Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2018, Side 25

Skessuhorn - 22.08.2018, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGúSt 2018 25 Danskir dagar voru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi í síðustu viku og náði hátíðin há- punkti um helgina. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og ýmislegt við að vera í leik og skemmtun, hvort heldur fyrir börn eða fullorðna eða alla fjölskylduna saman. kgk/ Ljósm. Haukur Páll Kristinsson. Danskir dagar voru haldnir um helgina Venju samkvæmt var slegið upp bryggjuballi á stóru bryggjunni í Stykkishólmi á föstudagskvöld. Froðurennibrautin í hótelbrekkunni vakti mikla lukku hjá krökkunum. Fjölmargir spreyttu sig í kassaklifri. Setið í sólinni með rjúkandi kaffibolla. Bæjarstjórinn á tali við góða gesti hátíðarinnar. Eplaskífubakstur í algleymingi. Danski fáninn var að sjálfsögðu vinsælasta andlitsmálverkið hjá yngstu kynslóðinni. Hægt var að gera góð kaup á flóamarkaðnum sem þessar stúlkur slógu upp. Sápukúlur af stærri gerðinni blásnar upp. Ekið með börnin um svæðið. Það er alltaf gott að fá sér eina með öllu. Gestir hátíðarinnar njóta sín í veðurblíðinni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.