Skessuhorn


Skessuhorn - 06.06.2018, Síða 26

Skessuhorn - 06.06.2018, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 201826 Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akra- neskaupstaðar fyrir kosningar var formlega samþykkt menningar- stefna bæjarfélagsins. Menning- arstefnan hefur verið í vinnslu hjá menningar- og safnanefnd í hálft annað ár. Ýmsir aðilar hafa komið að mótun hennar og var m.a. hald- inn opinn vinnufundur með íbú- um 17. apríl í vor þar sem línur voru lagðar. Tilgangur menning- arstefnu er að setja fram áherslur í málaflokknum og skapa jarðveg svo menningarlíf á Akranesi haldi áfram að blómstra og eflast. Í stefnunni er lögð áhersla á að kaupstaðurinn móti umgjörð og veiti stuðning við menningarlíf og að íbúar hafi tök á að standa fyrir og sækja fjölbreytta viðburði. Hlúð verði sérstaklega að menningaruppeldi og að starfsemi menningarstofnana sé metnaðarfull ásamt því að hvatt sé til samstarfs í sem víðustum skilningi. Hægt er að nálgast menningar- stefnu Akraneskaupstaðar í heild sinni á vef bæjarins. mm Samþykktu menningarstefnu Akraneskaupstaðar Tónlistarsveitin Slitnir Strengir hefur getið sér gott orð fyrir frumlega og skemmti- lega tónlist undir stjórn Ragnar Skúla Skúlasonar. Ljósm. Ómar B. Lárusson. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar tók þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem fram fór í síðustu viku. Hreyfivik- an er evrópsk lýðheilsuherferð sem ber heitið Now We Move. Mark- mið verkefnisins er að fá hundr- að milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Hreyfivikan er í raun vitundarvakn- ing um mikilvægi þess að hreyfing sé hluti af lífsstíl okkar, til að end- urnæra líkama og sál og stuðlar að lengra og betra lífi. Það skiptir ekki máli hver hreyfingin er heldur að hver og einn finni hreyfingu sem hentar. Sumarið er tilvalinn tími til fjölbreyttra æfinga útivið í fallegri náttúru. Hægt var að velja um ýmiss kon- ar hreyfingu og fundu allir sem það vildu eitthvað við sitt hæfi. Borgar- byggð bauð frítt í sund og í þrek í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykj- um. Bröltarar settu upp mjög metn- aðarfulla dagskrá með göngum þar sem mismunandi leiðir voru farn- ar sérhvern dag. Opið var á æfing- ar hjá Reykdælum en auk þess var hægt var að prófa badminton og ringó. Boðið var uppá þolfimi og styrktarþjálfun og kynning var á frísbígolfi sem nú er hægt að stunda á Hvanneyri. Kvennahlaup ÍSÍ var einnig hluti af dagskrá Hreyfivik- unnar. Hreyfivikunni var svo slit- ið með viðburði þar sem hjólarar, göngufólk og hlauparar fóru sam- an Skarðsheiðarveg á sunnudag- inn, grilluðu saman í Hreppslaug og skelltu sér svo í laugina. Vilji er til þess að endurtaka þennan við- burð hið fyrsta enda var einstaklega gaman að blanda þessum hópi sam- an þar sem hver fór á sínum for- sendum. mm/sg Borgfirðingar tóku virkan þátt í hreyfiviku Á gönguferð um Skarðsheiðarhringinn. Hæfileikamótun N1 og KSÍ í knatt- spyrnu fór á föstudaginn fram á Hellissandi. Þá voru æfingar fyr- ir Vesturland og Vestfirði hjá stelp- um og strákum. Á æfingarnar voru mættir 17 strákar og 18 stelpur en það var Þorlákur Árnason yfirmað- ur hæfileikamótunar sem stýrði æf- ingunum. Jakob Skúlason stjórnar- maður heilsaði einnig upp á krakk- ana á æfingunum. Krakkarnir stóðu sig að vonum mjög vel á æfingunum og líklegt verður að teljast að þarna leynist landsliðsstúlkur og drengir framtíðarinnar. þa Hæfileikamótun ungra knattspyrnuiðkenda Um komandi helgi, dagana 8. – 10. júní, verður hið árlega Norðuráls- mót í knattspyrnu haldið á Akra- nesi. Mótið er eitt stærsta pollamót landsins og ætlað drengjum sem spila með 7. flokki, á aldrinum sex til átta ára. Að sögn Huldu Birnu Baldursdóttur framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA hefur und- irbúningur fyrir mótið undanfarið gengið mjög vel og er allt að verða klárt fyrir komu gestanna. Hún seg- ir dagskrá mótsins vera með hefð- bundnu sniði í ár og byrjar með að keppendur koma saman við bæj- arskrifstofu Akraneskaupstaðar á föstudagsmorgninum um klukkan 10:30. Þaðan verður gengið saman í skrúðgöngu upp að Akraneshöll- inni þar sem mótið verður form- lega sett klukkan 11:30. Á meðan á mótinu stendur má gera ráð fyrir að íbúafjöldi á Akra- nesi nánast tvöfaldist. „Við eigum von á um 1500 keppendum frá 36 aðildarfélögum en það er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Með hverjum keppanda má gera ráð fyrir að komi foreldrar og jafnvel systkini eða aðrir ættingjar. Það má því alveg búast við um fimm til átta þúsund gestum í bæjarfélaginu þessa helgi,“ segir Hulda Birna. Sú breyting hef- ur verið gerð í ár að spilaður verður svokallaður fimm manna bolti og verða liðin því fleiri og fámennari en áður. „Liðin í ár verða um 230 talsins en með því að hafa færri í liðunum erum við að koma til móts við fámennari félög sem hafa ekki alltaf náð tilsettum fjölda til að vera með lið. Það verða því fleiri aðild- arfélög með í ár og með þessu fyr- irkomulagi fær líka hver strákur að spila meira en áður,“ bætir hún við. Búin að panta góða veðrið Eftir að mótið hefur verið sett verð- ur strax byrjað að spila fram eft- ir degi. Klukkan 18:00 á föstudeg- inum mætir svo meistaraflokkur ÍA liði ÍR á Akranesvelli og verður öll- um keppendum Norðurálsmótsins boðið að horfa á. „Þeir strákar frá ÍR sem verða á Norðurálsmótinu munu leiða leikmenn síns liðs inn á völlinn og strákarnir frá ÍA leiða leikmenn síns liðs. Á laugardegi heldur mót- ið svo áfram. Frítt verður í sund og hoppukastalar og leikjaland sett upp á svæðinu,“ segir Hulda Birna. Hún hvetur alla þjónustuaðila á Akranesi að hafa í huga hversu mik- ill fjöldi gesta verður í bænum þessa daga og vera vel undirbúnir til að taka á móti þeim. „Í fyrra voru ekki allir nógu vel undirbúnir. Það klár- uðust til dæmis vörur úr búðum og kom það sér illa fyrir marga gesti. Ég vil því bara minna verslunarrekend- ur á að vera undir það búnir að taka á móti þessum fjölda gesta í bæn- um um helgina,“ segir Hulda Birna. „Einnig vil ég koma því á framfæri að öll hjálp er vel þegin við undir- búning og á mótinu sjálfu. Á bak- við svona stóran viðburð eru mörg handtök og ef einhver vill aðstoða er engin skortur á verkefnum. Það er hægt að hafa samband við okkur hjá Knattspyrnudeild ÍA og við þiggj- um alla aðstoð með þökkum,“ seg- ir hún en hægt er að hafa samband við Huldu Birnu á netfangið hulda@ kfia.is. „Við erum svo búin að panta góða veðrið og treystum því að það verði alla mótsdagana,“ segir hún að endingu. arg Norðurálsmótið verður um næstu helgi Von er á um 1500 keppendum frá 36 aðildarfélögum á eitt stærsta pollamót landsins um næstu helgi. Ljósm. úr safni/bþb

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.