Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Qupperneq 24

Skessuhorn - 22.08.2018, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 201824 bæjarins hefði farið þarna fyrir lít- ið ef myndasafni systranna hefði verið hent. Það var síðan mikill hausverkur að velja myndirnar, en hafðist að lokum.“ Erfitt að meta framlag systranna útgáfa bókarinnar á sér töluverð- an aðdraganda, því nokkur ár eru liðin frá því Ægir fór að huga að því að gefa ljósmyndirnar út á bók. „Undanfarin ár hef ég verið að leita eftir fjárstuðningi og velta því fyrir mér hvernig hægt væri að gera þetta. til þess þurfti að yfir- stíga alls konar þröskulda, ég held ég hafi hætt fimm sinnum við,“ segir hann og brosir. Ægir leitaði til bæði Minningarsjóðs Stykkis- hólmsbæjar og Minningarsjóðs St. Franciskussystra um stuðning við útgáfuna. Þar á bæjum var verk- efninu vel tekið og fé veitt til út- gáfunnar. Kann Ægir þeim bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Um- brot bókarinnar var í höndum Anok margmiðlunar og Prent- met sá um að prenta hana. Þann- ig að þetta er vestlensk útgáfa að öllu leyti,“ segir hann. „Bókin er til sölu í Bókaverzlun Breiðafjarð- ar og fæst einvörðungu þar,“ segir Ægir og aðspurður bætir hann því við að bókin verði ekki seld víðar. Markmiðið með útgáfunni sé enda ekki að selja sem flest eintök, held- ur fyrst og fremst að koma þessari heimild og virðingarvotti um St. Franciskussystur og störf þeirra á prent. „Starf systranna og áhrif þeirra á Stykkishólm eru á marg- an hátt ómetanlegur og óaðskilj- anlegur hluti af sögu bæjarins á 20 öldinni. Sú þjónusta sem að þær veittu, bæði sjúkrahúsþjónusta og leikskólaþjónusta auk prentsmiðj- ureksturs fyrir kaþólsku kirkjuna lyfti bæjarfélaginu upp að hlið mun stærri bæja en Stykkishólm- ur var á þessum tíma í öllum þjón- ustulegum skilningi. Í sögulegum skilningi má halda því fram að það hafi veri tvennt sem var sérstakt og einstakt við Stykkishólmi á 20 öldinni, annars vegar skelfiskveið- arnar sem renndu efnahagslegum stoðum undir bæjarfélagið og hins vegar St. Franciskussysturnar sem veittu hér margháttaða félagslega þjónustu sem almennt var ekki að hafa í smærri bæjarfélögum á landbyggðinni. Vera systranna í Hólminum hefur einnig gert það að verkum að Stykkishólmsbúar hafa átt frekar auðvelt með að að- laga sig að fjölmenningu í breytt- um heimi. Hólmarar eru vanir því að hafa í sínum röðum fólk sem hefur önnur móður mál og aðrar trúarskoðnir. Fólk sem aldrei hef- ur gert annað en að leggja gott til samfélagsins. Það held ég að muni sitja eftir sem ein stærsta arfleið systranna, þó það sé auðvitað erf- itt að leggja mat hve mikið þeirra framlag til samfélagsins hefur ver- ið í öll þessi ár,“ segir Ægir. kgk Í síðasta mánuði var gefin út ljós- myndabókin Systurnar í Hólm- inum – St. Franciskussystur 1935-2009. Eins og nafnið bend- ir til er þar að finna ljósmynd- ir frá lífi og starfi St. Franciskus- systra á þeim 74 árum sem syst- urnar dvöldu í Stykkishólmi. Það er Ægir Breiðfjörð Jóhanns- son sem á veg og vanda að útgáfu bókarinnar. „Mín afskipti af sögu systranna byrja þegar ég hef störf á St. Franciskusspítala árið 1996. Þá var 60 ára afmælisár spítal- ans. Hrundið hafði verið af stað söfnun fyrir búnaði í skurðstofu og bráðstofu í tilefni afmælisins og upp kom sú hugmynd að gefa þeim sem létu fé af hendi rakna litla bók með myndum og yfirliti yfir sögu spítalans, sem þakklætis- vott fyrir veittan stuðning,“ seg- ir Ægir í samtali við Skessuhorn. „Ég tók saman efni þeirrar bókar, að beiðni stjórnenda spítalans og setti upp litla sýningu á ljósmynd- um og munum hér innan veggja sjúkrahússins. Ég hef alla tíð síð- an reynt að gæta þess að gaml- ir munir og myndir sem tengjast systrunum fari ekki í súginn,“ seg- ir hann. „Þegar lá fyrir að systurn- ar væru á förum frétti ég að þær þyrftu að farga ljósmyndunum sínum, þar sem þær hefðu ekki tök á að hafa þær með sér utan. Ég náði að koma í veg fyrir að mynd- unum væri hent, alls 45 albúm- um og ég fékk einnig leyfi til að skanna þær myndir sem systurnar ætluðu að taka með sér út,“ segir Ægir ánægður. „Stór biti úr sögu Gaf út ljósmyndabók um St. Franciskussystur Nú rennur senn í garð tími rútínu hjá fjölskyldufólki þar sem börn- in flykkjast aftur í skólann og tóm- stundastarf hefur aftur göngu sína. Mikilvægi tómstundastarfs er þekkt, þar myndast vinátta sem endist oft lífið. Byggður er sterkur grunnur, líkamlega og ekki síður andlega. Það er hollt að æfa færni sem fellur inn- an áhugasviðs barnsins. Það er hins- vegar líka stundum snúið að finna það sem hentar hverju barni. Þegar þau stálpast verður erfiðara að kom- ast inn í hópinn þar sem færni vant- ar ef ekki hefur verið æft frá unga aldri. tómstundastarf er hins veg- ar ekki aðeins skipulögð íþróttaiðk- un. Skátahreyfingin eru fjölmenn- asta æskulýðshreyfing í heiminum og starfar eftir sömu gildum í nánast öllum löndum heims. Skátarnir hafa það meginmarkmið að stuðla að þroska og uppeldi ungmenna með því að efla einstaklinginn til sjálf- stæðis, virkni og ábyrgðar í samfé- lagi. Samfélagsþegnar sem taka þátt í bæta umhverfi sitt, huga að nátt- úrunni og samfélaginu. Skátinn sjálfur er lykilpersóna á vegferðinni til þroska og sjálfseflingar sem mið- ar að einstaklingurinn sé fær um sjálfstæð vinnubrögð og fær um að veita öðrum stuðning og verið hluti af heild. Skátastarfið byggir á þeim gild- um sem felast í skátalögum og skátaheiti og skátar skemmta sér á vegferðinni. Það er mikið lagt upp úr því að viðfangsefnin séu fjöl- breytt og áhugaverð. Farið er í úti- legur og ferðalög, sungið, tálgað, spáð og spekúlerað. Skátarnir sjálfir ákveða hvernig þeir vilja að skáta- starfið sé. Með skátastarfinu viljum við stuðla að því að skátar: Sýni sjálfum sér, öðrum og um- hverfinu virðingu. taki tillit til skoðana og tilfinn- inga annarra. Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki. Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök. Lifi heilbrigðu lífi og séu traustir félagar og vinir. Skátafélag Borgarness skipulegg- ur starf fyrir 10 – 18 ára skáta og hefur opnað fyrir umsóknir. Öll börn frá 5. bekk eru velkomin að vera með í vetur. Vel verður tekið á móti nýjum skátum, laugardag- inn 8. september, í skála félagsins sem nefnist Fluga og er í fólkvang- inum Einkunnum. Í fyrra var fund- arformi breytt og var mikil ánægja með að hafa fundina lengri en sjaldnar, á laugardögum í 3 – 4 tíma í senn einu sinni til tvisvar í mán- uði. Með lengri fundum gefst okk- ur tækifæri til að efla útiveru og búa til vettvang þar sem skátarnir læra að taka ábyrgð á og skipuleggja úti- veru út frá aldri og getu. Eva Hlín Alfreðsdóttir, gjaldkeri Skátafélags Borgarness Blómlegt skátastarf í Borgarbyggð Pennagrein St.Franciskussystur í Stykkishólmi. Ljósmyndari óþekktur. St.Franciskussystur í Tilburg í Hollandi 2018, að skoða nýútkomna ljósmyndabók- ina. Ljósm. Lucia de Korte. Ægir Breiðfjörð Jóhannsson. Ljósm. Lucia de Korte.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.