Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 23 Ærslabelgir spretta upp eins og gorkúlur víða um landshlutann um þessar mundir. Ærslabelgir eru uppblásnir, niðurgrafnir belgir, leikæki sem börn á öllum aldri geta skemmt sér við að hoppa á eins og trampólíni. Fyrr í sumar voru slíkir belg- ir teknir í notkun í Borgarnesi og í Grundarfirði og síðast var ærsla- belgur blásinn upp á Akranesi. Sá belgur er staðsettur sunnan meg- in við Akraneshöllina, nálægt göngustígnum fyrir ofan Langa- sand. Belgurinn á Akranesi er 100 fermetrar að stærð og kostnaður- inn við verkefnið nam 2,5 milljón- um króna. Belgurinn var tekinn í notkun þegar í stað og stytti mörg- um börnum biðina milli leikja á Norðurálsmótinu sem fram fór um helgina. kgk Ærslabelgur blásinn upp á Akranesi Ærlsabelgurinn stytti keppendum á Norðurálsmótinu biðina milli leikja. Ljósm. gbh. Jógahátíð á sumarsólstöðum verð- ur dagana 21. - 24. júní nk. á Lýsu- hóli á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Komum og stillum hjörtun sama á glæsilegri jógahátíð. Sýnum sjálfum okkur og öðrum kærleik og styrkj- um samfélagið. Syngjum möntrur saman undir leiðsögn Kevin James Carroll, tónlistarmanns frá Ástral- íu sem gefið hefur út fjölda diska,“ segir í tilkynningu. Á dagskrá verður jóga kvölds og morgna, hugleiðsla og slökun und- ir öruggri leiðsögn reyndustu jóga- kennara Íslands. „Við fljótum um í Lýsuhólslaug og slökum á í fjör- unni undir gongspili. Allt fæði á há- tíðinni er lífrænn grænmetismatur sem framreiddur er af listakokkum. Jógahátíðin er fyrir alla fjölskyld- una þar sem allir dagskrárliðir miða að því að leggja rækt við sjálfan sig og aðra í faðmi fallegra fjalla og miðnætursólar.“ Nánari upplýsingar má sjá á síð- unni sumarsolstodur.is eða með því að senda tölvupóst á sumarsolstod- ur@gmail.com. mm Jógahátíð framundan á Lýsuhóli Í Hlíð í Hörðudal í Dalasýslu hafa hjónin Guðrún Björg Bragadóttir og Guðlaugur Sigurgeirsson opn- að lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur fengið nafnið Dalahyttur. Þar hafa þau sett upp þrjú smáhýsi og móttökuhús með litlum mat- sal. Smáhýsin eru 12 fermetrar að stærð vel búin með baðherbergi, eldunaraðstöðu og svefnplássi fyr- ir þrjá. Þau Guðrún og Guðlaug- ur fluttu úr Kópavogi í Dalina fyrir tveimur árum, gagngert til að opna ferðaþjónustu. En hvernig enduðu þau í Dölunum? „Eina tengingin okkar var í raun sumarhús sem við eigum hér í Laugardal. Við höfum í gegnum árin mikið notað þetta sumarhús og alltaf þótt svo gott að komast hingað í sveitina úr skarkal- anum á höfuðborgarsvæðinu,“ seg- ir Guðrún. Hugurinn leitaði alltaf í Dalina Guðrún er Selfyssingur og Guð- laugur kemur úr Kópavoginum en þau segja sveitina alltaf hafa togað í þau. „Við höfðum alltaf hugsað okkur að búa á Suðurlandi en svo þegar við tókum ákvörðun um að flytja í sveit var bara eitthvað við Vesturland sem togaði okkur þang- að,“ segir Guðrún. „Við byrjuð- um að leita að landssvæði í Borg- arfirðinum og vorum ansi nálægt því að kaupa þar en hugurinn leit- aði alltaf aftur í Dalina. Við ákváð- um að prófa að tala við Svavar og Rakel sem eiga jörðina hér í Hlíð og þau tóku vel í að láta okkur fá smá svæði undir ferðaþjónustu. Þar með var þetta slegið og við flutt- um hingað,“ bætir Guðlaugur við. „Hér höfum við það mjög gott. Lífið gengur bara örlítið hægar í sveitinni og það þykir okkur mjög gott. Við eigum eina 11 ára stelpu sem unir sér mjög vel hér í sveit- inni og er hún stór ástæða fyrir því að við vildum fara af höfuðborgar- svæðinu,“ bætir Guðrún við. „Dal- irnir hafa líka upp á svo margt að bjóða í ferðaþjónustu. Hér er falleg náttúra og Dalirnir eru mjög mið- svæðis fyrir Vesturland. Þú ert ekki nema um einn til tvo klukkutíma að keyra hvert sem er í landshlut- anum úr Dölunum, hvort sem það er í Húsafell, Hvammstanga eða út á Snæfellsnes, þetta er allt hér í ná- grenninu.“ Opnuðu móttökuna í síðustu viku Áður en þau Guðrún og Guðlaug- ur fluttu í Dalina starfaði Guð- rún sem sölumaður þar sem hún seldi Stiga sláttuvélar og Guð- laugur vann sem húsasmíðameist- ari. Guðrún er menntuð sem mat- reiðslumaður og starfaði um tíma sem slíkur hjá Geysi. Þar kynntist hún einnig störfum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hjá þeim fór rólega af stað en þau opnuðu fyrst í sept- ember 2016, eftir að sumartraffík- in hafði gengið yfir. „Við byrjuð- um bara rólega en svo gekk síð- asta sumar rosalega vel og við erum mjög bjartsýn fyrir framhaldinu,“ segir Guðrún og bætir því við að hægt og rólega næstu árin stefna þau á að bæta við fleiri gistirýmum. Núna í síðustu viku opnuðu þau móttökuhús í gömlum bragga sem fyrir var í Hlíð. „Við ákváðum að fóstra þennan fína bragga og fannst upplagt að opna í honum móttöku og litla aðstöðu til að setjast nið- ur að borða morgunverð eða fá sér kaffisopa. Við stefnum svo á að bæta við fleiri smáhýsum en þetta kemur bara með tíð og tíma, okkur liggur ekki á,“ segir Guðlaugur. Góð þjónusta það sem skiptir mestu máli Í Hlíð eru þau Guðrún og Guð- laugur með tvo hesta og 19 kindur en þau stefna á að geta boðið gest- um upp á kindakjöt sem ræktað er á staðnum. „Við erum að bíða eft- ir að hingað komi betra rafmagn til að hægt sé að bjóða upp á meira en bara morgunverð fyrir gesti. Þeg- ar það verður komið stefnum við á að hafa kjötið beint frá býli. Ferða- fólk vill kynnast okkar menningu, matarmenningu og upplifa land- ið eins vel og hægt er. Þess vegna tökum við alltaf á móti öllum gest- um með heimabökuðu rúgbrauði með smjöri og harðfiski. Það eru misjafnar skoðanir á þessum mat en flestum þykir gaman að fá að smakka,“ segir Guðrún og bros- ir. Gestir hjá Dalahyttum virðast almennt hafa verið ánægðir með þjónustuna þar en staðurinn fær 9,5 í einkunn á Booking.com. „Við trúum því að góð þjónusta sé lyk- illin að velgengni og því reynum við að eiga góð samskipti við alla ferðaþjónustuaðila hér á svæðinu og vinna saman. Við tökum því t.d. fagnandi að hér í nágrenn- inu eru fleiri að opna lítil gistihús og sjáum við það ekki sem sam- keppni heldur möguleika til sam- vinnu. Þetta eykur fjölbreytni að svæðinu og þá kemur fleira ferða- fólk og það er gott fyrir alla,“ seg- ir Guðlaugur en hann hefur ein- mitt verið að aðstoða aðra ferða- þjónustuaðila á svæðinu með sína uppbyggingu. „Ég hef svona verið að hjálpa til við smíðar og slíkt,“ segir hann. Samgöngur og símasamband „Eins og hér er nú gott að vera er þó margt sem þyrfti að bæta fyr- ir ferðaþjónustu á svæðinu,“ segir Guðrún og heldur áfram. „Okkar helsti akkilesarhæll hér í Dölunum eru samgöngur og símasamband. Vegurinn í Dalina frá Snæfellsnes- inu, um Skógarströnd, er ekki fyr- ir hvern sem er að keyra. Við höf- um fengið fólk til okkar sem var ráðlagt frá því að keyra þennan veg, sem er synd því þar er svo fal- legt og eflaust mikil upplifun fyrir margt erlent ferðafólk að sjá. Svo er það símasamband en hér innst í Hörðudal er svo gott sem ekk- ert farsímasamband. Við þökkum fyrir að í dag notar fólk frekar int- ernetið en farsíma til að bóka gist- ingu og slíkt því hér er ágæt net- tenging,“ segir hún. „Þetta er þó ekki alslæmt því mörgum af okk- ar gestum þykir ákveðið frelsi að koma hingað og kúpla sig svona frá umheiminum,“ bætir Guð- laugur við. Aðspurð hvort þau séu endanlega sest að í Dölunum svara þau því bæði játandi. „Draumur- inn er að geta gert bústaðinn sem við eigum hér alveg upp og búa þar í ellinni,“ segir Guðrún bros- andi. arg Fluttu úr Kópavoginum og opnuðu smáhýsagistingu í Hörðudal í Dölum Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á móttökuhús fyrir gesti. Guðrún Björg Bragadóttir og Guðlaugur Sigurgeirsson opnuðu smáhýsagistingu í Hörðudal í Dölum. Smáhýsin eru vel búin með svefnplássi fyrir þrjá. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.