Skessuhorn - 04.07.2018, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚlÍ 201830
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað hlakkar þú mest til að
gera á Írskum dögum?
Spurni g
vikunnar
Arna Rún Ólafsdóttir
„Að fara niður á torg á laugar-
daginn.“
Laufey María Ingvarsdóttir
„Tónleikarnir á föstudeginum.“
Helga Rún Ólafsdóttir
„Að vera úti að skemmta mér.“
Ásrún Svava Fossdal Hólmars-
dóttir
„Að fara í hoppukastalana.“
Sara Ósk Eyfjörð Hólmarsdóttir
„Að fara í hoppukastalana.“
(spurt á Akranesi)
Bjarki Pétursson frá Golfklúbbi
Borgarness endaði í 21. sæti á Evr-
ópumóti áhugamanna í Hollandi
sem hófst á miðvikudag í síðustu
viku. Alls tóku 144 keppendur þátt í
mótinu og spilaðar voru 72 holur á
fjórum dögum. Bjarki spilaði fyrsta
daginn á 71 höggi, næsta dag á 75.
Þriðji dagurinn var hans besti þar
sem hann spilaði á 69 höggum en á
lokadegi móts endaði hann daginn
á 72 höggum. Sigurvegari móts-
ins fékk keppnisrétt á Opna breska
meistaramótinu. glh
Bjarki á góðu skriði
Bjarki Pétursson golfari frá Borgar-
nesi. Ljósm/ úr safni.
Kári með
góðan sigur
AKRANES: Á laugardaginn tóku Káramenn
á móti Völsungi á Akranesvelli í annarri deild
karla í knattspyrnu. Mikið var skorað og kom
fyrsta mark strax á annarri mínútu frá Páli
Sindra Einarssyni leikmanni Kára. Restin af
fyrri hálfleik var heldur tíðindalítill. Í þeim
síðari bættu svo Skagamenn stöðu sína. Á
57. mínútu var það Gylfi Brynjar Stefánsson
sem skoraði og stuttu seinna var það Arnar
Freyr Sigurðsson sem bætti við marki á 61.
mínútu. Bjarki Baldvinsson náði marki fyrir
gestina á 84. mínútu og lagaði örlítið stöð-
una en um átta mínútum seinna var Helgi
Jónsson á ferðinni fyrir Kára sem bætti aft-
ur í forskotið. Ásgeir Kristjánsson skoraði svo
fyrir Völsung á lokamínútu leiks. Lokatölur
4-2 fyrir Kára. Káramenn eru nú komnir aftur
á sigurbraut eftir tveggja leikja tap og sitja
í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, fimm
stigum á eftir Aftureldingu sem er á toppi
deildarinnar. -glh
Tapleikur gegn
toppliðinu
BORGARNES: Skallagrímur tapaði naum-
lega fyrir toppliði Reynis Sandgerðis í B-riðli
fjórðu deildar karla í fótbolta. Borgnesingar
skoruðu fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu
og var þar Guillermo Gonzalez Lamarca á
ferðinni. Það leið þó ekki langur tími þangað
til heimamenn jöfnuðu. Á 7. mínútu skoraði
Magnús Þórir Matthíasson sem var svo aft-
ur á ferðinni á 13. mínútu þegar hann kom
Sandgerðingum yfir. Í seinni hálfleik náði
Declan Joseph Redmond að jafna á 75. mín-
útu og mikil barátta framundan. Sigur datt
svo til heimamanna þegar Guðmundur Gísli
Gunnarsson skoraði þriðja mark Reynis.
Lokatölur 3-2. Með sigrinum bætir Reynir
S. stöðu sína enn frekar á toppi B-riðils með
18 stig. Skallagrímsmenn verma þriðja sætið
með 12 stig eftir sex umferðir. -glh
Berserkir höfðu
sigur á Snæfelli
SNÆFELLSNES: Snæfell/UDN tapaði leik á
móti Berserkjum á Víkingsvelli í Reykjavík
síðasta fimmtudag. Snæfellingar byrjuðu vel
og komust í stöðuna 1-2 þegar fjórtán mín-
útur voru liðnar og voru það Marius Ganu-
sauskas og Eivinas Zagurskas sem skoruðu
mörkin. Allt snérist þó við þegar leið á fyrri
hálfleik og skoruðu heimamenn þrjú mörk í
röð og komust í þægilegt forskot, 4-2. Snæ-
fellingar reyndu að bíta frá sér þegar Myko-
las Krasnovskis skoraði fyrir Snæfell en meira
kom ekki og lokastaðan 4-3 fyrir Berserki.
-glh
Borgnesingurinn Brynjar Snær Páls-
son sem spilar nú með Knattspyrnu-
félagi ÍA var nýlega valinn til að taka
þátt í úrtaksæfingum KSÍ fyrir U-18.
„Þetta eru í rauninni bestu 18 af
landinu sem eru valdir í æfingahóp,
en síðan verður valið úr þessum hópi
ásamt leikmönnum sem spila erlend-
is fyrir lokahóp sem fer svo til lett-
lands í keppnisferð,“ segir Brynj-
ar sem hefur einnig tekið þátt í úr-
taksæfingum fyrir U-17, auk þess að
leika sex leiki með landsliðinu og því
hvergi ókunnugur þessu umhverfi.
Byrjaði fimm ára
í fótbolta
Brynjar er uppalinn Borgnesing-
ur og hefur æft með Skallagrími öll
sín uppeldisár. „Ég man ennþá í dag
þegar ég fékk að fara á fyrstu fót-
boltaæfinguna,“ segir Brynjar. „Ég
byrjaði fimm ára og fyrsta æfing-
in mín var á afmælisdaginn minn.
Maður mátti ekki byrja að æfa fyrr
en maður var orðinn fimm ára þann-
ig ég bara beið eftir þessum degi. Ég
man eftir fyrstu æfingunni. Ég hef til
dæmis alltaf verið góður í skotæfing-
um og ég man eftir því að ég var mik-
ið að skjóta á æfingunni. Fyrir utan
það var þetta heldur venjuleg æfing,“
segir Brynjar brosandi.
Síðasta haust flutti hann á Akranes
og hóf nám á afreksíþróttasviði Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Það var líka
síðasta haust sem Brynjar skrifaði
undir samning um að spila með ÍA
og er nú í láni hjá Kára sem spilar í
2. deild karla.
Rólegur og
með góða tækni
Brynjar flakkar á milli þess að spila
vinstri bakvörð og miðjumann. Að-
spurður hvað hann myndi kjósa
ef hann mætti velja á milli þá segir
hann miðjuna. „Ég myndi samt ekki
mótmæla að spila vinstri bakvörð-
inn. Maður er frjálsari á miðjunni og
er meira í boltanum,“ segir hann og
lýsir sér sem yfirveguðum leikmanni
með góða tækni og leikskilning. „Ég
er frekar yfirvegaður á vellinum.
Það fýkur ekki oft í mig og maður
er alveg með pínu kjafthátt en þetta
var verra þegar ég var yngri,“ segir
Brynjar og hlær.
Stefnt á atvinnumennsku
Brynjar áttaði sig snemma á því að
hann vildi fara eins langt og hann
kæmist í fótboltanum og vonast til
þess að komast í atvinnumennskuna.
„Það er draumurinn hjá flestum að
komast í atvinnumennskuna. Ég held
hins vegar að maður geti náð lengra
ef maður byrjar til dæmis á að fara til
Norðurlandanna og fara svo eitthvað
stærra,“ segir hann. Brynjar segir líka
að það að hafa fengið að spila með
U17 landsliðinu hafi verið frábær
reynsla og ýti undir að það sé hægt
að láta drauminn rætast. „langtíma-
markmiðið er atvinnumennska og
komast á þetta stærsta svið í fótbolt-
anum,“ segir hann að endingu.
glh
Man eftir fyrstu fótboltaæfingunni
Brynjar Snær Pálsson var nýlega valinn á úrtaksæfingar U18.
Marinó Þór Pálmason sem spilar
með Skallagrími í Borgarnesi keppti
með félögum sínum í U16 landsliði
Íslands á Norðurlandamóti yngri
landsliða um síðustu helgi, en mót-
ið fór fram í Kisakallio í Finnlandi.
Drengirnir unnu fjóra af fimm leikj-
um sínum sem skilaði þeim öðru
sæti á mótinu og silfrinu. Eistarnir
fóru ósigranðir í gegnum mótið og
hrepptu því gullið. „Flottur árangur
hjá drengjunum sem sýndu frábæra
takta oft á tíðum og ljóst að framtíð-
in er björt. Við óskum Marinó inni-
lega til hamingju með frábæran ár-
angur,“ segir í fréttatilkynningu frá
félaginu. glh
Silfur á Norðurlandamóti
Marinó Þór rekur boltann upp völlinn í Finnlandi. Ljósm/ UMFS.
Nóg er að gera í herbúðum körfu-
knattleiksfélags Snæfells í Stykkis-
hólmi. Síðastliðinn miðvikudag skrif-
uðu átta leikmenn undir samning um
að spila með liðinu á komandi leiktíð.
Fyrir meistaraflokk kvenna eru það
systurnar Berglind og Gunnhildur
Gunnarsdætur, Rebekka Rán Karls-
dóttir og Thelma lind Hinriksdótt-
ir sem munu taka slaginn á parketinu
í vetur. Fyrir meistaraflokk karla eru
það Andri Þór Hinriksson, Aron Ingi
Hinriksson, Dawid Einar Karlsson
og Jón Páll Gunnarsson.
Kvennalið Snæfells endaði í sjötta
sæti Dominos deildar á síðasta tíma-
bili og eru nú liðin tvö ár síðan þær
hrepptu Íslandsmeistaratitilinn. Kar-
lalið Snæfells heldur göngu sinni
áfram í 1. deild en þeir féllu niður úr
Dominos deild fyrir tveimur árum
og ekki hefur gengið að komast aftur
upp í efstu deild.
Nýir þjálfarar hjá karla-
og kvennaliðinu
Eins og fram hefur komið í Skessu-
horni þá ákvað þjálfari Snæfellinga
til níu ára, Ingi Þór Steinþórsson,
að halda aftur í Vesturbæinn þar sem
hann tók við liði KR og sagði því skil-
ið við Snæfell. Í hans stað kemur Vlal-
dimir Ivankoci, þjálfari frá Króatíu
og honum til aðstoðar verður Dar-
rell Flake. Flake spilaði með Skalla-
grími á síðasta tímabili og hefur spil-
að á Íslandi í mörg ár og því langt í
frá ókunnugur íslenskum körfubolta.
Þeir mynda þjálfarateymi karlaliðs
Snæfells. Baldur Þorleifsson sem var
aðstoðarþjálfari Inga Þórs mun þjálfa
stelpurnar. Honum til aðstoðar verð-
ur þjálfari meistaraflokks karla, Vlal-
dimir Ivankoci. glh/ Ljósm. UMFS
Þjálfaramál skýrast hjá Snæfelli
Gunnhildur, Thelma Lind, Berglind og Rebekka Rán með
stjórnarmönnum Snæfells.
Karlalið Snæfells tekur á sig mynd fyrir næsta tímabil.