Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Jafnteflið og dauðinn Nú kann það að hafa farið framhjá þér, lesandi góður, en Heimsmeistara- keppni karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í liðinni viku. Íslenska landsliðið er þar meðal þátttakenda í fyrsta skipti og sannkallað HM æði hefur gripið um sig hjá landi og þjóð. Síðastliðinn sunnudag fylkti fólk liði og gekk saman við trommuslátt og lúðratóna um stræti og torg. Börn voru máluð í fánalit- unum og fólk hlýddi á HM konuna flytja ættjarðarljóð til að blása strákunum okkar og stuðningsmönnum þeirra byr í brjóst. Mikil HM stemning. Dagurinn sem um ræðir er að sjálfsögðu 17. júní og ofangreindur texti er grín. Látið er sem leiðarahöfundur viti ekki að 17. júní er þjóðhátíðardagur- inn og telji að landinn hafi safnast saman í HM æði. Nú máttu hlæja ef þú fattaðir þetta ekki áðan. Oft hefur verið ritað á blað hvernig heimsmeistaramót af þessu tagi getur verið til þess fallið að þjappa þjóðinni saman með jákvæðri þjóðerniskennd. Síðan er mótið búið og lífið heldur áfram. En einstaka leiki mótsins má líka nýta til að leyfa tilfinningunum að heltaka sig stutta stund. Það getur verið gott. Flest höldum við ofboðslega mikið með Íslandi á mótinu og mörg okk- ar stukkum upp úr sófanum þegar jöfnunarmarkið kom á móti Argentínu á laugardaginn. Það er bara allt í lagi og mun skemmtilegra að njóta mótsins þannig. Það væri hægt að líta mótið sjálft öðrum augum: „Ísland gerir jafnt- efli við Argentínu og við munum öll deyja.“ Í stóra samhenginu er kannski ýmislegt til í því. Þetta er bara stuttur kappleikur og lífið heldur áfram. En kannski einmit þess vegna er kjörið að láta það eftir sér að setjast í tilfinn- ingarússíbanann í stofusófanum og fara eina 90 mínútna salíbunu. Hlæja, gráta og naga neglurnar á meðan. Lúta höfði af sorg og öskra af gleði. Leyfa sér að vera því sannarlega munum við öll deyja, hvort sem Hannes ver víta- spyrnu frá Messi eður ei. Ef við á annað borð höfum gaman af því að horfa á íþróttir er um að gera að njóta til hins ýtrasta. Það gerum við með því að gleyma okkur í gleðinni og geðshræringunni. Ég hef eftir fremsta megni reynt að tileinka mér þetta viðhorf, einkum þegar landsliðið á í hlut. Það er bara svo gaman. Ég horfði á leikinn á móti Argentínu með nokkrum góðum heima hjá vini mínum. Þegar tangódreng- irnir komust yfir lutum við höfði strákarnir og andvörpuðum. Ég stóð upp og gekk álútur fram í eldhús og fékk mér kaffi. Merrilddrullu úr Senseovél. Ég var ekki fyrr sestur í sófann og búinn að taka fyrsta sopann en Alfreð Finn- bogason jafnaði. Áður en ég vissi af hafði ég öskurfrussað kaffinu út um alla stofu hjá vini mínum. En honum var alveg sama. Strákarnir áttu innilega gleðistund saman þar sem þeir dönsuðu og sungu í stofunni. Þegar Hannes varði vítið frá Messi fórum við næstum að gráta. Mikið var það gott. Síðan var leikurinn búinn. Ísland gerði jafntefli við Argentínu og við munum öll deyja. Með kveðju og þökk fyrir lesturinn, Kristján Gauti Karlsson. Leiðari Hafrannsóknastofnun kynnti á mið- vikudag úttekt á ástandi nytjastfona og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á þriðja tug stofna. Miðað er við varúðarsjónarmið og hámarks- nýtingu til lengri tíma litið. Ráðlagt aflamark ýsu er 57.982 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018 til 2019. Það samsvarar 40% aukningu frá síðasta ári. Aflaregla ufsa gerir ráð fyrir 30% aukningu fyrir næsta fisk- veiðiár, úr 60.237 tonnum í 79.092 tonn. Lagt er til að aflamark þorsks verði hækkað um 3% bytt á afla- reglu stjórnvalda, úr 257.572 tonn- um í 264.437 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018-2019. Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og því hefur hrygningastofn tegundarinnar minnkað lítillega. Samkvæmt afla- reglu verður heildaraflamark gull- karfa á næsta fiskveiðiári því 43.600 tonn, sem er 14% lækkun frá fyrra ári. Samtals 90% heildaraflamarks gullkarfa kemur í hlut Íslendinga, eða 39.240 tonn, en hin 10% koma í hönd Grænlendinga skv. samkomu- lagi þjóðanna. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá síðasta ári, eða 24.150 tonn. Samkvæmt samkomulagi Grænlands og Íslands koma 13.500 tonn í hlut Íslendinga. Stofn íslensku sumargotssíldar- innar hefur minnkað um nær 60% undanfarinn áratug, vegna slakr- ar nýliðunar og frumdýrasýking- ar. Ekki er að vænta mikilla breyt- inga í stofnstærð næstu ár, þar sem árgangarnir sem koma inn í veiði- stofninn eru litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Aflaregla fyrir síld verð- ur 35.186 tonn, sem er 9% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir flatfiskstofna er lít- ið breytt frá síðasta fiskveiðiári, að þykkvalúru undanskilinni. Ráðlagt aflamark hennar eykst um 20% í 1.565 tonn. Lækkun aflamargs er lögð til fyrir blálöngu, löngu, keilu, skötusel og gulllax. Ráðgjöf fyrir steinbít hækkar úr 8.540 tonnum í 9.020 tonn. kgk Aflamark ufsa og ýsu hækkað umtalsvert Einnig smávægileg hækkun í þorski Aflamark þorsks hækkar um 3%. Ljósm. úr safni. Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að í 52 tilvikum af 100 var yfir 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði matvöru. Í 24 tilvikum var munurinn yfir 70%. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæsta verðið var oftast í verslunum Ice- land, eða í 35 skipti af 100. Oftast var lægsta verðið í Bónus, eða í 63 skipti af 100. Hagkaup var sú versl- un sem var næstoftast með hæsta verðið, í 21 skipti af 100. Könnunin var framkvæmd í átta stærstu versl- unum landsins. Samanburður á lítilli vörukörfu með 13 vörum sýndi að sú karfa er 3.108 kr. dýrari í verslunum Iceland en í verslunum Bónuss. Vörukarf- an inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, morgun- korn, handsápu og þvottaefni. „Niðurstöður könnunarinnar eru sláandi en þær sýna að gríðarlegur verðmunur var á flestum vörunum í könnuninni. Á mörgum vörum var yfir 40% verðmunur milli dýr- asta og ódýrasta valkostsins og 70% verðmunur var á fjórðungi var- anna. 100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kost- aði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði 2.109 kr. Litlu ódýr- ara var það í Hagkaup þar sem kíló- verðið var 2.099 krónur,“ segir í til- kynningu ASÍ. „Munur á hæsta og lægsta verði á svínakótilettum var 64%, lægst var verðið í Krónunni, 1.399 kr. kg en hæst var það í Ice- land á 2.299 kr. Þá var 42% eða 801 kr. verðmunur á ferskum laxi, lægsta verðið var í Nettó, 1.898 kr. en það hæsta í Iceland 2.698 kr. en Hag- kaup var einungis einni krónu lægra með 2.698 kr. kílóið. Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurr- vörum og dósamat, brauði og kext- meti.“ kgk/ Ljósm. úr safni/ eo. „Sláandi verðmunur“ Mikill og góður gangur er á fram- kvæmdum við nýtt fiskvinnslu- hús Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði. Nú er steypt alla daga og nýja húsið farið að skyggja á eldri bygginguna. Menn frá Ís- tak vinna baki brotnu þessa dag- ana við framkvæmdirnar og ný- byggingin tekur breytingum nán- ast á hverjum degi. tfk Steypt alla daga hjá G.Run

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.