðs samfélags. Við vonumst því eftir umsóknum frá metnaðarfullu og hæfu fólki sem til- búið er að grípa boltann á lofti og hefja störf fyrir upphaf næsta skóla- árs,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. Þar til skólastjóri hef- ur verið ráðinn gegnir Skúli Ragnar Skúlason starfi skólastjóra TOSKA. mm Staða tónlistarskólastjóra auglýst B59 Hotel í Borgarnesi verður formlega opnað laugardaginn 16. júní næstkomandi, sama dag og ís- lenska karlalandliðið í knattspyrnu spilar sinn fyrsta leik á Heims- meistaramótinu í Rússlandi. Hót- elið, sem verður rekið af Capital Hótels, er fjögurra stjörnu lúxus- hótel með 81 herbergi, fullkominni heilsulind og líkamsræktaraðstöðu. „Við eigum von á fyrstu gestunum til okkar laugardaginn 16. júní og þann dag verður svona HM stemn- ing hjá okkur í tilefni leiks Íslands og Argentínu. Opnunarpartý verð- ur haldið daginn áður, 15. júní og þá munum við bjóða öllum íbúum í Borgarnesi, Akranesi og nærsveit- um í heimsókn til okkar,“ segir Jóel Salómon Hjálmarsson hótelstjóri í samtali við Skessuhorn. „Undir- búningur er á lokametrunum en það er að mörgu sem þarf að hyggja þegar svona stórt hótel er opnað.“ arg Opna áttatíu herbergja hótel í Borgarnesi Hér má sjá íbúðablokkina nær en fjær er B59 Hotel í Borgarnesi. Þeir sem tróna á toppi skattgreið- enda hér á landi í ár eru seljendur hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Samkvæmt tilkynningu frá ríkisskatt- stjóra greiðir hæstu skattana Sigríður Vilhjálmsdóttir, 425 milljónir króna. Sigríður ásamt systkinunum Krist- jáni og Birnu Loftsbörnum voru stærstu hluthafar í Venusi hf. stærsta hluthafi í Hval hf. Í öðru til fjórða sæti yfir skatthæstu einstaklingana eru seljendur útgerðarfyrirtækisins Soffaníasar Cecilssonar í Grund- arfirði, en fyrirtækið var selt á síð- asta ári til Fisk Seafood ehf, dóttur- félags Kaupfélags Skagfirðinga. Selj- endurnir, þeir Sigurður Sigurbjörns- son, Magnús Soffaníasson og Rúnar Sigtryggur Magnússon, greiða hver um sig frá 382 til 388 milljónir króna í skatt. mm/ Ljósm. úr safni/tfk. Seljendur útgerðarfyrirtækja hæstu skattgreiðendur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.