Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Skagapiltarnir í hljómsveitinni Ka- jak hafa sent frá sér nýtt íslenskt stuðningslag fyrir HM í knatt- spyrnu. „Fyrir rúmri viku síðan vorum við að vinna í litlum lagstúf sem fór síðan alltaf meir og meir að hljóma eins og fótboltasöngur þannig við slóum til og ákváðum að semja HM lag til stuðnings ís- lenska landsliðinu,“ segja piltarnir í Kajak. Lagið heitir Gullið kemur heim og hefur það verið gert aðgengilegt á YouTube og er væntanlegt á Spo- tify og aðrar tónlistarveitur. „Lagið er taktfast, grípandi og fullkomin leið til að koma sér í HM gírinn,“ segja piltarnir. kgk Kajak sendir frá sér HM lag Á Rakarastofu Gísla á Akranesi ríkti mikil stemning fyrir Heims- meistaramóti karla í knattspyrnu sem hófst síðastliðinn miðvikudag, 14. júní. Búið var að skreyta stof- una vandlega í íslensku fánalitun- um. „Við erum í miklum fíling fyrir mótinu og ætlum að sjálfsögðu að fylgjast vel með,“ segir Gísli Guð- mundsson rakari. Gísli er einnig mikill stuðningsmaður ÍA og hef- ur nýlega verið tekin upp sú hefð á rakarastofunni að klæðast ÍA bún- ingum á leikdögum hjá bæði karla- og kvennaliðum ÍA. arg/ Ljósm. Gísli Guðmundsson Mikil HM stemning á Rakarastofu Gísla Á Rakarastofu Gísla er ný hefð að starfsmenn klæðist ÍA búningum á leikdögum hjá bæði karla- og kvennaliðum ÍA. Rakarastofa Gísla er komin í HM búninginn. Pennagrein Að meginstofni til er aðeins um tvær leiðir að ræða þegar rætt er um hvernig skuli tryggja eldri þjóðfélagsþegnum lífeyri að loknu ævistarfi. Annars vegar svonefndir söfnunarsjóðir og hins vegar gegn- umstreymissjóðir. Söfnunarsjóðir eru, eins og nafnið bendir til, þannig að ein- staklingur safnar fé með framlagi sínu framlagi vinnuveitanda í sjóð til efri ára, eða 67 ára eins og al- gengast er hér. Gegnumstreymissjóðir eru aft- ur á móti þannig að framlag þeirra sem eru starfandi, bæði launþeg- ans og vinnuveitandans, bera uppi lífeyri þeirra sem komnir eru á eft- irlaun á hverjum tíma. Hér á landi eru starfandi bæði þessi ellilífeyriskerfi. Hjá hinu opinbera; ríkinu, sveitarfélögum og öðrum opinberum stofnunum eru svo til allir sjóðir með gegn- umstreymiskerfi, en hjá öðrum at- vinnufyrirtækjum er að öllu jöfnu um söfnunarsjóðskerfi að ræða, kallaðir frjálsu lífeyrissjóðirnir. Í gegnummstreymiskerfinu hér eru um 60% greiðenda, en í söfn- unarsjóðskerfinu um 40% greið- enda. Í síðustu grein minni um lífeyrismál þá benti ég á þá mein- baugi sem eru á söfnunarsjóðum, þann óheyrilega kostnað sem er á rekstri þeirra, áhættuþáttinn við ávöxtun eigna þeirra, óöryggi gagnvart gengissveiflum og lítið sem ekkert eftirlit með starfsemi þeirra. Eigendurnir, launafólkið, svo til áhrifalaust um gjörðir þeirra og fleira og fleira. Þar minntist ég aðeins á gegnumsjóðskerfið sem ég tel mikið hagstæðara fyrir þjóð- ina og ellilífeyrisþega hennar. Helstu rök mín fyrir þeirri skoð- un að gegnumsjóðskerfin séu betri eru eftirfarandi. Gegnumsjóðs- kerfi lífeyris eru á hendi hins opin- bera, ríkisins, sveitarfélaga og ann- arra opinberra stofnana. Þau eru einfaldari, opnari, öruggari um greiðslu lífeyris og mikið ódýrari í rekstri en söfnunarsjóðskerfin eins og alkunna er. Í gegnumstreymis- kerfi er engin áhætta um glataðan lífeyri, því hann er á ábyrgð hins opinbera samkvæmt lögum. Fleira vil ég nefna sem athygl- isvert er að skoða í sambandi við lífeyrismál. Greiðslur starfandi launþega og atvinnurekenda til líf- eyrissjóða eru í reynd skattur til að mynda lágmarksframfærslu líf- eyris til þeirra sem samkvæmt lög- um eru komnir á eftirlaun. Að láta þennan lögbundna skatt launþega og atvinnurekanda, sem orðinn er meiri en fjárlög ríkisins í hendur fjármálaspekúlanta er fásinna. Að lokum þetta: íslenska krón- an er einn minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Hún er afskaplega óstöðug, sveiflast upp og niður og stjórnast af pólitískum ákvörðun- um á hverjum tíma þar sem hún er engum stærri miðli bundin, eins og t.d. evru. Nú er svo komið að stjórnendur frjálsu lífeyrissjóðanna sækja fast eftir að fá auknar heim- ildir til að kaupa gjaldeyri til fjár- festinga erlendis, þar sem markað- ur fyrir þetta gífurlega fjármagn er orðinn takmarkaður innanlands. Einnig myndi þetta minnka getu þjóðarinnar til greiðslu skulda hennar. Að láta gjaldeyri þjóðar- innar í hendur þeirra manna, sem frjálsu lífeyrissjóðiunum stýra, er hámark heimskunnar. Hafsteinn Sigurbjörnsson. Lífeyris- sjóðirnir Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is HÓTEL LAXÁRBAKKI A BRIDGE TO THE WEST laxarbakki@laxarbakki.is tlf. +354 551 2783 www.laxarbakki.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.