Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201812 Opnunarhátíð nýs fjögurra stjörnu lúxushótels, B59 Hotel, fór fram síðastliðinn föstudag í Borgar- nesi. Capital hotels rekur B59 Hot- el, sem dregur nafnið sitt frá stað- setningunni miðsvæðis í bænum að Borgarbraut 59, beint á móti Hyrnutorgi. Léttar veitingar og tónlistaratriði frá Hljómlistarfélagi Borgarness var í boði fyrir gesti og gangandi sem fengu að ganga um nýja hótelið og skoða sig um áður en fyrstu gestir voru bókaðir á hót- elið. „Mikið og erfitt verkefni“ „Þetta leggst mjög vel í mig og þetta er virkilega spennandi,“ seg- ir Jóel Hjálmarsson hótelstjóri um opnunina, en fyrstu gestir komu í hús laugardaginn 16. júní „Þetta er búið að vera mikið og erfitt verk- efni en er alveg á lokametrunum. Við erum að opna tvær hæðir af herbergjum eins og staðan er núna. Svo opnum við fleiri herbergi jafn- harðan og vinnu við þau lýkur. Þannig að í lok júní verður hótelið fullklárað.“ Það er 81 herbergi á hótelinu, 60 standard tveggja manna herbergi og ellefu stærri herbergi og svítur, allar með svölum á efstu hæðinni. „Við erum með æðislega horn- svítu á norðausturhlið hússins sem skartar stórum hornglugga og út- sýni í allar áttir. Svo erum við líka með glæsilega heilsulind og lík- amsrækt í kjallaranum sem mun vera opin fyrir gesti og gangandi en fyrst um sinn verður sú aðstaða eingöngu fyrir gesti. Seinna mun- um við síðan bjóða upp á bæði ein- stakan aðgang að heilsulind og lík- amsrækt og áskrift sem við munum kynna á næstu vikum. Þetta er allt í bígerð.“ Jóel segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað þegar verið er að læra á nýtt húsnæði, nýtt starfsfólk og nýjan bæ. „Við ætlum okkur að fara hægt af stað. Þetta verður fjög- urra stjörnu lúxushótel og við ger- um rosalega miklar kröfur þegar kemur að okkar þjónustu og gæð- um í þjónustu. Við viljum frekar byrja aðeins hægar og passa upp á það að þjónustan verði í lagi fyrir þá gesti sem koma.“ Góð aðstaða fyrir ráðstefnur Með sportbar, veitingastað, gisti- aðstöðu og heilsulind innanborðs býður hótelið upp á fullbúna ráð- stefnuaðstöðu fyrir allt að 100 manns. „Við erum með frábæra að- stöðu til ráðstefnuhalds og það er einn af markhópum okkar hvort sem það eru íslensk eða erlend fyrir- tæki, félagasamtök eða stofnanir þá getum við tekið allt að 100 manns í ráðstefnur og fundi í mat og getum boðið uppá ákveðinn lúxus og þjón- ustu með afþreyingu í næsta ná- grenni. Þessi markhópur hefur ekki verið að koma á Vesturland, held- ur hefur hann verið að halda sig á Suðurlandinu. Þessir hópar eru oft að leita að stöðum sem eru einung- is í klukkutíma fjarlægð frá höfuð- borginni og þar komum við mjög sterkt inn,“ segir Jóel. Hann seg- ir einnig að einstaklingar sem eru ekki endilega í skipulögðum ferð- um og eru jafnvel að keyra hringinn sjálfir hafi oft meira fé á milli hand- anna og eru til í að borga meira fyr- ir gæði þegar kemur að þjónustu og gistingu og munu nýta sér það sem hótelið býður upp á. Hótelið ekki eingöngu fyrir ferðamenn Hótelstjórinn telur opnun hótels- ins vera jákvæða þróun fyrir ferða- þjónustu og atvinnulíf í Borgar- nesi. „Ég vona að við getum bætt eitthvað við þjónustuna sem er nú þegar til staðar hérna á svæðinu og í Borgarnesi. Þetta hótel er alls ekki hugsað eingöngu fyrir ferðamenn og túrista heldur viljum við einnig gera vel við bæjarbúa. Við erum til dæmis með þennan frábæra sport- bar og munum sýna HM leikina í öllum sjónvörpum á meðan mótinu stendur.Við vonum að Borgnesing- ar taki okkur vel,“ segir Jóel Hjálm- arsson hótelstjóri bjartsýnn að lok- um. Hótelið er í eigu Húss og lóða ehf. en eins og komið hefur fram er hótelið rekið af Capital hot- els sem þegar rekur fjögur hótel í Reykjavík. Hótelin þar eru tveggja og þriggja stjörnu hótel og er lúx- ushótelið í Borgarnesi fyrsta fjög- urra stjörnu hótelið hjá fyrirtæk- inu og jafnframt það eina á lands- byggðinni. glh B59 Hotel hefur verið opnað í Borgarnesi Jóel Hjálmarsson, hótelstjóri B59 Hotel, á nýja sportbarnum. Lóa Spa heitir heilsulindin sem býður upp á líkamsræktaraðstöðu, blaut- og þurr- gufu, heitan pott og úrval af afslappandi nuddmeðferðum. Hótelið skartar 60 standard tveggja manna herbergjum. Líkamsræktaraðstaða verður í boði fyrir gesti og bæjarbúar geta einnig keypt einstakan aðgang eða áskrift. Snorri‘s Kitchen heitir veitingastaðurinn á B59 Hotel. Íslenska fánanum var flaggað í tilefni dagsins. Snorri‘s Bar er sportbar á aðalhæð hótelsins opinn gestum og gangandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.