Skessuhorn - 22.08.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 20182
framleiðslu eða þjónustu, hvort
sem það er á sviði fullvinnslu land-
búnaðarafurða eða á öðrum svið-
um atvinnulífs. „Verkefninu verð-
ur hrundið af stað með fundaher-
ferð. Í framhaldinu verður boðið
upp á aðstoð ráðunauta við mótun
hugmynda og við áætlanagerð og
ekki síst við umsóknaferli til Fram-
leiðnisjóðs. Áhersla verður lögð á
að hvetja bændur til að hrinda úr
vör hugmyndum sem mögulega
hafa verið lengi í farvatninu en ekki
komist til framkvæmdar. Á fund-
inum í Dalabúð verða haldnir fyr-
irlestrar um markmiðasetningu,
reynslu fólks sem hefur ástundað
vöruþróun eða tekist á við óhefð-
bunda atvinnuuppbyggingu á sín-
um jörðum, ásamt leiðbeiningum
varðandi styrki þá sem leita má eftir
til nýsköpunar. Í framhaldi þessara
funda stendur fundargestum sem
uppfylla skilyrði Framleiðnisjóðs
varðandi styrkveitingar, til boða að
fá niðurgreidda aðstoð við vinnslu
umsókna til sjóðsins.
Aðalfyrirlesari fundanna er Guð-
mundur Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari í handbolta. Að auki verða
fengnir til leiks reynsluboltar í sölu
afurða beint frá býli, sem munu
miðla af reynslu sinni varðandi
þróun og markaðssetningu vara og
þjónustu.
mm
Hvalfjarðardagar verða haldnir hátíðleg-
ir í Hvalfjarðarsveit um komandi helgi,
frá föstudegi til sunnudas með fjöl-
breytti dagskrá um alla sveit.
Á fimmtudag og föstudag er spáð
norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s
og skúrum víða um land. Sums staðar
þokusúld við Norðurströndina. Hiti 8 til
15 stig að deginum, hlýjast syðst á land-
inu. Á laugardag er útlit fyrir hæga suð-
læga eða breytilega átt, skýjað en þurrt
að kalla. Hiti 7 til 13 stig. Á sunnudag og
mánudag spáir austan- og suðaustanátt
með rigningu, en lítill úrkomu norðan
heiða. Hiti 9 til 13 stig.
„Ætlar þú í nám eða vinnu í vetur?“ var
spurningin sem lesendum gafst kost-
ur á að svara á vef Skessuhorns í liðinni
viku. Meiri hluti verður í vinnu, eða 53%
en næstflestir eru hættir að vinna, eða
20%. „Bæði nám og vinnu“ sögðu 17%,
„enn óljóst“ sögðu 5% og að lokum
verða 4% í námi eingöngu.
Í næstu viku er spurt:
„Langar þig að fara út í geim?“
Ragnhildur Þorsteinsdóttir á Úlfsstöð-
um í Hálsasveit er unnandi klassískrar
tónlistar og líklega eitt stærsta safn slíkr-
ar tónlistar í landshlutanum og þó víð-
ar væri leitað. Hún sinni áhugamálinu
vel og hefur til dæmis sótt allar Reyk-
holtshátíðir frá upphafi. Ragnhildur er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Borgfirðingar
bikarmeistarar
VESTURLAND: Bikarmót Vest-
urlands í hestaíþróttum var fellt
inn í Norðurálsmót Dreyra sem
haldið var um helgina á Æðar-
odda. Hestamannafélögin Snæ-
fellingur, Dreyri og Borgfirðingur
áttu keppendur á mótinu. Hesta-
mannafélagið Borgfirðingur stóð
efst þessara liða og er því sigurveg-
ari Bikarmóts Vesturlands að þessu
sinni. -mm
Byggir á eldra
skipulagi
LEIÐRÉTT: Í Skessuhorni í
síðustu viku var fjallað um mál-
efni tveggja fyrirtækja við Borgar-
braut 55 í Borgarnesi. Í fréttinni
var ranglega farið með að ákvörð-
un um að endurnýja ekki lóðar-
leigusamning við fyrirtækin byggði
á nýlegu skipulagi. Hið rétta er
að deiliskipulag fyrir reitinn var
samþykkt af sveitarstjórn Borgar-
byggðar í mars 2007 og öðlaðist
gildi með auglýsingu 14. maí sama
ár. Deiliskipulagið frá 2007 gerði
ráð fyrir tveimur stórum bygg-
ingareitum og þá í samræmi við
landnotkun í aðalskipulagi sveitar-
félagsins frá 1997. Árið 2016 ákvað
sveitarstjórn Borgarbyggðar að
breyta deiliskipulagi Borgarbrautar
55-59, vegna þess að þétta á byggð
umfram það sem deiliskipulagið
frá 2007 gerði ráð fyrir. Hámarks
byggingarmagn fór úr 8000 m2 í
9460,8 m2. Aðalskipulag sveitar-
félagsins frá árinu 1997 gerði ráð
fyrir blandaðri landnotkun íbúða,
verslunar og þjónustu. Aðalskipu-
lag sveitarfélagsins 2010-2022, sem
staðfest var af ráðherra 29. júní
2011 gerði ráð fyrir miðsvæði á reit
Borgarbrautar 55-59. Þannig hef-
ur ekki verið gert ráð fyrir athafna-
svæði á reitnum frá 1997. Þetta
leiðréttist hér með og beðist vel-
virðingar. - mm
Jón til aðstoðar
Sigmundi
LANDIÐ: Sig-
mundur Davíð
Gunnlaugsson, for-
maður Miðflokksins,
hefur ráðið nýjan að-
stoðarmann. Hann
heitir Jón Pétursson, er fæddur
1971 og stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1991. Jón lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1994, var stýrimaður
til margra ára og er einn af stofn-
endum Miðflokksins. Jón er giftur
og á einn son og býr í Mosfellsbæ.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Miðflokknum. -mm
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
3. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Verkalýðsfélag Akraness skoðaði
heildarmeðallaun fyrir febrúarmán-
uð hjá 16 launagreiðendum sem
félagsmenn VLFA starfa hjá. Nið-
urstaðan er sú að Norðurál greiðir
hæstu mánaðarlaunin, að því er fram
kemur í samantektinni, sem birt var
á heimasíðu VLFA á miðvikudag.
„Meðal heildarlaun hjá starfsmönn-
um Norðuráls sem tilheyra Verka-
lýðsfélagi Akraness voru í febrúar-
mánuði rétt tæp 660 þúsund á mán-
uði og hjá starfsmönnum Skagans
voru meðallaunin rétt tæp 650 þús-
und kr. á mánuði. Meðallaun hjá
Norðuráli, Skaganum, Þorgeiri og
Ellert og Elkem Ísland voru öll frá
640 þúsundum og upp í tæp 650
þúsund á mánuði,“ segir á vef verka-
lýðsfélagsins.
Þar er þó skýrt tekið fram að um
heildarmeðallaun er að ræða þar
sem ekki er tekið tillit til vinnu-
stundafjölda, vaktafyrirkomulags,
né starfshlutfalls starfsmanna. Lægst
voru heildarmeðallaun febrúarmán-
aðar hjá starfsmönnum á Heilbrigð-
isstofnun Vesturlands á Akranesi og
hjá Akraneskaupstað. „En rétt er að
vekja sérstaka athygli á því að fjöl-
margir sem starfa á þessum stöð-
um eru í skertu starfshlutfalli og því
gefa meðallaunin á þessum stöð-
um ekki rétta mynd af launum fyrir
100% starf. Hins vegar liggur fyrir
að langflestir eru í 100% störfum
hjá öllum hinum fyrirtækjunum og
því eiga meðal heildarlaunin að gefa
rétta mynd þar en að sjálfsögðu er
vinnustundafjöldinn misjafn á milli
fyrirtækja.“
kgk
Hæst meðallaun í Norðuráli
samkvæmt samantekt VLFA
Tafla yfir meðallaun í febrúar samkvæmt samantekt VLFA, án tillits til vinnustunda
eða starfshlutfalls. Ljósm. VLFA.
Forsvarsaðilar Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins, í samstarfi við
RML, hafa ákveðið að hrinda af
stað verkefni sem hefur það að
markmiði að hvetja til nýsköpun-
arstarfs í sveitum. Leitast verður
við að miðla þekkingu og reynslu
þeirra sem þegar hafa farið af stað
með nýsköpunarverkefni og styðja
við hugmyndavinnu og þróun verk-
efna frá hugmynd til raunveruleika.
Átaksverkefni þetta hefur verið
nefnt Gríptu boltann. Kynningar-
fundur um verkefnið verður hald-
inn í Dalabúð í Búðardal föstudag-
inn 24. ágúst kl. 13-15. Frá þessu
var greint á vef Dalabyggðar.
Markhópur verkefnisins eru
bændur á lögbýlum sem eru að
velta fyrir sér sölu á hvers kyns
Kynningarfundur þar sem bændur
eru hvattir til nýsköpunarstarfs