Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20186 Varað við kræklingi HVALFJSV: Matvælastofn- un varar við tínslu á kræk- lingi úr Hvalfirði í sumar. Er það vegna eiturþörunga í firðinum og greiningar DSP þörungaeiturs yfir viðmið- unarmörkum í kræklingn- um. Fulltrúar MAST söfn- uðu kræklingi við Fossá 11. júní sl. til að kanna hvort óhætt væri að tína kræk- linginn. Niðurstöður mæl- inga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur í kræklingi er enn yfir viðmiðunarmörk- um, þó magnið hafi lækkað frá síðustu mælingum. DSP greindist yfir mörkum þegar sýni voru tekin í byrjun maí og apríl. Vöktun á eiturþör- ungum sýnir að Dynophis- is-þörungurinn, sem veld- ur DSP eitrun, er einnig yfir viðmiðunarmörkum. „Því má búast við að DSP eitur verði viðvarandi í kræklingi í sumar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Eitrið getur valdið kviðverkjum, niður- gangi, ógleði og uppköstum. Einkennin koma fram fljót- lega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum. Neyt- endur þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur af kræklingi sem ræktaður er hérlendis og er seldur í verslunum eða veitingahúsum. Framleiðsl- an er undir reglulegu eftir- liti MAST. -kgk Ellefu vilja verða forstjóri SÍ LANDIÐ: Ellefu manns sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar 18. maí síðast- liðinn. Frestur til að sækja um rann út 10. júní sl. Þeir sem sóttu um eru: Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkni- efnaráðgjafi, Guðrún Ingi- björg Gylfadóttir formað- ur, Hrannar Björn Arnars- son framkvæmdastjóri, Huld Magnúsdóttir framkvæmda- stjóri, Ingunn Björnsdóttir dósent, María Heimisdótt- ir framkvæmdastjóri, Ragn- ar Magnús Gunnarsson sviðsstjóri, Sigurbjörg Sig- urgeirsdóttir dósent, Þor- valdur Ingi Jónsson þró- unarstjóri og Þröstur Ósk- arsson deildarstjóri. Heil- brigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember til fimm ára, að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Ís- lands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkratrygging- ar. Forstjóri skal hafa lok- ið námi á háskólastigi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun. Hann ræður starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar. Hann ber ábyrgð á því að hún starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnun- arinnar og því að rekstrar- útgjöld og -afkoma sé í sam- ræmi við fjárlög og fjármunir nýttir á árangursríkan hátt. -kgk Sviptur 20 hænum SV.LAND: Matvælastofn- un hefur tekið allar hænurn- ar af hænsnaeiganda á Suð- vesturlandi vegna slæms að- búnaðar og umhirðu. Um er að ræða 20 garðhænsni sem bjuggu við mikinn óþrifn- að og myrkur, að því er fram kemur í tilkynningu. Mat- vælastofnun barst ábending um málið í lok síðustu viku. Aðgerðir voru ekki taldar þola bið og því var gripið til vörslusviptingar. Fuglunum hefur verið komið í bráða- birgðahúsnæði meðan unnið er að því að koma þeim ann- að. -kgk Úthlutað úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar GRUNDARFJ: Nýver- ið fengu 30 skólar víðs veg- ar á landinu úthlutaðan fjár- styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarút- hlutun sjóðsins fyrir þetta ár er 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og lítið eitt hærri upphæð í formi tölvubún- aðar. Styrkurinn skal nýtt- ur í að þjálfa kennara til að búa betur undir forritunar- kennslu fyrir nemendur og skuldbinda sig til að hafa for- ritun sem hluta af námskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár. Á Vesturland fá tveir skólar styrki; Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Grunnskóli Grundarfjarðar. -mm Veitingastaðurinn 380 Restaurant var opnaður á Reykhólum síðast- liðin fimmtudag. Staðurinn verð- ur rekinn af hjónunum Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal en þau reka Hólabúð á Reykhólum. „Þetta er fyrsti veitingastaðurinn sem opnaður er á Reykhólum og er langþráður draumur að ræt- ast. Til að byrja með verðum við með sæti fyrir 24 en salurinn get- ur tekið 50 manns,“ segir Reynir í samtali við Skessuhorn. Aðspurð- ur segir Reynir að opið verði alla daga í sumar frá klukkan 11:30 til 21. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um opnun í vetur og komum bara til með að spila það eftir eyranu. Kannski verður opið nokkur kvöld í mánuði, kannski nokkur kvöld í viku, það mun allt koma í ljós þegar við sjáum hver eftirspurnin verður,“ segir Reyn- ir og bætir því við að alltaf verði hægt að panta borð fyrir hópa. „Í hádeginu á virkum dögum ætlum við að bjóða upp á hlaðborð þar sem boðið verður upp á kjötrétti, fiskrétti, súpu, nýbakað brauð og salat. Þá erum við líka með stórann skjá þar sem við munum sýna frá stórviðburðum eins og t.d. HM,“ bætir hann við. Áhersla á mat úr héraði Matseðillinn kemur til með að vera nokkuð hefðbundinn með árstíðabundnu ívafi. „Við munum bjóða upp á þetta hefðbundna eins og hamborgara, pizzur, steikur og slíkt. Þá verður áherslan á að hafa matvæli úr héraði og því mun mat- seðillinn vera nokkuð háður árstíð- um. Hugmyndin er að hafa bláskel úr Króksfjarðarnesi, ærkjöt héð- an úr sveitinni, sveppi úr Gufu- dalssveit, osta úr Dölum og svo að sjálfsögðu munum við nýta berja- landið okkar. Það er okkar mark- mið að reyna eftir bestu getu að fá sem mest af hráefni héðan af þess- um tanga og leyfa fólki að kynnast því,“ segir Ása. „Við ætlum líka að bjóða upp á selkjöt en ekki þenn- an hefðbundna soðna sel með jafn- ingi. Við munum reiða hann fram sem forrétt bara til að fólk geti smakkað,“ bætir hún við. arg Fyrsti veitingastaðurinn opnaður á Reykhólum Nýr veitingastaður var opnaður á Reykhólum fyrir helgi. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.