Skessuhorn - 04.07.2018, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 20184
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Staðalímyndir taka sífellt breytingum í takti við breyttan tíðaranda. Ef
marka má fréttir á viðurkenndum fjölmiðlum, en einnig samfélagsmiðl-
um, þá er enginn maður með mönnum nema viðkomandi hafi mætt á að
minnsta kosti einn eða tvo landsleiki á HM í Rússlandi en dvelji utan þess á
sólarströnd í suðrænum höfum. Hér sé hvort eð er ekki hægt að vera sökum
kulda, vosbúðar og sólarleysis.
Í kjölfar úrkomusams maímánaðar, fárra sólarstunda í júní og slæmrar
veðurspár fyrir júlí er því haldið fram að þetta sé bara búið! Svo rammt
kveður að bölmóði og svartsýni um veðrið að sumir veðurfræðingar eru
hættir að gefa fjölmiðlum viðtöl nema nafnleyndar sé gætt. Páll Bergþórs-
son, hinn aldni og fjölfróði veðurfræðingur ofan úr Borgarfirði, er nú út-
hrópaður. Hann slysaðist um daginn til að ræða við blaðamann DV og upp-
lýsa hann um mánaðar veðurspá sína fyrir nýhafinn júlímánuð. Og við-
brögðin létu ekki á sér standa. Páll var gagnrýndur á samfélagsmiðlum og
sagður elliært gamalmenni og því haldið fram að hann hefði ekkert vit á því
sem hann væri að segja. Fólki einfaldlega líkaði ekki boðskapurinn og var
tilbúið að hlaupa í manninn, boðbera hinna válegu tíðinda. landinn þarf
því augljóslega að tileinka sér boðskap Pollyönnu.
Við þessar aðstæður, þegar veðrið er okkur ekki hagfellt, þurfum við að
vera afar meðvituð um að gera það besta úr ástandinu til að bæta líðan okk-
ar. Í hinu stóra samhengi hefur veðrið nefnilega oft verið verra (bara ekki á
þessum árstíma). Að lifa norður við heimskautsbaug krefst þess einmitt að
við högum okkur eins og sönnum víkingum sæmir.
Ég hitti bónda úti á túni á góðviðrisdegi í síðustu viku. Eins og við var
að búast barst veðrið í tal enda störf bænda þessar vikurnar afar háð veð-
uraðstæðum. Hann var fljótur að leiða mér það fyrir sjónir að veðrið væri
ekki það versta sem okkur gæti hent. „Það er svo margt fallegt og jákvætt
að gerast í kringum okkur sem við eigum að fagna. Ef heilsan er góð og
öllum líður vel, þá gerum við einfaldlega það besta úr ástandinu. Það mun
stytta upp.“ Þarna var kúabóndi, sem á allt sitt undir að ná góðum heyjum
fyrir kýrnar sínar, að telja í skrifstofublókina kjark. Mann sem hefur sára-
litla beina hagsmuni af hvort veðrið er blautt eða þurrt, kalt eða hlýtt. Þetta
minnti mig á að æðruleysi og jákvæðni skiptir okkur svo óendanlega miklu
máli. Að kunna að taka því sem að höndum ber, leita uppi það jákvæða til
að færa ljós inn í lífið. Ég get til dæmis nefnt að síðan í vor hef ég einungis
einu sinni þurft að kaupa rúðupiss á bílinn minn, og það var einmitt í ferð á
Norðurland! Vissulega mun stytta upp að endingu, þannig hefur það alltaf
verið og verður.
En veðráttan snertir fleiri. Í þjónustustörfum hefur hún áhrif, strand-
veiðisjómenn náðu ekki að veiða alla þá 12 daga sem þeir máttu í júní og
störfin í unglingavinnunni eru drepleiðinleg í endalausri rigningu. En, þetta
er bara svona. Við búum á Íslandi og einmitt óstöðugt veðurfar hefur gert
okkur að þeim víkingum sem við erum þekkt fyrir út um allan heim. Það
hefur nefnilega vakið athygli sá frábæri árangur sem Íslendingar eru að ná á
heimsvísu í hinum ýmsu íþróttum. Það er ekki bara í fótbolta, heldur hand-
bolta, körfu, golfi, bridds, tugþraut, þrístökki og svo framvegis. Við erum
öflug miðað við fámennið. Sýnum því þolinmæði dálítið lengur og vekjum
upp víkinginn í okkur. Höldum áfram að grilla lambakjötin okkar í skjóli
og undir regnhlíf, förum í gönguferðir og njótum þess að vera til. Það mun
nefnilega glaðna til og þá er hvergi fegurra en á Íslandi. Gleðilegt sumar!
Magnús Magnússon.
Eldur kom upp í gömlu einbýlishúsi
við Skagabraut 15 á Akranesi seint
á föstudagskvöldið. Nágrannar urðu
eldsins varir á tólfta tímanum þeg-
ar eldtungur stóðu út um glugga á
vesturhlið hússins og var allt tiltækt
lið Slökkviliðs Akraness og Hval-
fjarðarsveitar kallað út. Talsverð-
ur eldur og reykur var í húsinu en
það reyndist mannlaust. Slökkvi-
starf gekk greiðlega. Íbúar hússins
komu á vettvang um svipað leyti og
slökkvistarfi var að ljúka. Þáðu þeir
aðstoð hjá áfallahjálparteymi á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands. Talið
er að eldurinn hafi kviknað út frá
spjaldtölvu sem lá í sófa.
Hafin er fjársöfnun vegna brunans.
Sjá bls.11. mm
Eldur kom upp í einbýlishúsi á Akranesi
Halldór Halldórsson hefur verið
ráðinn forstjóri Íslenska kalkþör-
ungafélagsins ehf., sem er í eigu írska
félagsins Marigot. Fyrirtækið rek-
ur kalkþörungaverksmiðju á Bíldu-
dal, Ískalk, og hyggur einnig á fjár-
festingu í sambærilegri verksmiðju
í Súðavík, Djúpkalki, auk Delta-
gen; verksmiðju í Stykkishólmi sem
vinna mun afurðir úr þangi og þara
úr Breiðafirði. Hjá Marigot á Íslandi
starfa með Halldóri í framkvæmda-
teymi þeir Einar Sveinn Ólafsson
nýfjárfestingastjóri Marigot, Stig
Randal framkvæmdastjóri Ískalks á
Bíldudal og Øystein Mathisen, við-
haldsstjóri verksmiðjunnar.
Að sögn Halldórs eru megin-
verkefnin fram undan að þróa frek-
ar starfsemi Íslenska kalkþörunga-
félagins vegna fyrirhugaðra verk-
efna í Súðavík og Stykkishólmi. Þar
er ekki síst um að ræða verkefni er
varða skipulags- og hafnarmál í
samvinnu við sveitarfélögin og aðra
hlutaðeigandi aðila á báðum stöð-
um. Einnig er unnið að leyfismálum
með opinberum stofnunum, t.d. er
varðar hráefnisöflun og þar styttist
í að gerð umhverfismats fyrir Ísa-
fjarðardjúp ljúki.
mm
Halldór til Íslenska
kalkþörungafélagsins
Öll erlend starfsemi Mjólkursam-
sölunnar hefur nú verið flutt yfir
í nýstofnað dótturfélag MS en frá
og með 1. júlí síðastliðinn heyr-
ir allur útflutningur fyrirtækis-
ins undir Ísey útflutning ehf. (Ísey
Export ltd.) „Þessar breytingar
eru liður í því að setja meiri kraft
og fókus á alþjóðlega vörumerkið
Ísey skyr á erlendum mörkuðum.
Ísey skyr er nú fáanlegt í 15 lönd-
um og umsvifin alltaf að aukast
enda gríðarlega mikill áhugi á ís-
lenska skyrinu um heim allan. Ísey
útflutningur ehf. sér einnig um
allan annan útflutning á vörum
sem MS selur á erlenda markaði,“
segir í tilkynningu frá MS.
Að sögn Jóns Axels Péturssonar,
framkvæmdastjóra Ísey útflutn-
ings ehf., eru þetta skynsamlegar
breytingar til að fylgja eftir þeim
fjölmörgu tækifærum sem hið al-
þjóðlega vörumerki Ísey skyr
stendur frammi fyrir. „Það eru
mörg sóknartækifæri framundan
fyrir Ísey skyr og töldum við skyn-
samlegt að halda utan um þessi
tækifæri og efla starfið í sérstöku
félagi sem einbeitir sér að þessum
verkefnum. Með þessu getum við
jafnframt sinnt þjónustu við við-
skipavini okkar enn betur og ein-
faldað verkferla til mikilla muna.“
Ísey skyr er nú selt á eftirfarandi
erlendum mörkuðum: Norður-
löndunum, Færeyjum, Bretlandi,
Írlandi, Möltu, Sviss, Rússlandi,
Hollandi, lúxemborg, Belgíu og
Ítalíu. Í byrjun næsta árs munu svo
fleiri lönd bætast í hópinn þegar
sala á Ísey skyri hefst í Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og Japan.
mm
Ísey útflutningur stofnaður um
erlenda starfsemi MS
Síðastliðinn föstu-
dag lét Sigrún
Harðardóttir af
störfum í lands-
bankanum í Ólafs-
vík eftir 40 ára
starf. Af því tilefni
var viðskiptavinum
boðið upp á veit-
ingar og viðskipta-
vinir færðu Sigrúnu
blómvendi og aðr-
ar gjafir og þökk-
uðu henni fyrir
samstarfið öll þessi
ár. Á meðfylgjandi
mynd er Sigrún
Harðardóttir ásamt
þeim Olgu Gunn-
arsdóttur sem hef-
ur starfað með Sig-
rúnu í 30 og Þór-
halla Baldursdóttir
útibússtjóri bank-
ans. af
Hættir eftir fjörutíu ára
starf í Landsbankanum
Sannir víkingar
Leiðari