Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 13 Viltu starfa í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar? Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir nýliðum miðvikudaginn 27. júní næstkomandi kl. 20:00. Helstu verkefni: • • Hæfniskröfur: • • • • • • • eða með innilokunarkennd. • • Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí næstkomandi. síma 433 1059 / 894 2960 netfangið thrainn.olafsson@akranes.is www.akranes.is/lausstorf HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Allt að 500 bör sími: 896-5801 • netfang: calli78@outlook.com www.skessuhorn.is Það var hátíðleg stund í Ólafsvík síðastliðinn miðvikudag fyrir leik Víkings Ó. og Leiknis R. í 1. deild karla í knattspyrnu. Þá var nýi gervigrasvöllurinn vígður við há- tíðlega athöfn. Blásið var til veislu í Sjómanna- garðinum fyrir leik og pylsur grill- aðar. Klukkustund fyrir leik var síðan gengið yfir á völlinn þar sem vígsluathöfnin fór fram. Það voru gömlu fótboltakemp- urnar Gylfi Scheving og Gunnar Gunnarsson sem klipptu á borðann og tóku þar með nýja gervigrasið á Ólafsvíkurvelli formlega í notkun. Við verkið nutu þeir liðsinnis ungra og upprennandi knattspyrnukappa í Ólafsvík. Stuttu síðar hófst leik- ur Víkings Ó. og Leiknis R. sem heimamenn í Víkingi sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Það byrjar því vel á nýja gervigrasinu. kgk Gervigrasið í Ólafsvík tekið í notkun Gylvi Scheving og Gunnar Gunnarsson klippa á borðann þegar nýja gervigrasið á Ólafsvíkurvelli var vígt. Ljósm. af. Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði ný- verið HVE í Ólafsvík Ipad og fest- ingingu til notkunar í sjúkrabílum stöðvarinnar. Búið er að taka Ipad- ana í notkun og að sögn sjúkrabíl- stjóra eru tækin bylting fyrir þá þar sem nú geti þeir fengið allar upplýsingar frá Neyðarlínu beint í tækin. Mun það einnig gera stað- setningar nákvæmari og auðvelda þeim vinnu þar sem nú er hægt að ljúka við skýrslugerð og annað í bílnum í gegnum tækið. þa Færðu HVE í Ólafsvík Ipad í sjúkrabíla Á síðasta fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar var fjallað um erindi sem Sverrir Árnason, öryggis- og gæða- stjóri Into the Glacier, sendi sveit- arfélaginu fyrir hönd fyrirtækisins. Í bréfinu segir Sverrir frá þeim að- stæðum sem skapast hafa við Ís- göngin í Langjökli vegna aukinn- ar umferðar einkabíla að jöklinum. „Vegna aukinnar ásóknar ferða- manna á svæðinu hefur ítrekað komið upp sú staða að bílaleigubíl- um er ekið nánast alveg upp að jök- uljaðri þar sem varhugavert getur reynst að leggja bílum vegna aur- bleytu. Að auki kom það upp í fyrra að óbreyttum bílaleigubílum var ekið inn á jökulinn með tilheyrandi hættu. Einnig er umferð jöklat- rukka og ferðaþjónustujeppa tölu- verð um veginn sem eykur hættu á slysum og/eða óhöppum,“ skrifar Sverrir í bréfinu. Í bréfinu segir að beiðni sé komin til Vegagerðarinnar um að færa veginn að jöklinum fjær skála- num Jaka. Þá er lögð til breyting á bílaplani sem nú þegar er til staðar vestan í jökulöldunni sem rís hæst við jaðar jökulsins. „Að gert verði bílaplan utan í jökulöldunni, þar verði komið upp skilgreindu bí- lastæði afmörkuðu með grjóti og nettum kaðli, auglýsingaskiltum með varnaðarorðum um göngur á jökli ásamt helstu staðháttum,“ se- gir í bréfinu. Einnig er lagt til að við akbrautina sem liggur áfram yfir jökulröndina verði komið upp skil- tum sem gefa til kynna að hún sé aðeins ætluð breyttum ökutækjum. „Við teljum að með þessum minni- háttar inngripum í náttúrulegt um- hverfi á svæðinu verði komið í veg fyrir að ökutæki festist í jökulleir við jaðarinn með ófyrirsjáanlegu raski,“ skrifar Sverrir í bréfinu. Into the Glacier óskar þess að Borgarbyggð sendi beiðni til Veg- agerðarinnar um að sinna þessu verkefni þegar tækjakostur þeirra er á svæðinu. „Vegna takmarkaðra fjárframlaga til vegabóta gæti verið að einhver kostnaður falli á Borgar- byggð vegna þessa. Með því að nýta þennan tækjakost sem mun koma á svæðið er fyrirsjáanlegt að sá kost- naður verður óverulegur,“ skrifar öryggisstjórinn. Byggðarráð segir að sveitarfé- lagið muni ekki leggja óskilgre- int fjármagn til þessa verkefnis, að því er fram kemur í bókun ráðsins. „Byggðarráð taldi ekki forsendur til að sveitarfélagið tæki þátt í kost- naði við vegagerð og lagfæringu bí- lastæðis við þennan ferðamannastað frekar en svo marga aðra að óbreyt- tri tekjuskiptingu ríkis og sveitar- félaga vegna tekna af ferðaþjónus- tu í landinu,“ segir í bókuninni. Ákveðið var að fela umhverfis- og skipulagssviði að útbúa minnisblað um réttindi og skyldur Borgarbyg- gðar á svæðinu. kgk Vilja að Borgarbyggð kosti að hluta gerð bílastæðis við Langjökul

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.