Skessuhorn - 12.09.2018, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 7
569 6900 09:00–16:00www.ils.is
Húsnæðismál á
landsbyggðinni
–Tilraunaverkefni
Markmið verkefnisins er að leita leiða til þess að
bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir
víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks
íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi
íbúðarhúsnæði.
Horft er til þess að 2-4 sveitarfélög taki þátt í
tilraunaverkefninu og að verkefnið nái að fanga
mismunandi áskoranir á ólíkum landsvæðum.
Þannig geta þær lausnir sem verkefninu er ætlað
að móta nýst á sem breiðustum grunni.
Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar sem og stefnumótandi byggðaáætlun sem
samþykkt var á Alþingi þann 11. júní 2018. Í byggða-
áætlun er m.a. kveðið á um markmið um fjölgun
íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðar-
húsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins er grundvallar-
forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Hafi sveitar-
félagið ekki þegar unnið slíka áætlun og skilað til
Íbúðalánasjóðs þarf það að hafa til þess vilja og
getu að ljúka við gerð hennar.
Þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verk-
efninu eru beðin um að hafa samband við Sigrúnu
Ástu Magnúsdóttur, deildarstjóra á húsnæðis-
sviði Íbúðalánasjóðs, á netfangið sigrun@ils.is
fyrir 30. september 2018.
Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku
sveitarfélaga í tilraunaverkefni um
uppbyggingu húsnæðismála á lands-
byggðinni
Umsóknarfrestur:
30. september 2018
Umhverfis-, skipulags- og land-
búnaðarnefnd borgarbyggðar hafði
á síðasta fundi sínum til umfjöllun-
ar lýsingu á breytingu á aðalskipu-
lagi borgarbyggðar 2010-2022 fyr-
ir Iðunnarstaði í Lundarreykjadal.
Fram kom í afgreiðslu nefndar-
innar að engar ábendingar bárust
sveitarfélaginu í lýsingarferli. sam-
kvæmt tillögu sem Landlínur unnu
og lögð var fyrir nefndina, er fyrir-
hugað að breyta landnotkun hluta
úr jörðinni úr landbúnaði í verslun-
og þjónustu (hótel) og opið svæði til
sérstakra nota (tjaldsvæði). Ástæða
breytingar á skipulaginu er að fyrir-
hugað er að hefja gisti- og veitinga-
starfsemi ásamt þjónustu við tjald-
svæði á Iðunnarstöðum. breyting-
in mun taka til 4,2 ha svæðis, versl-
unar- og þjónustusvæði verði 1,6
ha og opið svæði til sérstakra nota
2,6 ha.
Iðunnarstaðir eru innarlega í
sunnanverðum Lundarreykjadal,
um miðja vegu milli Þingvalla um
Uxahryggi og borgarness. Þaðan
eru um 44 km á Þingvelli og 39 km
í borgarnes.
mm
Horft til norðurs.
Iðunnarstaðir í Lundar-
reykjadal fremst á
mynd en fjær er m.a.
Brenna.
Ljósm. úr safni:
Mats Wibe Lund.
Áform um tjaldstæði og hótel á Iðunnarstöðum
bókaútgáfan sæmundur hefur end-
urútgefið hina frægu ævisögu Guð-
mundar einarssonar refaskyttu, Nú
brosir nóttin.
Guðmundur einarsson á brekku
á Ingjaldssandi var goðsögn í lif-
anda lífi. Hann var náttúrubarn
sem litið var upp til fyrir einstaka
hæfileika. Hér er lýst samskiptum
manns við náttúruna, væntumþykju
og virðingu fyrir sköpunarverkinu.
Guðmundur ólst upp við kröpp
kjör á seinasta aldarfjórðungi 19.
aldar. Hann lýsir hér föðurmissi og
erfiðri lífsbaráttu barns sem líður
slíkan skort að vöxtur þess stend-
ur í stað árum saman. Uppkominn
varð Guðmundur samt eftirsóttur
fyrir hreysti og harðfengi en einn-
ig næmi á eðli náttúrunnar. Lífs-
viðhorf Guðmundar refaskyttu og
umhverfisvitund eiga fullt erindi
við samtímann.
Auk ævisögunnar sem rituð er af
theódóri Gunnlaugssyni á bjarma-
landi birtast hér í hinni nýju útgáfu
viðaukar sem varpa frekara ljósi á líf
refaskyttunnar, bæði skrif um Guð-
mund og skrif eftir hann sjálfan.
mm
Endurútgáfa
ævisögu
Guðmundar
refaskyttu
Hb Grandi hf. hefur gert samn-
ing um kaup á öllu hlutafé í útgerð-
arfélaginu Ögurvík ehf. seljandi
hlutafjárins er brim hf. bæði fyrir-
tækin hafa aðsetur í Reykjavík, en
einungis tvö ár eru síðan brim festi
kaup á fyrirtækinu. Kaupverðið er
um 12,3 milljarðar króna en getur
tekið leiðréttingu þegar niðurstaða
fjárhagsuppgjörs félagsins miðað
við 31. ágúst síðastliðinn liggur fyr-
ir. Kaupin eru gerð með fyrirvara
um samþykki stjórnar Hb Granda
hf. og hluthafafundar félagsins. Þá
eru viðskiptin einnig háð samþykki
samkeppniseftirlitsins um samruna
fyrirtækjanna. Kaupin verða fjár-
mögnuð með eigin fé og lánsfjár-
magni, segir í tilkynningu frá Hb
Granda. Jafnframt liggur fyrir vilji
stjórnar Hb Granda til að skoða
sölu félagins á frystitogara sem nú
er í smíðum á spáni.
mm
HB Grandi
kaupir
Ögurvík