Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201824 Farið var í árlega sumarferð Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum dag- ana 10.-12. júní sl. „Rúmlega þrjá- tíu félagar fóru af stað frá Brún í Bæjarsveit. Sem fyrr var farkostur- inn frá Sæmundi Sigmundssyni, M 707, og við stýrið sat Birgir Páls- son. Við ókum um Lundarreykja- dal og Uxahryggi að Þingvöllum,“ segir Haukur Júlíusson fararstjóri. Hópurinn skoðaði sig um á Þing- völlum áður en haldið var að Flúð- um. „Þar hittum við Önnu Magn- úsdóttur, frá Múlakoti í Lundar- reykjadal, og Guðmund Magnús- son og leiddu þau hjón okkur um verksmiðju Límtrés. Þá lá leiðin á Þjórsár-Tungnaár svæðið þar sem við skoðuðum veituskurði, stíflur og annað sem tilheyrir orkuverum,“ segir Haukur. Hópurinn hélt svo til byggða og gisti á Stracta hóteli á Hellu. Á laugardaginn var siglt til Vestmannaeyja í blíðskaparveðri og ekið um Heimaey undir dyggri leið- sögn Magnúsar B. Jónssonar. „Við skoðuðum safnið Eldheima sem er mjög áhrifamikið safn og sýning um gosið 1973. Nokkrir ferðafélaganna höfðu upplifað gosið í návígi og varð þeim tíðrætt um þá reynslu.“ Á sunnudagsmorgun lagði hópur- inn af stað heim á leið. „Ekið var á Hvolsvöll og skoðað eldfjallasafnið Lava centrum. Þar steig um borð Sigmar Sigurbjörnsson og var með í för um Fljótshlíð,“ segir Haukur. Hópurinn hélt síðan í heimboð á Hvolsvelli til Sigmars og konu hans Helgu Hansdóttur, frá Laugarási í Hvítársíðu, þar sem boðið var upp á súpu, brauð, kaffi og súkkulaði. „Eftir að hafa kvatt þessi elskulegu hjón var haldið að Gunnarsholti og fræðst um landgræðslu, í boði Áskels Þórissonar. Síðan var ekið vestur yfir Þjórsá að Forsæti og skoðuð sýning- in Tré og List þar sem eru mjög fal- leg listaverk eftir Ólaf Sigurjónsson og Siggu á Grund. Heim komum við seint það kvöld, öll kát en ef til vill svolítið lúin. Bílstjórinn okkar fékk sérstakar þakkir fyrir hófstillt og öruggt ökulag,“ segir Haukur og heldur áfram. „Á þessari þriggja daga ferð um Árnes- og Rangárþing var stansað á tæplega tuttugu stöð- um til að nærast, fræðast og skoða. Margir gripu hljóðnemann í bílnum og miðluðu fróðleik og skemmtileg- heitum. Þakkað er fyrir sérlega gef- andi og ánægjulega ferð. Þeim sem tóku á móti okkur eru færðar alúð- legar þakkir,“ bætir hann við að end- ingu. arg Sumarferð Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum Hópurinn stoppaði m.a. á Sagnagarði í Gunnarsholti. Ljósm. Áskell Þórisson. Leshópurinn Köttur úti í mýri í Grundarfirði fékk þá hugmynd að gefa Grunnskólanum í Grundar- firði farandgrip sem á að veita á hverjum skólaslitum þeim bekk sem hefur staðið sig best í heimalestri þann vetur. „Við konurnar í les- hópnum fengum snillinginn Togga í Lavalandi til að hanna farand- gripinn og gerði hann þessa fallegu bók sem konurnar afhentu Sigurði Gísla Guðjónssyni skólastjóra fyrir skólaslitin 1. júní síðastliðinn,“ seg- ir Lilja Magnúsdóttir, bókavörð- ur Grunnskólans í Grundarfirði. Gripurinn var afhentur í fyrsta sinn í ár. Það var fjórði bekkur sem fékk gripinn til varðveislu í sinni stofu næsta vetur og er því besti bekk- urinn í lestri skólaárið 2017-2018 og verður afrekið grafið í bókina til minningar, segir Lilja. arg/Ljósm. Herdís Björnsdóttir Farandgripur til að hvetja til lesturs Fulltrúar leshópsins að af henda skólastjóra farandgripinn. Frá vinstri: Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri, María Ósk Ólafsdóttir, Lína Hrönn Þorkelsdóttir og Guðbjörg Jenný Ríkharðsdóttir. Helga María Jóhannesdóttir umsjónakennari fjórða bekkjar tekur við farand- gripnum frá Lilju Magnúsdóttur. Landsbankinn úthlutaði í síðustu viku námsstyrkjum til 15 náms- manna úr Samfélagssjóði bank- ans. Var þetta í 29. sinn sem styrk- irnir eru veittir. Heildarupphæð styrkjanna nemur sex milljónum króna og alls bárust tæplega 500 umsóknir. Styrkirnir eru veittir í fimm flokkum til framhaldsskóla- nema, iðn- og verknema, háskóla- nema, háskólanema í framhalds- námi og listnema. „Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki,“ segir í tilkynn- ingu frá Landsbankanum. „Dóm- nefndin leitaðist við að velja metn- aðarfulla, framúrskarandi náms- menn með athyglisverða framtíð- arsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í fram- tíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliða- starfa, afreka í íþróttum og þátt- töku í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.“ Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni eru tvær ungar Skaga- konur, Halla Margrét Jónsdóttir og Hrafnhildur Arín Sigfúsdót- tir, nemar Fjölbrautaskóla Ves- turlands. Halla Margét hlaut styrk til framhaldsskólanáms og Hrafn- hildur Arín fékk styrk til iðn- og verknáms. Styrkþegar námsstyrkja Lans- dbankans árið 2018 eru eftirfar- andi: Styrkir til framhaldsskólanáms, 200.000 kr. hver Egill Bjarni Gíslason, gönguskíða- braut í Meråker Videregående- skole í Noregi Halla Margrét Jónsdóttir, Fjöl- brautaskóli Vesturlands Urður Helga Gísladóttir, Mennta- skólinn í Reykjavík Styrkir til iðn- og verknám, 400.000 kr. hver Elín Pálsdóttir, klæðskeranám og kjólasaumur við Tækniskólann Emil Uni Elvarsson, vélstjórnar- nám við Menntaskólann á Ísafirði Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, raf- virkjun við Fjölbrautaskóla Vest- urlands Styrkir til háskólanáms, 400.000 kr. hver Aðalbjörg Egilsdóttir, líffræði við Háskóla Íslands Hjalti Þór Ísleifsson, stærðfræði við Háskóla Íslands Ísak Valsson, stærðfræði við Háskóla Íslands Styrkir til háskólanáms á framhalds- stigi, 500.000 kr. hver Einar Bjarki Gunnarsson, doktors- nám í aðgerðagreiningu við Minne- sota-háskóla Kolbrún Jónsdóttir, meistaranám í iðnaðarverkfræði við Cambridge- háskóla Kristín María Gunnarsdóttir, dokt- orsnám í heilbrigðisverkfræði við John Hopkins-háskóla Styrkir til listnáms, 500.000 kr. hver Ásta Kristín Pjetursdóttir – B.A. nám í víóluleik við Det Konglige Danske Musikkonservatorium Ólafur Ingvi Ólason, meistaranám í leikstjórn við Columbia-háskóla Petra Hjartardóttir, meistaranám í skúlptúrdeild Yale School of Art kgk Landsbankinn styrkir framúrskarandi námsmenn Styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands og formanni dómnefndar og Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.