Skessuhorn - 22.08.2018, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 21
Skólaárið hjá Menntaskóla Borg-
arfjarðar hófst mánudaginn 20.
ágúst með sameiginlegum morg-
unverði nýnema og starfsfólks. Þar
fengu nýnemar stundatöflur sín-
ar afhentar og kennslu á kerfi skól-
ans. Hefðbundið skólastarf hófst
svo í gær samkvæmt stundatöflu. Í
haust hefja 109 nemendur nám við
skólann og verða þrettán í fjarnámi.
Guðrún Björg Aðalsteinsdótt-
ir, skólameistari, segir nemendur
og starfsfólk Menntaskóla Borgar-
fjarðar mjög spennt fyrir komandi
vetri en margt er í farvatninu bæði
hvað varðar nám og félagslíf.
Mörg tækifæri fyrir
nemendur
Í haust hefst kennsla í fyrsta skipti
við fjármálalæsi fyrir lengra komna
nemendur. „Það er okkar trú að
kennsla í fjármálalæsi sé mikilvæg
og mjög hagkvæm fyrir nemend-
ur,“ útskýrir Guðrún Björg í sam-
tali við Skessuhorn. „Við förum
einnig af stað með tvo nýja áfanga
á vorönninni. Þeir eru skapandi
greinar (tónlist, hljóð og mynd) og
svo áfanga í félags- og náttúruvís-
indum sem er sérstaklega hugsuð
fyrir framhaldsskólabraut,“ bætir
hún við.
Þá mun myndlistarkonan Mic-
helle Bird í samstarfi við skólann
bjóða upp á vinnustofu fyrir nem-
endur MB með það að markmiði
að efla víðsýni og gefa nemendum
tækifæri á að kynnast fleiri þáttum
í nútímasamfélagi. Samhliða þessu
verður sett upp sýning sem gest-
um er velkomið að koma og kynna
sér en Guðrún Björg segir að þetta
verði auglýst síðar.
Menntaskóli Borgarfjarðar er
einnig þátttakandi í tveimur er-
lendum verkefnum um þessar
mundir. Annað er samstarfsverk-
efni Menntaskólans við aðra skóla
í Skotlandi, Hollandi og á Spáni.
„Nemendur fá til að mynda mögu-
leika á að komast í verkefni í er-
lendum samskiptum. Farið verður
til dæmist til Skotlands með hóp
nemenda í október. Það verkefni
snýst um sjálfbærni í umhverfis-
málum,“ segir skólameistarinn. „Í
apríl var farið með tíu nemendur
til Noregs þar sem unnið var með
norrænar sögur og áætlað er að
norðmenn heimsæki svo skólann
okkar hingað í Borgarnes á næstu
misserum.“
Gott samstarf milli
skóla í Borgarbyggð
Menntaskóli Borgarfjarðar er for-
sprakki að svokölluðum skóladegi
sem haldinn verður sameiginlegur
milli allra skólastiga í Borgarbyggð
í mars á næsta ári. „Undirbúning-
ur er farinn vel af stað og verkefnið
mjög spennandi. Mikið er lagt
uppúr fjölbreytni, að virkja frum-
kvæði og sköpunargleði ásamt því
að blanda saman skemmtun, fróð-
leik, boðskap, umræðum og leikj-
um,“ segir Guðrún Björg.
Skólinn leggur mikið upp úr
samstarfi við aðrar menntastofn-
anir og nýtur Borgarfjörður þeirr-
ar sérstöðu að geta boðið uppá öll
skólastig allt frá leikskóla upp í há-
skóla ásamt tónlistarskóla og sí-
menntunarmiðstöð. MB er til að
mynda í góðu samstarfi við Há-
skólann á Bifröst og áformar há-
skólinn að bjóða áhugasömum
nemendum Menntaskóla Borgar-
fjarðar sem og grunnskólanem-
endum í Borgarbyggð í heimsókn í
eins konar nýsköpunar BootCamp.
„Þetta er liður í að kynna það sem
sveitarfélagið hefur upp á að bjóða
hvað varðar menntun.“
Öflugt félagslíf
Leiklistarfélagið Sv1 fékk styrk úr
menningarsjóði fyrir skemmstu
og er áætlað að setja upp leik-
verk á skólaárinu. WestSide verð-
ur á sínum stað en það er sam-
starfsverkefni Menntaskóla Borg-
arfjarðar, Fjölbrautaskóla Vestur-
lands og Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga þar sem nemendur skólanna
etja kappi í hinum ýmsum íþrótta-
greinum, hefðbundnum sem og
óhefðbundnum greinum, og enda
svo daginn á dansleik. Í ár fer við-
burðurinn fram í FSN í Grundar-
firði. Þá hefur nemendafélagið ver-
ið í samskiptum við nemendafélag
tækniskólans, Framhaldsskólans
í Mosfellsbæ og Borgarholtsskóla
um sameiginlegan skemmtidag
sem einnig endar með dansleik.
glh
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Menntaskóli Borgarfjarðar:
„Margt í farvatninu varðandi nám og félagslíf“
Hefðbundin kennsla hófst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 21. ágúst. Ljósm. úr safni.
Um liðna helgi fóru fram nýnema-
dagar og skólasetning Háskólagátt-
ar við Háskólann á Bifröst í Borgar-
firði og var skipulögð dagskrá fyrir
nýnema frá föstudegi til sunnu-
dags. Þá var meðal annars farið yfir
réttindi og skyldur nemenda í há-
skólanum og kennslukerfi skól-
ans kynnt. Nýnemadagar grunn-
og meistaranema fer svo fram um
helgina og hefst formleg dagskrá á
fimmtudag þegar Vilhjálmur Eg-
ilsson, rektor háskólans, ávarp-
ar nemendur, kennara og gesti við
skólasetningu. Kennsla fer á fullt í
framhaldi af því. „Nýnemar í skól-
anum í haust verða eitthvað á fjórða
hundrað þegar allt er talið og nem-
endur alls líklega um 600,“ seg-
ir Vilhjálmur í samtali við Skessu-
horn. „Mun fleiri eru að koma inn
í grunnnámið í haust en á síðasta
ári,“ bætir hann við. Umsóknir í
Háskólann á Bifröst eru um 25%
fleiri en á síðasta ári og er fjölgun-
in fyrst og fremst í umsóknum um
grunnnám sem eru tæplega 50%
fleiri en í fyrra. Vilhjálmur segir
meistaranámið vera enn í sókn eftir
mikinn vöxt í fyrra. Fyrir ári síðan
fjölgaði meistaranemum úr um 70
í 100 við háskólann og ætla má að
um 5% aukning verði í ár. Í heild
eru umsóknir í skólann um 16%
fleiri en í fyrra.
Fjarnám í fararbroddi
Viðskiptafræðin er vinsælasta náms-
leiðin á meðal nemenda í grunn-
námi og nýtt diplómanám í opin-
berri stjórnsýslu fer vel af stað seg-
ir rektor skólans. Í meistaranámi
er vinsælasta námslínan forysta og
stjórnun. Skólinn hefur einnig ver-
ið í fararbroddi í fjarnámi og er sú
námsleið orðin ráðandi þar sem
rúmlega 80% nemenda velja það
fyrirkomulag. „Skólinn er í far-
arbroddi í fjarnámi og nýjungar í
námsframboði og kennsluháttum
hafa skilað sér vel. Bifröst er 100
ára á þessu ári og hlutverk skólans
hefur alla tíð verið að mennta fólk
fyrir leiðandi hlutverk í atvinnulíf-
inu og samfélaginu. Skólinn mun
halda áfram að þróast eins og þarf
til að gegna hinu mikilvæga hlut-
verki sínu í íslensku samfélagi,“
segir Vilhjálmur.
Háskólinn á Bifröst fagnaði 100
ára afmæli sínu í ár og hófst form-
leg afmælishátíð í febrúar á árinu
með hátíðlegri athöfn. Hátíðarvið-
burðir hafa verið síðan þá yfir árið
og verður afmælishátíðinni slúttað
með formlegri afmælisveislu þann
3. september næstkomandi. Afmæl-
isveislan fer fram á Bifröst þar sem
margir góðir gestir munu heiðra
samkomuna með nærveru sinni.
Háskólinn hefur meðal annars boð-
ið Guðna th. Jóhannessyni, forseta
Íslands, að vera viðstaddur þennan
merkis dag.
glh
Töluverð fjölgun nýnema við Háskólann á Bifröst
Umsóknir í háskólann um 25% fleiri en á síðasta ári
Nemendur á Bifröst.
Ljósm. úr safni.