Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Síða 9

Skessuhorn - 04.07.2018, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 9 Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Bjóðum vætuna velkomna Hjá Límtré Vírnet færðu hinar traustu og fallegu Lindab þakrennur. DÝRABÆR hefur opnað nýja og glæsilega verslun að Stillholti 23 - Akranesi Sími 477 2022 – Stillholt 23– www.dyrabaer.is Allir hundar velkomnir í heimsókn SK ES SU H O R N 2 01 8 Icelandic Documentary Film Festi- val er ný alþjóðleg heimildamyn- dahátíð sem haldin verður í fyrst sinn á Akranesi í júlí á næsta ári. Eru það Ingibjörg Halldórsdóttir, Heið- ar Mar Björnsson og Hallur Örn Árnason sem standa að hátíðinni og að sögn Ingibjargar er tilgangurinn meðal annars að auðga kvikmynda- menningu hér á landi. „Við viljum opna huga Íslendinga fyrir heim- ildamyndum og í raun bara auka veg og virðingu heimildamynda í íslensku kvikmyndalandslagi,“ seg- ir Ingibjörg í samtali við blaðamann Skessuhorns. „Það er því miður þannig hér á landi að heimildamyndir enda oft eingöngu í sjónvarpi eða á Net- flix. Það hefur verið erfitt að nálg- ast þessar myndir í góðum gæðum í bíósölum,“ bætir hún við. Ingibjörg segir jafnframt að markmiðið sé að hátíðin verði árlegur viðburður sem fólk um allan heim muni sækja. „Flest stærri lönd halda alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og okkur langar að koma slíku upp hér líka. Þá vild- um við ekki hafa hátíðina á höfuð- borgarsvæðinu og var Akranes upp- lagður staður,“ segir hún. Aðspurð hvernig myndir verða sýndar segir Ingibjörg allar heim- ildamyndir koma til greina. „Við stefnum á að sýna um 20 titla á há- tíðinni, sem mun standa yfir í fimm daga. Það koma í raun og veru all- ar heimildamyndir sem framleidd- ar eru fyrir bíó til greina, allt frá skemmtilegum og léttum myndum yfir í myndir sem fjalla um þyngri málefni. Við erum komin með ágætt langtímaplan fyrir hátíðina og erum mjög bjartsýn að hún verði vel sótt og fólk verði ánægt,“ segir hún og bætir því við að á hátíðinni stefni þau einnig á að hafa vinnustofur fyr- ir kvikmyndagerðamenn samhliða hátíðinni og létta sérviðburði. Hátíðin kynnt á morgun Fyrir áhugasama verður hægt að fá smjörþef af hátíðinni á Írskum dög- um á morgun, fimmtudag. Þá verð- ur heimildamyndin School life sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi. Áður en myndin verður látin rúlla munu aðstandendur hátíðarinnar kynna verkefnið fyrir gestum og Dóra Jó- hannsdóttir verður kynnir kvölds- ins. Að sýningu lokinni verður Pub Quiz með Jóhanni Alfreð á Gamla Kaupfélaginu. arg/ Ljósm. af síðu Icelandic Docu- mentary Film Festival. Fyrsta alþjóðlega heim- ildamyndahátíðin kynnt

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.