Skessuhorn - 20.06.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 201818
Hjónin Daníel BJ Guðrúnarson og
Kristjana G Bjarnadóttir eru búsett
á Akranesi. Nýverið létu þau gaml-
an draum rætast og hafa stofnað fyr-
irtækið Krúttin ehf. og hafa nú feng-
ið kennitölu og bíða eftir að fá virð-
isaukanúmer afhent hjá skattinum.
„Með þessu erum við að láta gaml-
an draum verða að veruleika. Okkur
skilst að það séu mjög fáir og kannski
engir öryrkjar sem hafa stigið skref-
ið og stofna svona lögformlegt fyrir-
tæki áður,“ segir Daníel. „Við höf-
um hins vegar verið að sýsla eitt og
annað, haft smávægilegan rekstur í
eigin nafni og svoleiðis. Með því að
stofna einkahlutafélag deilum við
áhættunni hins vegar jafnt og njót-
um svo vonandi ávinningsins síðar.
Við ætlum hins vegar ekki að steypa
okkur í skuldir og svoleiðis, eins og
þekkist með marga sem stofna eig-
ið fyrirtæki. Ætlum að fara varlega
til að byrja með og safna okkur fyrir
húsnæði og bíl til að nota í rekstur-
inn,“ segir Daníel.
Krúttin ehf. munu sýsla við ýmis
verkefni. Þau panta og kaupa inn
ýmsar vörur í gegnum sölusíður
á borð við Ebay og AliExpress og
selja svo vörurnar á mörkuðum,
bæjarhátíðum og öðrum manna-
mótum. „Svo er Kristjana að hanna
og prjóna ýmislegt sem hún sel-
ur,“ segir Danni. Á heimasíðunni
kruttin.com má sjá marga nytja-
hluti sem Kristjana hefur prjónað.
Þá hafa þau skötuhjúin komið að
ýmsu öðru. Hafa meðal annars rek-
ið Skagarásina, sem hefur um ára-
bil sent út útvarpsþætti á netinu.
Danni hefur einnig verið liðtækur
í tölvutækninni og tekur að sér við-
gerðir á símum og tölvum og býður
auk þess upp á vefhýsingu og rekst-
ur útvarpsnetþjóns. Þá er hann um-
boðsaðili fyrir Woopos sölukerfið.
Af þessu má sjá að þau Kristjana og
Danni koma víða við.
„Það hafa margir glaðst með
okkur, óskað okkur til hamingju og
segja okkur huguð að ráðast í rekst-
ur á fyrirtæki. Við ætlum hins veg-
ar að fara varlega og taka ekki nein
lán. Viljum frekar safna fyrir því
sem við eignumst. Þá hefur bæði
viðskiptabankinn okkar og bók-
haldsstofan verið okkur hjálpsöm
nú þegar við stígum fyrstu skref-
in. Framundan er svo að taka þátt í
mörkuðum á sem flestum bæjarhá-
tíðum og setjum þar upp söluborð,
allavega ef leigan fyrir borðin er
ekki of hátt verðlögð. Við verðum
t.d. á Brákarhátíð í lok mánaðarins,
á Írskum dögum og vonandi einn-
ig á Fiskideginum mikla og víðar,“
segja þau hjón Danni og Kristjana
að endingu. mm
Búin að stofna einkahlutafélagið Krúttin
Láta loksins gamlan draum verða að veruleika
Kristjana og Daníel hafa nú stofnað fyrirtækið Krúttin ehf.
Á undanförnum árum hefur mikil
uppbygging átt sér stað á Húsafelli
í Borgarfirði. Þar var Hótel Húsafell
opnað árið 2015 og hefur hótelið
nú fengið viðurkenningu National
Geographic Unique Lodges of the
World sem framúrskarandi gisti-
staður á heimsvísu. Til að fá þessa
viðurkenningu þarf að uppfylla
mjög strangar gæðakröfur en aðeins
um 60 aðrir gististaðir í heiminum
hafa fengið þessa sömu viðurkenn-
ingu og verða þeir ekki fleiri en 100.
Gististaðir sem hljóta þessa viður-
kenningu þurfa að gangast und-
ir stranga gæðaúttekt þar sem m.a.
er lögð áhersla á sjálfbærni svæðis-
ins, staðbundna afþreyingu og stór-
brotna náttúru. Húsafell er því vel
til þess fallið að hljóta viðurkenn-
ingu sem þessa enda er þar að finna
einstaka náttúru, heitt og kalt vatn
sem m.a. er notað til að framleiða
rafmagn. Í kjölfar viðurkenningar-
innar hefur ýmsum framkvæmdum
verið hrundið af stað á svæðinu.
Endurbætur á
golfvellinum
Eitt af því sem lögð hefur ver-
ið áhersla á hjá Ferðaþjónustunni á
Húsafelli er fjölbreytt afþreying á
svæðinu og má þar sem dæmi nefna
níu holu golfvöll sem notið hefur
mikilla vinsælda meðal gesta undan-
farna áratugi. Nú á vordögum hófst
vinna við endurbætur á vellinum.
„Golfvöllurinn hefur verið í dálítilli
lægð hjá okkur vegna annarra fram-
kvæmda á staðnum. Við fengum því
til okkar tvo golfvallarsérfræðinga
núna í vor til að taka völlinn út og
gera fáeinar smávægilegar breyting-
ar. Hugmyndin er að færa aðeins til
nokkrar flatir en ekki verður farið í
neinar slíkar framkvæmdir fyrr en
með haustinu. Í sumar verða gerð-
ar litlar endurbætur en ekkert sem
mun hafa áhrif á spilara á vellinum,“
segir Bergþór Kristleifsson í samtali
við Skessuhorn.
Veglegt hlaðborð
í hádeginu
Samhliða vaxandi ferðaþjónustu á
Húsafelli og nágrenni hefur fjöldi
gesta sem kemur í Húsafell auk-
ist dag frá degi. Margir hverjir nýta
sér veitingaþjónustu sem þar er í
boði, bæði á hótelinu og Húsafell
Bistro. „Við bjóðum upp á veglegt
hlaðborð á Húsafell Bistro í hádeg-
inu alla daga auk þess sem hægt er
að panta af hefðbundnum matseðli.
Fyrir þá sem vilja aðeins fínni mat
er alltaf hægt að borða á hótelinu,“
segir Hrefna Guðrún Sigmarsdóttir
á Húsafelli. Húsafell Bistro var tek-
ið í gegn að utan í fyrra en núna í
vor fékk það yfirhalningu að inn-
an auk þess sem miklar endurbæt-
ur voru gerðar á eldhúsi hótelsins.
„Við erum að fá til okkar margar
rútur fullar af fólki í mat á hverjum
degi auk þess sem hjá okkur borðar
vinnufólk af svæðinu og aðrir gest-
ir. Eldhúsið sem við vorum með var
ekki að anna þessum fjölda fólks
nægilega vel. Réðumst við því í að
koma upp betri aðstöðu og erum nú
komin með mjög veglegt iðnaðar-
eldhús á hótelinu,“ segir Bergþór.
Merkja fyrir
gönguleiðum um svæðið
Margt ferðafólk sem kemur til Ís-
lands vill upplifa einstaka náttúru
landsins og er Húsafell upplagð-
ur áfangastaður í þeim tilgangi. „Á
síðasta ári fórum við af stað með
verkefni þar sem við byrjuðum að
merkja fyrir gönguleiðum hér um
Húsafellssvæðið. Þetta eru mislang-
ar og misjafnlega erfiðar gönguleiðir
en allir við sæmilega heilsu ættu að
geta gengið þær allar,“ segir Hrefna
og heldur áfram. „Búið er að merkja
nokkrar af þessum gönguleiðum
með stikum og á næstu árum verða
fleiri leiðir merktar. Í sumar verða
sett niður skilti á tveimur gönguleið-
unum þar sem fólk getur lesið um
þau svæði sem verið er að ganga.“
Þá stendur einnig til í sumar að gera
bílaplan og koma upp bekkjum við
upphafspunkt þessara gönguleiða.
„Við ætlum að bæta aðkomuna að
svæðinu í sumar og gera þetta að
upplögðum áfangastað fyrir hópa
sem vilja upplifa einstaka náttúru
svæðisins,“ bætir Hrefna við. „Þetta
er einn liður í því að koma upp fjöl-
breyttum afþreyingamöguleikum
á Húsafelli. Það er okkar markmið
að gera Húsafell að þannig áfanga-
stað að það sé fólk sem vilji koma til
Íslands eingöngu til að heimsækja
Húsafell,“ segir Bergþór.
Urðafellsvirkjun komin í
fullan rekstur
Aðspurður hvort fleiri framkvæmdir
séu á dagskrá svarar Bergþór því að
það sé alltaf nóg að gera í Húsafelli.
„Við höfum framkvæmt mikið und-
anfarin ár og það er alltaf eitthvað
sem okkur langar að gera meira. Í
vetur komum við af stað nýrri virkj-
un, Urðafellsvirkjun, og er hún nú
komin í fullan rekstur og geng-
ur allt smurt. Við byggðum einnig
sex íbúða raðhús fyrir starfsmenn
Húsafells sem fluttu inn í íbúðirnar
skömmu fyrir síðustu jól. Við mynd-
um alveg vilja byggja fleiri slík hús
og það er aldrei að vita nema það
verði gert,“ segir Bergþór. „Okkar
stærsta verkefni er að gera Húsafell
að áfangastað sem allir vilja heim-
sækja og það krefst þess að við höld-
um okkur vel við efnið. Okkur finnst
miðað við þann fjölda sem heim-
sækir landið okkar ekki nógu marg-
ir heimsækja Húsafell. Við viljum fá
fleiri hingað og erum því alltaf að
vinna að því að efla þá starfsemi sem
hér, hvort sem það er á Húsafelli eða
í nágrenninu. Við verðum að muna
að allt sem við gerum hér á Vestur-
landi helst í hendur og við þurfum
öll að vinna saman að því að gera
landshlutann að eftirsóknarverð-
um áfangastað fyrir ferðafólk,“ segir
Bergþór að endingu.
arg
Vilja gera Húsafell að áfangastað sem allir vilja heimsækja
Bergþór Kristleifsson og Hrefna Guðrún Sigmarsdóttir á Húsafelli í gönguferð.
Ljósm. úr einkasafni.
Húsafell Bistro var allt tekið í gegn að utan í fyrra.
Nú á vordögum var Húsafell Bistro tekið í gegn að innan.
Á síðasta ári var byrjað að merkja fyrir gönguleiðum um Húsafellssvæðið. Hér má
sjá kort af gönguleiðunum.