Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 17 borða. En bróðir minn og foreldrar áttu stundum ekki nóg af mat 1946 og 1947. Þetta voru slæmir tímar. Ég gat potað einhverju að þeim en það var nú ekki mikið samt, því miður,“ segir hann. „Fyrst þegar ég kom heim eftir stríðið, þá 17 ára gamall, fengu allir skömmtun- armiða fyrir mat. En af því að ég var ekki orðinn 18 ára þá fékk ég ekki miða fyrir tóbaki,“ segir Dið- rik og hlær við. „Þá var maður bú- inn að vaða í þessu öll árin í hern- um. Ég byrjaði að reykja sem ung- lingur þegar við þurftum að vaka allar nætur við loftvarnarbyssu- rnar. Í stríðinu passaði ég alltaf að hafa nóg að borða og nóg af tób- aki. Þess vegna fannst mér mjög erfitt að geta ekki fengið sígarettur eftir stríðið,“ segir hann og brosir. Gerðist ráðsmaður á Íslandi Árið 1951 fluttist Diðrik síðan til Íslands, eftir að hafa unnið í land- búnaði víða um Þýskaland fyrstu árin eftir stríðið. „Það var í gegn- um Eirík Ormsson, hjá Bræðrun- um Ormsson. Hann var að stúd- era í Hamborg og bjó hjá fólki í nágrenni við okkur. Hann keypti Skeggjastaði í Mosfellssveit og vantaði ráðsmann og talaði við fjölskylduna sem hann var hjá, af því þar var einhver garðyrkjumað- ur. Á þeim tíma vildu þau ekki fara og þá var komið að máli við mig, af því þau vissu að ég væri í land- búnaði. Ég sló strax til, hitti Ei- rík en þegar á hólminn var kom- inn hafði hinni fjölskyldunni snú- ist hugur og vildu endilega taka þessu tilboði. Þá útvegaði Eiríkur mér starf á Helgavatni. Þá átti það Jón Kjartansson í sælgætisgerð- inni Víkingi,“ segir hann. „Þegar ég kom að Helgavatni spurði ég karlinn hvað ég fengi í kaup. Hann spurði á móti hvað ég ætlaði að vera lengi. „Kannski einn eða tvo mánuði, eftir því hvað ég fæ mikið kaup,“ svaraði ég,“ segir Diðrik og brosir. „Hann var af gamla skól- anum, lét mig ekkert vita um kaup og kjör en svo borgaði hann alveg rokkaup.“ Ætlaði að stoppa stutt Bærinn á Helgavatni var ekki ýkja reisulegur þegar Diðrik kom þangað fyrst, íbúðarhúsið gam- alt og lúið og útihúsin sömuleið- is. Hann lét það ekkert á sig fá, enda ýmsu vanur eftir loftárásirnar í Hamborg. Auk þess ætlaði hann sér aldrei að vera lengi á Íslandi. „Ég kom bara sem verkamaður og hafði ekkert hugsað mér að vera lengi. Fljótlega var ég gerður að fjósamanni, sem þótti nú alveg síð- asta sort á þeim tíma. Það var það versta sem maður gat verið,“ seg- ir hann og hlær við. „En mér var alveg sama, ég ætlaði hvort eð er ekkert að vera lengi á Íslandi. Ég var alltaf með pening í vasanum fyrir heimferðinni, passaði mig að eiga alltaf nóg til að geta far- ið heim hvenær sem mér sýnd- ist,“ bætir hann við. En heim fór Diðrik ekki fyrr en eftir mörg ár hér á landi. „Já, þetta átti bara að vera smá ævintýri, en stundum fara hlutirnir öðruvísi en maður ætlar sér,“ segir hann. Hvað varð til þess að hann ílentist svo mjög að Helgavatni? „Þú hlýtur að geta ímyndað þér það,“ segir hann og blaðamaður veit svo sem ástæðuna. Ekki löngu eftir að Diðrik kom fyrst að Helgavatni kynntist hann stúlku, Guðfinnu Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns Kjartanssonar, sem hafði ráðið Diðrik í vinnu. „Karl- kynið tapar alltaf allri glóru þeg- ar kvenkynið kemur,“ segir hann og hlær við. „Faðir hennar, sem átti jörðina, rak súkkulaðiverk- smiðju í Reykjavík og þar bjó hún ásamt foreldrum sínum. Hún kom bara upp í sveit á sumrin. En allt í einu var hún farin að koma oft- ar en venjulega, til að kíkja á mig. Þannig gerðist þetta. Við gengum í hjónaband árið 1952, árið eftir að ég kom. Þá var ég hækkaður í tign og gerður að ráðsmanni,“ seg- ir Diðrik léttur í bragði. „Alla tíð nóg að gera“ „Tengdafaðir minn byggði íbúð- arhús og fjós þannig að við feng- um gott start. Ég held hann hafi nú bara gert það af því við vor- um þarna,“ segir Diðrik. „Við Guðfinna tókum síðan að fullu við búinu á Helgavatni 1964. Ég byggði fjós til viðbótar og stækk- aði íbúðarhúsið, keypti jörðina að Hermundarstöðum og byggði fjárhús þar. Það hefur alla tíð ver- ið nóg að gera,“ segir hann. „Ég fór heim til Þýskalands í frí á sex ára fresti, eina viku í senn. Það var ekki vegna peningaleysis heldur vegna tímaskorts,“ bætir hann við. Guðfinna og Diðrik eignuðust sex börn; Hans Pétur, Jón, Krist- jönu, Jóhönnu Margréti, Vilhjálm og Ebbu Salvöru. Pétur og Vil- hjálmur tóku seinna við búinu á Helgavatni og búa þar í dag ásamt sínum fjölskyldum. Blaðamaður kveðst hafa heyrt að mikið mynd- arbú hafi verið á Helgavatni alla tíð, en Diðrik er hinn hógværasti. „Já, það segja það margir en það er miklu betra núna. Þeir hafa gert vel strákarnir. Þeir eru tveir með þetta, ég hefði aldrei látið bara einn fá þetta. Ég hefði ekki viljað að neinn hefði þurft að hafa þetta eins og þegar ég bjó þarna. Mað- ur var algerlega bundinn,“ segir hann. Framan af var blandaður bú- skapur á Helgavatni, eða allt þar til Diðrik hætti að halda kindur árið 1973. „Þá sá ég að það var ekkert upp úr sauðfé að hafa,“ segir hann léttur í bragði. „Ég leigði bústofn- inn fyrst en endaði á að selja og byggði síðan nýtt fjós með mjalta- bás. Fjósið byrjaði ég að byggja ´76 og því var lokið ´79. Það var bara gert eins og í gamla daga, maður byggði á þremur árum og skuldaði ekki neitt,“ segir Diðrik. „Auk þess gat ég ekki fengið lán frá Land- búnaðarsjóði, þeir lánuðu ekki fyrir svona stórum fjósum. Ég var með 72 kúa fjós fyrir og bætti við 30-40 kúa fjósi,“ segir hann. Slíkt þótti töluvert stórt á þeim tíma og þykir jafnvel enn í stærri kantin- um. Diðrik bætir því við að núna séu milli 90 og 100 kýr á Helga- vatni, á búinu hjá sonum hans og gangi þeim vel. „Þau hafa það svo gott þarna uppfrá, vinna náttúru- lega mikið, geta leyft sér ýmislegt, eru ekki eins bundin og ég var af því þau hafa hina fjölskylduna með sér.“ „Maður verður að vera mátulega latur“ Diðrik segir að oft hafi verið margt um manninn á Helgavatni þeg- ar hann kom þangað fyrst. „Þeg- ar ég var vinnumaður voru oft um 20 manns í kofanum þegar mest var yfir sumartímann. Þá var sleg- ið á mýri með orfið og ljá, rakað með hrífum. Mörg verk sem þurfti að vinna,“ segir hann. Aðspurður segir hann að þetta hafi ekki þurft að vera svo erfið vinna. „Þetta var bara gaman, maður var ungur þá, en myndi auðvitað ekki gera þetta í dag,“ segir hann og hlær við. „Það er bara svo misjafnt hvernig fólk vinnur sér. Sumir hafa einstakt lag á því að gera sér alltaf erfið- ara fyrir. Ég lærði það þegar ég var tólf ára að maður þyrfti að vinna sér létt og hugsa áður en maður byrjar. Þá vorum við, krakkarnir í skólanum, að skoða eitthvað safn í Þýskalandi. Svo var búið að skoða og farið af stað heim. Þegar kom- ið var um 500 metra til baka tók ég eftir því að ég hafði gleymt húf- unni minni. Ég hljóp til baka og þar tók á móti mér kona sem sagði við mig: „Já, svona er þetta góði minn. Allt sem þú hefur ekki í hausnum, það verðurðu að hafa í löppunum.“ Ég man svo vel eftir þessu enn í dag. Það er margt til í þessu og ég hef reynt að lifa eftir þessu. Þeg- ar maður er mátulega latur þá ger- ir maður þetta. Fólk sem er voða- lega duglegt hugsar kannski ekki neitt heldur djöflast bara áfram og gerir alls konar aukaverk. Þannig að maður verður að vera mátulega latur, það segi ég.“ Best að vera í sveitinni Diðrik og Guðfinna fluttu í eldri borgara blokkina við Borgarbraut í Borgarnesi árið 2007. Hún var þá orðin veik af Alzheimer. Guðfinna lést árið 2013. Diðrik lætur vel af þjónustunni við eldri borgara. „Hér er hægt að fá alla þá aðstoð sem maður þarf og það var fylgst með okkur, ég er viss um það. Mér fannst dálítið gott að vita af því, það var oft erfitt í þessi ár áður en hún fékkst til að fara á elliheimil- ið. Ég held að fólk hafi haft miklu meiri áhyggjur af mér en henni síðasta árið hennar,“ segir hann og brosir. „En Borgarnes er al- veg ljómandi staður enda hálfgerð sveit. Það er svo miklu betra að vera í sveit en í borginni. Ég á íbúð í Reykjavík líka og er aldrei eins feginn og þegar ég kemst heim aft- ur eftir að hafa þurft að fara þang- að,“ segir Diðrik. Það er því ekki við öðru að búast en að Diðrik ætli að verja sumrinu í sveitinni. Hann á von á systur sinni í heimsókn frá Þýskalandi og ætlar að dvelja með henni á Helgavatni. „Ég fer oft uppeftir og er þar á sumrin. Það er algjör lúxus að geta gert það. Ég byggði íbúð við húsið þegar strák- arnir tóku við. Kalla það elliheim- ilið og er þar á sumrin,“ segir hann og brosir. „Ég fer á hverju ári til Þýskalands að heimsækja ættingja mína. Á meðan maður getur þá á maður að ferðast,“ segir Diðrik Vilhjálmsson að endingu. kgk Þannig leit bærinn á Helgavatni út þegar Diðrik kom þangað fyrst árið 1951. Ljósm. úr einkasafni. Gömul mynd frá Helgavatni. Ljósm. úr einkasafni. Helgavatn séð til norð-norðvesturs, Baula í baksýn. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.