Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201822
við fyrstu kynni og við ákváðum að
ég yrði annar aðstoðarmaður. Ísak,
annar félagi minn frá Akranesi, er
fyrsti aðstoðarmaður Bjarna en þeir
eru búnir að vinna saman áður. Það
er mikilvægt að hafa fólk sem mað-
ur getur treyst þegar maður fer í
svona keppnir,“ segir Ari um það
hvernig þetta hafi allt komið til.
Langur
undirbúningstími
Bocuse d‘Or er álitin sem heims-
meistarakeppni og Ólympíuleik-
ar einstaklings í matreiðslu og gíf-
urlegur undirbúningur býr að baki
keppninni. „Í keppninni er eldað
fyrir 15 manns, forréttur og aðal-
réttur og mikil hönnunar- og út-
litsvinna í kringum þetta. Það eru
tíu æfingar sem fara fram sem eru
fimm og hálfur klukkutími hver.
Við köllum þetta „rennsli“ og þá
gerum við í rauninni allt sem við
gerum í keppninni sjálfri mánuð
fyrir keppni, en ýmis tilraunavinna
og prufur hefjast fimm til sex mán-
uðum áður. Á þessum tíma er margt
sem breytist og það er magnað að
sjá breytingarnar frá fyrstu æfing-
unni til þeirrar síðustu.“
Eins og kom fram hér að framan
þá er lið Íslands komið í lokakeppn-
ina sem fer fram snemma á næsta
ári. „Núna byrjum við aftur í ágúst,
september, í tilraunarstarfsemi og
prufur fyrir lokakeppnina og það
er svipaður tími sem fer í það. En
núna erum við reynslunni ríkari og
komum mun sterkari í byrjun æf-
inga heldur en fyrir Evrópukeppn-
ina.“ Kokkasamfélagið á Íslandi
er náið og jákvætt samfélag, sam-
kvæmt Ara, og allir tilbúnir til þess
að hjálpa hver öðrum þegar þarf.
Vill opna fínan veitinga-
stað í framtíðinni
Ari býr með félaga sínum Ant-
oni Elí Ingasyni, sem er einnig frá
Akranesi og aðstoðaði samhliða
Ara í keppninni. Eiga þeir sam-
eiginlegan draum um að opna fín-
an veitingastað einn daginn. „Ant-
on er búinn að vera vinur minn í
fleiri ár. Við leigjum saman í Mos-
fellsbæ þar sem foreldrar mínir búa
en þau fluttu til Edinborgar tíma-
bundið þannig ég og félagi minn
búum þar á meðan. Við vinnum
mikið og erum lítið heima en þegar
við erum heimavið þá eldum við oft
saman og stundum um miðjar næt-
ur því það er eini lausi tíminn,“ seg-
ir Ari hlæjandi. „Við erum að vinna
hægt og rólega að því að opna fínan
veitingastað í framtíðinni. Við pæl-
um mikið í þessu og erum að safna
pening, maður verður að byrja ein-
hversstaðar. Eins og staðan er núna
þá erum við bara að taka öllum tæki-
færum sem gefast og vinna að því að
verða góðir matreiðslumeistarar.“
Grænmeti
skemmtilegast
Þegar kemur að eldamennsku eru
hráefnin eins mörg og þau eru mis-
munandi og því mætti ætla að það
væri erfitt að velja sér uppáhalds
hráefni, en grænmetið virðist ná at-
hygli Ara. „Ég hef mjög gaman að
öllu grænmeti, það er svo margt sem
er hægt að gera við það. Kjöt verð-
ur alltaf kjöt en með grænmeti þá er
hægt að mauka, djúsa, eða þurrka
það. Ímyndunaraflið er í rauninni
eina hindrunin. Pældu bara í því
hvað þú getur gert mikið úr einum
lauk,“ segir Ari brattur að endingu.
glh
Í síðustu viku steig tuttugasti hóp-
ur ungs fólks af íslenskum uppruna
frá Kanada og Bandaríkjunum fæti
á sína fornu fósturjörð, Ísland. Í
hópnum eru 17 ungmenni á aldrin-
um 19-28 ára sem eru hér til að taka
þátt í Snorraverkefninu, sem veit-
ir þeim tækifæri til að kynnast rót-
um sínum í sex vikna dagskrá. Mark-
mið Snorraverkefnisins er að styrkja
tengsl afkomenda Íslendinga í Norð-
ur-Ameríku við Ísland og hvetja
unga Vestur-Íslendinga til að varð-
veita og rækta sinn íslenska menn-
ingar- og þjóðararf. Verkefnið er
samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags
Íslendinga og Norræna félagsins og
er hópurinn hér á landi frá 10. júní -
20. júlí og skiptist í þrjá hluta.
Í fyrsta lagi mun hópurinn taka
þátt í tveggja vikna menningar- og
námsdagskrá í Reykjavík. Í öðru lagi
verður dvalið í þrjár vikur í heima-
byggð forfeðra- og formæðra við-
komandi. Starfskynning verður hjá
fyrirtæki eða sveitarfélagi á svæðinu
í allt að þrjár vikur. Þar verður lögð
áhersla á að þátttakendur fái að taka
virkan þátt í íslensku samfélagi og
fjölskyldulífi. Að þessu sinni verða
þátttakendur hjá ættingjum á Akra-
nesi, Borgarfirði, Akureyri, Dalvík,
Vopnafirði, Hveragerði, Kópavogi,
Kópaskeri og Sauðárkróki. Loks
verður í þriðja lagi vikulöng land-
kynningarferð um merkisstaði í
náttúru Íslands þar sem gist verður
í svefnpokaplássi vítt og breitt um
landið. Í ár verður ferðast um Borg-
arfjörð, Snæfellsnes, Strandir og til
Hofsóss. Á síðasta degi hópsins hér
á landi mun forseti Íslands bjóða
þátttakendur heim til Bessastaða og
fer svo fram útskriftarathöfn á Hliði
í Álftanesi þar sem þátttakendur
kynna lokaverkefni sitt.
Að sögn Ástu Sólar Kristjáns-
dóttur verkefnisstjóra er hópurinn
að þessu sinni einstaklega áhuga-
samur um íslenskt mál og margir
sem ætla sér að verða fullnuma í ís-
lensku. Nokkrir eru mjög dugleg-
ir við að tala íslensku nú þegar. Í
heildina hefur þátttaka ungmenna í
Snorraverkefninu reynst árangurs-
rík leið til að færa verðmætan menn-
ingararf til nýrrar kynslóðar og eru
margir orðnir virkir í sínu Íslend-
ingafélagi í Vesturheimi, auk þess
sem verkefnið er mjög virt vestan-
hafs. „Snorraverkefnið er gífurleg
landkynning og snertir líf tuga fólks
á ári hverju en auk Snorraverkefnis-
ins fóru nokkur íslensk ungmenni til
Norður-Ameríku laugardaginn 16.
júní til þátttöku í Snorra-West verk-
efninu og í ágúst koma 15 Vestur-Ís-
lendingar, makar þeirra og vinir til
þátttöku í Snorra Plus sem er fyrir
30 ára og eldri,“ segir Ásta Sól.
mm
Sautján ungmenni hér á landi
á vegum Snorraverkefnisins
Hópurinn skömmu eftir komuna til landsins.
Ari Jónsson Akurnesingur er ný-
kominn heim til Íslands frá Ítalíu
þar sem hann aðstoðaði við framlag
Íslands í einni virtustu matreiðslu-
keppni í heimi, Bocuse d‘Or. Hann,
ásamt tveimur öðrum Skagamönn-
um, hjálpaði Bjarna Siguróla Jak-
obssyni að kalla fram dýrindis mál-
tíðir fyrir framan dómara og áhorf-
endur og komust þeir áfram í loka-
keppnina sem fram fer í Lyon í
Frakklandi í janúar á næsta árið.
Skagamennirnir sem aðstoðuðu
Bjarna í keppninni voru, auk Ara,
þeir Anton Elí Ingason og Ísak
Darri Þorsteinsson.
Alltaf áhugasamur
Ari er yngstur þriggja systkina,
fæddur og uppalinn á Akranesi en
flutti á höfuðborgarsvæðið eft-
ir grunnskólann. „Við fluttum fyr-
ir tveimur árum til Mosfellsbæj-
ar, eða eftir að ég útskrifaðist úr
grunnskóla á Akranesi. Ég vildi
fara í kokkinn í Kópavogi þann-
ig þetta var góð tímasetning,“ seg-
ir Ari sem segir jafnframt að hann
hafi ekki alla tíð ætlað sér að fara
þessa leið. „Ég vissi ekki framan af
að ég vildi læra kokkinn, en áhug-
inn hefur ávallt verið til staðar. Ég
hef alltaf haft gaman af mat og elda-
mennsku.“
Launalaust dæmi
Árið 2015 byrjaði Ari í kokkanámi
við Menntaskólann í Kópavogi og
stefnir á útskrift um jólin 2019.
Yfirleitt tekur námið ekki svona
langan tíma en vegna þátttöku Ara
í Bocuse d‘Or þá hefur námstím-
inn lengst örlítið en sú töf sé þó
þess virði. „Námið skarast svolít-
ið út af keppninni en þetta er alveg
100% þess virði. Það er fáránlega
mikið sem maður lærir við það að
taka þátt í svona keppni þó maður
sé bara aðstoðarmaður.“
Það var yfirmaður Ara á Hótel
Sögu sem kom til hans og spurði
hvort hann hefði áhuga á að verða
aðstoðarmaður í keppninni. „Þetta
kom algjörlega upp úr þurru og það
eru alls ekkert allir nemar sem hefðu
stokkið á þetta því þetta er launa-
laust dæmi og margir ekki í stöðu
til að missa úr vinnu og slíkt því
það er gífurlega mikill tími sem fer
í undirbúning í aðdraganda keppn-
innar. Ég er heppinn með stöð-
una mína og á gott bakland þann-
ig ég stökk á þetta tækifæri,“ seg-
ir Ari þakklátur. „Bjarni sem er að
keppa fyrir Ísland kom upp á grill
til mín og spjallaði við mig, sagði
mér hverjar skyldurnar eru og hver
ábyrgðin er. Við þekktumst ekkert
áður, en ég vissi af honum úr lands-
liðinu, hann er stórt nafn í brans-
anum. Okkur kom mjög vel saman
„Alltaf haft gaman af mat og eldamennsku“
Skagamaðurinn Ari Jónsson segir frá þátttöku sinni í virtustu matreiðslukeppni í heimi
Ari Jónsson.
Mynd af fatinu hjá Íslandi í keppninni.
Íslenski hópurinn. Frá vinstri; Sturla Birgisson, Ari Jónsson, Viktor Örn Andrésson
(þjálfari), Bjarni „Snæðingur“ Alfreðsson, Bjarni Siguróli Jakobsson (keppandi),
Sigurður Helgason og Anton Elí Ingason. Á myndina vantar Ísak Darra Þorsteins-
son.