Skessuhorn


Skessuhorn - 04.07.2018, Side 19

Skessuhorn - 04.07.2018, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 2018 19 Glæpasamtök fíflast með fólk Hann tekur skýrt fram að lögregl- an hafi ekkert ákvörðunarvald í mál- efnum hælisleitenda. Saga margra hælisleitenda sé vissulega sorgleg en ákvörðunin um hæli liggi hjá stjórnvöldum. lögreglan sjái síð- an um framkvæmd þeirrar ákvörð- unar. „Undanfarin ár hefur fólk í auknum mæli verið að sækja um hæli á Íslandi vegna efnahagslegra erfiðleika heima fyrir. Samhliða því höfum við líka tekið eftir því að fleiri sem sækja um hæli hafa ver- ið sviknir, ekki síst af skipulögðum glæpasamtökum. Þá taka samtök- in að sér að skipuleggja ferðir fyr- ir fólk hingað til lands, segja því að hér geti það gengið að íbúð og vinnu og nýju lífi. Fyrir þetta taka þau einhverja þóknun og senda fólk af stað. Þegar fólk síðan lend- ir hér á landi kemst það að því að ekkert stenst af því sem var sagt,“ segir Villi. „Við höfum heyrt marg- ar svona sögur, sérstaklega síðustu ár. Það er verið að fíflast með fólk hægri, vinstri og spila á erfiðleika þess. Eðlilega er fólk sárt og reitt yfir því að hafa verið svikið,“ bæt- ir hann við. Stefna stjórnvalda á Íslandi er í grunndráttum sú að tekið er á móti hælisleitendum frá stríðshrjáð- um löndum. Ef fólk sækir um hæli vegna efnahagslegra erfiðleika ein- göngu er erfiðara að fá hæli hér- lendis. „Mín tilfinning er sú að flestir séu sáttir við þetta svona. Það eru tiltölulega fámennir en áberandi hópar á sitthvorum enda umræðunnar um málefni hælisleit- enda; annars vegar þeir sem vilja opna landið alveg og svo hinir sem vilja bara skella í lás og henda lykl- inum. langflestir held ég að séu þarna á milli og vilji leggja áherslu á að taka vel á móti þeim sem eru að flýja stríð og átök í heimalandinu,“ segir Villi. Fangar vilja fara heim Hvað varðar brottvísunum refsi- fanga frá Íslandi segir Villi heilt yfir hægara um vik að fylgja þeim. „Þessir fangar hafa setið af sér hálf- an dóminn og fengið reynslulausn gegn brottvísun og endurkomub- anni. Í mörgum tilfellum eru þetta til dæmis fíkniefnasmyglarar sem vilja bara komast heim sem fyrst. Þeim er nákvæmlega sama um end- urkomubannið. Sumir segjast aldrei ætla að koma hingað aftur, enda eiga þeir kannski ekkert sérstaklega góðar minningar frá Íslandi,“ seg- ir hann. „Auðvitað hefur það komið fyrir að menn vilja ekki fara. En al- mennt eru fangar því fegnir að fá að fara heim og samvinnufúsir á með- an á ferðalaginu stendur. Stundum hefur meira að segja verið hægt að senda fanga án fylgdar til heima- landsins, að undangengnu ströngu áhættumati og með samþykki flug- félags og flugstjóra. Þá fylgjum við þeim út í vél og þeir stíga út frjáls- ir ferða sinna í heimalandinu,“ seg- ir hann. Fótboltalöggan Villi býður áfyllingu á kaffibollann og við tökum upp léttara hjal. Und- anfarin ár hefur verkefnum vegna öryggisgæslu í tengslum við knatt- spyrnuleiki fjölgað. Flest Evrópu- ríki eru aðilar að samtökunum Na- tional Football Information Point (NFIP). Hlutverk samtakanna er að skiptast á upplýsingum um stuðn- ingsmenn og einkum svokallaðar fótboltabullur. Villi hefur í gegnum tíðina sinnt allnokkrum verkefnum vegna leikja íslenska landsliðsins á erlendri grundu. Hann fór á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum síð- an og á HM í Rússlandi í sumar. „Ég er fótboltalögga Íslands,“ segir Villi og brosir. „Algengasta spurn- ingin sem ég hef fengið í sambandi við þetta er sú sama og ég spurði sjálfur í fyrstu; af hverju þurfum við Íslendingar að hafa áhyggj- ur af þessu fyrst við eigum eng- ar fótboltabullur? En einu sinni fyrir mörgum árum var Ísland að spila við Þýskaland og ég fékk fyr- irspurn frá þýskum kollega mínum hve margir Íslendingar væru vænt- anlegir, hvar þeir ætluðu að hittast fyrir og eftir leik og fleira. Ég svar- aði að ég vissi að það væru á bilinu 100 til 200 manns og það þyrfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur af hópnum því við ættum engar bull- ur. Skömmu síðar hringdi sím- inn og þessi kollegi minn var á lín- unni. Hann sagði: „Villi, ef Þýska- land er að spila við England þá eig- um við von á vandræðum. Ef eitt- hvað kæmi upp á þá fengjum við skammir í hattinn og okkur yrði sagt að standa betur að málunum næst. En ef þýsku bullurnar myndu ráðast á íslensku stuðningsmenn- ina þá yrðu menn ekki eins kátir og við sennilega komnir í annað starf daginn eftir,“ sagði hann. Þá skildi ég þetta. Þó við eigum engar bull- ur þá er nóg til af þeim í Evrópu. Þeim er alveg sama hvern þær slást við, þær vilja bara fá að slást,“ segir Villi. „Í kringum landsleiki er hlut- verk lögreglunnar að sjá til þess að stuðningsmannahóparnir hittist helst ekki. leikurinn fer fram í ein- hverri borg. Við vitum hvar hóp- arnir hittast fyrir og eftir leik og beinum þeim ákveðna leið á völlinn og frá vellinum. Það er dregin ein- hver lína sem hóparnir fara aldrei yfir. Þú sérð hana kannski ekki, en hún er þarna,“ bætir hann við. Bullur hittast og slást Villi segir bullurnar fyrst og fremst tengjast félagsliðum en þó séu einn- ig þekktir bulluhópar sem fylgja ákveðnum landsliðum. „Svona hoo- liganismi, eins og þetta kallast, er einkum tvenns konar. Í fyrsta lagi þegar hópar ákveða að hittast og slást. Þá sendir forsprakki eins hóps boð á annnan. Segir kannski að fyr- ir eða eftir einhvern fótboltaleik langi þá að hittast og slást á þessum stað á þessum tíma. Segir hvað þeir verða margir og þá senda hinir jafn marga. Síðan hittast menn og slást, taka bardagann upp á myndband og dreifa meðal sinna manna. löggan veit sjaldnast af þessum slagsmálum fyrr en eftir á og hefur í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af. Þegar tveir hópar hittast og slást gilda ákveðnar reglur. Það er ekki sparkað í liggj- andi mann og þegar allir úr öðrum hópnum liggja í jörðinni, búnir að fá nóg, þá er hinn hópurinn búinn að vinna slagsmálin. Síðan standa menn upp, takast í hendur og fara heim,“ segir Villi. „En síðan er líka til algerlega stjórnlaus hooliganismi, slagsmál og jafnvel óeirðir á göt- um úti í tengslum við fótboltaleiki þar sem bullurnar lemja bara hvern sem verður á vegi þeirra. Það er allt annað og miklu alvarlegra mál sem reynt er að koma í veg fyrir eins og kostur er,“ segir hann. Fimm lögreglumenn á HM „Í langflestum tilfellum tengist hoo- liganisminn félagsliðum. Það er ein- hvers konar þegjandi samkomulag um að menn standi saman að baki landsliðsins og haldi slagsmálunum frá þeim. En það er vitað um bullu- hópa sem fylgja nokkrum landslið- um. Það er vitað hvaða menn eru í þeim hópum og þeir fá ekki að fara á völlinn og eru settir í ferðabann ef það er leikur í öðru landi,“ segir Villi. „En það getur komið upp nún- ingur þegar tvö lönd eigast við á fót- boltaleikvanginum þó bulluhóparn- ir séu hvergi nærri. Þá eru það eink- um lönd sem eiga einhverja átaka- sögu. Sumir vilja endilega rifja upp síðari heimsstyrjöldina þegar lið- in mætast á fótboltavellinum. Ann- að dæmi eru löndin á Balkanskag- anum. Þar nýta sumir tækifærið til að núa salti í sár sem ekki eru gró- in, oft með því að flagga fánum og syngja einhverja rasistasöngva,“ seg- ir hann. Hlutverk NFIP er með- al annars að reyna að uppræta þessa hegðun. „Á HM í sumar verða tveir lögreglumenn í stjórnstöð móts- ins í Moskvu og síðan þrír á vett- vangi þar sem íslenska liðið spilar hverju sinni. Hlutverk þeirra sem verða í stjórnstöðinni er að móni- tora allt sem snertir íslensku stuðn- ingsmennina og miðla því til þeirra sem eru úti á vettvangi. Þeir sem þar eru vinna náið með rússneskum lög- reglumönnum og saman vinna þeir að því að leysa úr þeim málum sem upp koma, veita íslensku stuðnings- mönnunum aðstoð og upplýsingar sem að gagni gætu komið.“ Íslenskir stuðningsmenn til fyrirmyndar Með Villa í för í Rússlandi voru sem fyrr segir fjórir aðrir lögreglumenn, tveir í stjórnstöð mótsins hafa að- gang að myndavélum og upplýsing- um, ekki bara á leikvöngunum held- ur út um allar borgir. „Fyrir og eft- ir leik er fylgst með ferðum stuðn- ingsmannahópa og þess gætt að þeir fái að vera í friði. Við sem erum á vettvangi höfum það hlutverk að vinna með þarlendum lögreglu- yfirvöldum. Við höfum ekki vald- heimild sjálfir. Í Frakklandi þurft- um við stöku sinnum að hafa af- skipti af íslenskum stuðningsmönn- um sem voru ölvaðir og með læti, eða fá félaga þeirra til að reyna að tala um fyrir þeim. Það gekk jafn- an vel, menn vilja síður verða hand- teknir á erlendri grundu,“ segir Villi en bætir því við að heilt yfir hafi ís- lenskir stuðningsmenn verið til fyr- irmyndar í Frakklandi og hann átti von á því sama í Rússlandi í sum- ar. „Við vorum sennilega öfund- uðustu löggurnar í Frakklandi, því samband okkar við okkar stuðnings- menn er að mörgu leyti ólíkt sam- bandi lögreglumanna annarra landa við sína stuðningsmenn. „Við lent- um á ófáum myndum með íslensk- um stuðningsmönnum í Frakklandi. Kollegar okkar í Evrópu dauðöf- unduðu okkur. „Þið eruð heppnustu löggur í Frakklandi,“ sögðu þeir.“ Villi þakkar gott samband við ís- lenska stuðningsmenn meðal ann- ars góðum samskiptum við KSÍ og ekki síður við stuðningsmannafélag- ið Tólfuna. „Samskipti lögreglunn- ar við Tólfuna eru til fyrirmyndar. Forsprakkar hennar eru á sama máli og við, að allir njóti þess að fara á völlinn sama hvort þeir eru í fé- laginu eða ekki,“ segir hann. „Þeir eru meðvitaðir um að allir eru þarna til að skemmta sér og löggan er á svæðinu til að aðstoða þá sem lenda í óvæntum uppákomum og gæta þess að allt gangi sem best fyrir sig,“ seg- ir Villi. Fylgist ekki mikið með boltanum Aðspurður kveðst Villi ekki fylgj- ast ýkja mikið með boltanum sjálfur, hvorki landsliðum né félagsliðum. Hann segist þó líklega geta nefnt flesta leikmenn íslenska karlalands- liðsins á nafn en vitneskjan risti ekki dýpra en svo. Sú er reyndar raunin um flesta lögreglumenn sem verða á vettvangi í Rússlandi í sumar. En hvers vegna sækist hann þá í verkefni tengd fótbolta? „Það er stóra sam- hengið. lögreglumennirnir upplifa mótið allt öðruvísi en áhorfendur. Við erum að vinna verkefni þar sem það er í sjálfu sér enginn kostur að hafa gaman að fótbolta. Til dæmis gat annar þeirra sem verður í stjórn- stöðinni í Rússlandi bara nefnt tvo eða þrjá landsliðsmenn á nafn fyr- ir mótið í Frakklandi og það var allt í lagi. Það sagði mér að hann væri áhugasamur um verkefnið en ekki boltann. Mér finnst heillandi að geta átt minn þátt í því að allt gangi vel fyrir sig og tryggja að upplifun allra sem koma á leik eða mót verði sem ánægjulegust,“ segir hann. „Fótbolti er ekki bara fótbolti. leikurinn sjálf- ur er bara 90 mínútur en sú athöfn að fara á leik byrjar þegar stuðnings- mennirnir koma til landsins og lýk- ur þegar þeir fara heim aftur. All- an þann tíma leggjum við okkar af mörkum til að upplifun stuðnings- manna verði sem best,“ segir hann. „Heilt yfir tel ég mig vera í fínu starfi, hvort sem verkefnin tengj- ast fótboltanum eða samskiptum við Interpol, Europol og PTN, eða einstaka fylgdum. Auðvitað er þetta erfitt stundum. En ég hef fengið að upplifa hluti og koma til staða sem ég hefði aldrei annars fengið. Maður getur ekki annað en verið ánægður með það,“ segir Villi lögga að end- ingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Íslenskir og nígerískir lögregluþjónar taka stöðuna fyrir leik Íslands og Nígeríu. „Ég hef í þessu starfi fengið að upplifa hluti og koma til staða sem ég hefði aldrei annars fengið,“ segir Villi. Stund milli stríða. Ein mynd til með íslensku stuðn- ingsmönnunum. Feðgar á ferð. Villi með Birki Hrafni, syni sínum, sem fylgdist náið með gangi landsliðsins á heimsmeistaramótinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.