Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 15 Skemmtiferðaskip lá fyrir utan Ólafsvíkurhöfn á miðvikudaginn í síðustu viku. Var þetta jafnframt fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu í Ólafsvík í mörg ár. Han- seatic, en svo heitir skipið, er fimm stjörnu skemmtiferðaskip skráð á Bahamaeyjum. Það er 123 metrar að lengd og 18 metra breitt. Um borð voru 154 farþegar og 121 í áhöfn. Voru flestir farþeganna frá Þýska- landi og fóru þeir ýmist í skoðunar- ferðir um Snæfellsnesið, upp á Snæ- fellsjökul eða til annarra staða. Ein- hverjir nutu þess að fara í göngu- ferðir um bæinn og skoða sig um þar. Pakkhúsið var opnað fyrr þenn- an dag til að geta tekið á móti gest- um sem þess óskuðu. Skipið lagð- ist við ankeri á milli klukkan sjö og átta um morguninn og og hélt ferð sinni áfram sex tímum síðar. Von er á öðru skemmtiferðaskipi 23. júní næstkomandi. þa Skipulagning á Brákarhátíð, sem fer fram dagana 25.-30. júní í Borgar- nesi, er í fullum gangi þessa dagana og er dagskráin komin langt á leið. Það eru þau Sigríður Dóra Sigur- geirsdóttir, Margrét Rósa Einars- dóttir og Halldór Hólm Kristjáns- son, félagar úr Hollvinasamtökum Borgarness, sem skipuleggja hátíð- ina ásamt góðu teymi. „Það geng- ur ljómandi vel að skipuleggja, við erum akkúrat núna á fullu í fjáröfl- un og það gengur ágætlega,“ segir Margrét Rósa. Hátíðin hefst mánudaginn 25. júní klukkan 18:00 þegar íbúar í gula hverfinu bjóða fólki frá öðr- um hverfum í bænum í heimsókn og farið verður í fjölskylduratleik. Götugrillin verða á sínum stað á föstudeginum en formleg hátíð- ar dagskrá verður laugardaginn 30. júní. Þá mun Björgunarsveit- in Brák bjóða upp á bátsferðir frá Brákarey. Morgunmatur verður í boði fyrir alla sem vilja í Gríms- húsi. Skemmtidagsskrá verður á sviði í portinu þar sem fornbíla- félag Borgarfjarðar er til húsa og um kvöldið fara öll hverfin í skrúð- göngu að Dalhalla þar sem kvöld- vakan fer fram og mun Hljómlista- félag Borgarfjarðar sjá um tónlist- ina. Knattspyrnudeild Skallagríms heldur svo ball í Hjálmakletti þar sem Páll Óskar spilar fyrir dansi. „Það verður fullt um að vera og allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Við hvetjum alla Borgfirðinga til að taka þátt í hátíðinni og um að gera að bjóða fólkinu sínu sem býr utanbæjar að koma á Brákarhátíð,“ segir Margrét að lokum. glh Þétt dagskrá á Brákarhátíð Fyrsta skemmti- ferðaskipið í Ólafs- vík í langan tíma Mynd frá síðustu Brákarhátíð. Sögumaður sagði sögur ofan úr tré, meðal annars af Galdra-Lofti. Ljósm. Brákarhátíð. Á Þjóðhátíðardaginn opnaði Mar- grét Rósa Einarsdóttir leikfanga- safn í Englendingavík í Borgarnesi. „Þetta safn samanstendur af safni sem var í Iðnó, safni frá Ósk Elínu Jóhannesdóttur og líka frá vinum og ættingjum. Munir sem ég hef verið að sanka að mér hægt og ró- lega í gegnum tíðina“ segir Mar- grét í samtali við Skessuhorn. Hún segir að í rauninni hafi safnið kom- ið til vegna þess að hún vissi af þessu auða rými. „Mig hefur alltaf langað til að sýna þetta dót sem ég hef safn- að að mér í gegnum árin og vissi af þessu ónotaða plássi hérna í Eng- lendingavík. Ég veit að fólk á eftir að hafa gaman af þessu, það á eft- ir að koma hingað inn og segja „Vá! Manstu eftir þessu?“,“ segir Margrét hátt og hlær svo. Hún telur að ungir sem aldnir eigi eftir að hafa gaman af því að koma og skoða þessi leik- föng sem mörg finnast ekki í dóta- búðum í dag. „Þetta eru svona leik- föng frá gamalli tíð en líka einhver nýrri. það er svolítil nostalgía í þessu öllu saman.“ Eins og kirkjurnar í gamla daga Safnið var opnað 17. júní en það verður opið fyrir gesti alla daga í sumar frá klukkan 11 til 17 og hef- ur fólk kost á því að setja pening í bauk sem frjáls framlög til safnsins. „Þetta verður eins og kirkjurnar í gamla daga, alltaf opið og fólk getur komið inn og skoðað.“ Einnig ætlar Margrét að bjóða upp á sögustund á safninu á sérstökum dögum þar sem börn geta komið og hlýtt á sögur. „Þegar eitthvað sérstakt er í gangi þá mun kona eða maður sitja hér á stól og lesa fyrir börnin sem fá púða og pullur til að sitja á á gólfinu,“ seg- ir Margrét og bendir í átt að stól í einu horninu. „Á öðrum dögum ætla ég svo að kenna börnum að búa til föt á dúkkulísur eins og ég gerði í gamla daga. Þá fær yngri kynslóðin að dunda sér við þetta og búa til al- veg frá grunni. Þau þurfa til dæmis að teikna og lita fötin.“ Allt verður þetta auglýst á Facebo- ok síðu safnsins með góðum fyrir- vara samkvæmt Margréti en síðuna má finna undir nafninu Leikfanga- safn Soffíu sem er jafnframt nafnið á safninu. „Ég skírði safnið í höfuðið á uppáhalds frænku minni sem er mér afar kær, henni Soffíu Pétursdóttur frá Hraundal.“ glh Leikfangasafn opnað í Englendingavík Leikfangasafn Soffíu er til húsa í öðru pakkhúsinu í Englendingavík sem sést hér til vinstri í mynd. Margrét Rósa mun bjóða krökkum að koma á sérstökum dögum til að föndra föt á dúkkulísur. Það eru alls konar leikföng á safninu, gömul sem ný. Margrét Rósa Einarsdóttir stendur á bakvið safnið. Margs konar dúkkur og vagna frá gamalli tíð er hægt að skoða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.