Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20188
Vantar nöfn
nokkurra
fjallkvenna
AKRANES: Á vef Akra-
neskaupstaðar má nú sjá
yfirlit yfir fjallkonur á
Akranesi í gegnum tíðina,
allt frá stofnun lýðveld-
isins. Í yfirlitið vantar þó
upplýsingar um fjallkonur
nokkurra ára og er auglýst
eftir upplýsingum um þær.
„Ábendingar um það sem
vantar í yfirlitið eru mjög
vel þegnar sem og mynd-
ir af þeim fjallkonum þar
sem þær vantar. Best er að
fá ábendingar sendar á net-
fangið akranes@akranes.
is.“
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 9.-15. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 19 bátar.
Heildarlöndun: 32.562
kg.
Mestur afli: Stapavík AK:
3.281 kg í fjórum löndun-
um.
Arnarstapi: 13 bátar.
Heildarlöndun: 35.194
kg.
Mestur afli: Bárður SH:
19.275 kg í sex löndunum.
Grundarfjörður: 18
bátar.
Heildarlöndun: 500.166
kg.
Mestur afli: Silver Fjord:
225.740 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 36 bátar.
Heildarlöndun: 177.305
kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 35.418 kg í þrem-
ur löndunum.
Rif: 24 bátar.
Heildarlöndun: 210.562
kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
71.492 kg í fjórum löndun-
um.
Stykkishólmur: 24 bátar.
Heildarlöndun: 87.378
kg.
Mestur afli: Fúsi SH:
9.133 kg í tveimur lönd-
unum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Silver Fjord – GRU:
225.740 kg. 13. júní.
2. Örvar SH – RIF:
79.284 kg. 14. júní.
3. Bylgja VE – GRU:
70.316 kg. 11. júní.
4. Hringur SH – GRU:
69.802 kg. 12. júní.
5. Steinunn SF – GRU:
25.268 kg. 15. júní.
-arg
Bæjarstjórn Akraneskaupstað-
ar skorar á Reykjavíkurborg og ís-
lenska ríkið að hefja tafarlaust und-
irbúning að lagningu Sundabraut-
ar. Ályktun þess efnis var sam-
þykkt á síðasta fundi bæjarstjórn-
ar. Í ályktuninni er vísað í málefna-
samning Samfylkingar, Viðreisnar,
Pírata og Vinstri grænna sem sam-
an mynda meirihluta borgarstjórn-
ar Reykjavíkur. Þar kemur fram að
nýr meirihluti spanni breitt póli-
tískts litróf með fjölbreytta sýn og
ólíkar áherslur en sameinist um
hagsmuni og lífsgæði borgarbúa,
sem og skynsamlega uppbyggingu
borgarinnar til framtíðar.
„Bæjarstjórn Akraness vill minna
borgarfulltrúa á að í Reykjavík-
urborg er miðstöð opinberrar
stjórnsýslu, helstu stofnanir á sviði
menntunar og heilbrigðisþjónustu
á Íslandi og þar er einnig helsta
inn- og útflutningsgátt landsins.
Reykjavík er höfuðborg Íslands og
því ber borgarfulltrúum að hugsa
um og taka tillit til hagsmuna og
lífsgæða allra landsmanna,“ segir í
ályktun bæjarstjórnar. Lýsir bæjar-
stjórn yfir vonbrigðum sínum að
ekki skuli minnst á Sundabraut í
málefnasamningi meirihluta borg-
arstjórnar. Samgöngur til og frá
höfuðborginni séu hagsmunamál
þeirra sem sækja vinnu, nám og
þjónustu til höfuðborgarinnar. Seg-
ir bæjarstjórn það hafa legið fyrir að
núverandi vegtenging inn í borgina
að norðan og vestan sé ófullnægj-
andi. Umræða og vinna við tillögur
um Sundabraut hafi staðið yfir und-
anfarin 20 ár án þess að málið hafi
þokast áfram. „Bæjarstjórn Akraness
skorar á Reykjavíkurborg og rík-
ið að hefja án tafar undirbúning að
lagningu Sundabrautar, sem bætir
umferð til og frá höfuðborginni og
eykur umferðar- og almannaöryggi.
Aðgerðarleysi og umkenningaleikur
Reykjavíkurborgar og ríkisins hefur
staðið of lengi og tími er kominn á
aðgerðir með hagsmuni borgarbúa
og Íslendinga allra að leiðarljósi.“
kgk
Bæjarstjórn Akraness vill Sundabraut
Þorsteinn SH, nýr bátur sem Nes-
ver ehf. keypti nýverið, er kominn
til heimahafnar í Ólafsvík. Að sögn
Gylfa Scheving Ásbjörnssonar skip-
stjóra hafði Nesver átt minni bát
með sama nafni áður en skipt var á
þeim báti og þessum nýja.
Þorsteinn SH er af gerðinni Kleó-
patra 38 og er með 700 hestafla vél.
Báturinn er útbúinn á handfæri og til
netaveiða. Fyrir á útgerðin samskon-
ar bát, Tryggva Eðvarðs SH. Þegar
er byrjað að sigla Þorsteini SH til
handfæraveiða og að sögn Gylfa hef-
ur veiðin verið mjög góð og bátur-
inn reynst vel í alla staði. af
Nýr Þorsteinn SH bætist
í flotann í Ólafsvík
Nú stendur yfir vinna við lagningu
ljósleiðara í Dalabyggð. Áætlan-
ir þessa árs gera ráð fyrir lagningu í
Miðdölum, Laxárdal, Hvammssveit
að Lyngbrekku og í Saurbæ. Þá er
einnig gert ráð fyrir því að ný styrk-
umsókn verði send inn um áramót
og að hægt verði að ljúka ljósleiðara-
væðingu sveitarinnar á næsta ári.
Í liðinni viku vildi ekki betur til
en að jarðýta fór á bólakaf þar sem
unnið var að því að plægja niður
ljósleiðarann í flóanum í landi Sauð-
húsa í Laxárdal. Eftir vætutíð og erf-
itt vor gaf grasrótin sig. Strax fóru í
gang aðgerðir við að ná ýtunni upp.
sm
Ljósleiðaravæðing í gangi í Dölum
Góður gangur er í framkvæmd-
um við stækkun dvalarheimil-
isins Fellaskjóls í Grundarfirði.
Þessa dagana er Loftorka kom-
in frá Borgarnesi með einingarn-
ar í stækkunina og eru byrjaðir að
reisa veggina. Þegar þeir verða
komnir upp verður gólfplatan
steypt en stefnt er að viðbygging-
in verði orðin fokheld þegar nær
dregur haustinu.
tfk
Loftorka mætt með einingar í Fellskjól