Skessuhorn - 06.06.2018, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 7
U
JÓ
N
SD
Ó
T
T
IR
Skólastjóri Tónlistarskólans
á Akranesi
Við leitum að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga.
Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra
Tónlistarskólans á Akranesi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Veita Tónlistarskólanum faglega forystu.
Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri.
Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs á Akranesi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum.
Menntun á sviði tónlistar.
Framhaldsmenntun á sviði tónlistar æskileg.
Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða þekking og reynsla af rekstri og stjórnun.
Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Í samræmi við mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og KÍ/FÍH
Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2018.
Umsóknarfrestur er til 24. júní 2018.
sviðsstjóri í síma 433-1000 eða í
valgerdur.janusdottir@akranes.is.
-
staðar. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt
greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.
Akranes
landsins með rúmlega 7 þúsund íbúa. Bærinn er
stofnaður árið 1955 og telja nemendur skólans í dag
um 300. Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi
skólinn býr við mjög góðan aðbúnað til tónlistar
kennslu.
JÁKVÆÐNI - METNAÐUR - VÍÐSÝNI
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Deiliskipulag fyrir
Gildurbrekkur í Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. apríl
2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Hlíðar
í Hörðudal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið nær yfir frístundarbyggð á jörðinni Hlíð
í Dalabyggð og er skipulagssvæðið staðsett fyrir neðan þjóð-
veg nr. 581 og hefur fengið nafnið Gildurbrekkur í tillögunni.
Gert er ráð fyrir frístundarhúsum, þjónustuhúsi, hesthúsi,
vélaskemmu og íbúðarhúsi ásamt bílskúr.
Skipulagssvæðið er alls um 5.4 ha að stærð.
Tillögurnar liggja frammi frá 7. júní 2018 á skrifstofu
Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, og einnig á
heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is.
Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa,
að Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða netfang
byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 20. júlí 2018.
Dalabyggð 1. júní 2018
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags og byggingarfulltrúi
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2018
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudagur 14. júní
Föstudagur 15. júní
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
8
Út er komin bókin Grasnytj-
ar á Íslandi, þjóðtrú og saga, eftir
Guðrúnu Bjarnadóttur. Bókin er
skreytt ljósmyndum eftir Jóhann
Óla Hilmarsson, sem jafnframt er
meðútgefandi að bókinni, og jurta-
teikningum Bjarna Guðmundsson-
ar á Hvanneyri. Bókin er einnig
gefin út í enskri útgáfu sem nefnist
Plants of Iceland Traditional uses
and folklore.
Í bókinni er fjallað um villtar
jurtir sem hafa verið nytjaðar á Ís-
landi í gegnum tíðina en meðal
annars nýttu menn jurtir til fóðurs,
húsbygginga, litunar og lækninga.
Ýmis þjóðtrú varð til um nytjarnar
en á þessum tíma skildu menn ekki
efnafræðina sem lá á bak við ýmsa
virkni og kenndu oft um hindur-
vitni og göldrum. Fjallað er í bók-
inni um þjóðtrú og sagnir tengd-
ar jurtunum. Þegar landnemarn-
ir komu til Íslands frá Noregi og
Bretlandseyjum á 9. öld þurftu þeir
að treysta á íslenska flóru til margra
nytja. Sumt þekktu þeir frá heima-
högunum en annað var nýtt fyrir
þeim. Guðrún segir að útgáfa bók-
arinnar eigi sér langan aðdraganda,
eða átján ár.
Guðrún Bjarnadóttir er stunda-
kennari í grasafræði og rekur jurta-
litunarvinnustofuna Hespuhúsið í
Andakíl í Borgarfirði. Hún hefur
safnað að sér upplýsingum um gras-
nytjar og þjóðtrú tengda plöntum í
mörg ár og nýtt við kennslu í grasa-
fræði. Bókin er skrifuð upp úr
MSc-ritgerð hennar um grasnytjar
á Íslandi. Jóhann Óli Hilmarsson
hefur myndað íslenska náttúru í
áratugi, meðal annars plöntur, þótt
hann sé kunnastur fyrir fuglamynd-
irnar sínar og skrif um fugla. Bókin
er eins og fyrr segir skreytt teikn-
ingum eftir Bjarna Guðmundsson á
Hvanneyri.
Tekið er á móti pöntunum á bók-
inni í síma 865-2910 eða á netfang-
ið hespa@hespa.is
mm
Bók um grasnytjar,
þjóðtrú og sögu
Jóhann Óli og Guðrún með eintök af bókinni.
Bókin er gefin út á ensku og íslensku.