Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 13 AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, er að finna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarformið er á heimasíðu ssv.is: http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/ Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurnir á netfang: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 2. október 2018 Grunnskóli snæfellsbæjar og bóka- safn snæfellsbæjar stóðu fyrir sum- arlestri í þriðja skiptið í sumar. Í sumarlestrinum voru nemendur hvattir til að lesa yfir sumarið en mikilvægt er að nemendur lesi í frí- um eins og jóla-, páska- og sum- arfríum. Þátttakan í sumar var svip- uð og síðasta sumar en um 30 nem- endur tóku þátt. til að taka þátt þurftu nemendur að skrá í lestrar- pésa stutta umsögn um bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. tveir nemendur voru dregnir út úr hópi þeirra sem skiluðu inn lestr- arpésum. Úr 1. til 5. bekk var það Arnar Valur Matthíasson sem var dreginn út og hjá 6. til 10. bekk var það sesselja Lára Hannesdótt- ir. Fengu þau Ipada í verðlaun. Hér eru verðlaunahafar ásamt Hilmari Má Arasyni skólstjóra. þa Tóku þátt í sumarlestri í Snæfellsbæ Hin árlega sýning, Þetta vilja börnin sjá!, farandsýning frá borgarbókasafnsins Reykjavík- ur er sýning septembermánaðar á bókasafni Akraness. Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar 14 íslenskra myndlistarmanna við samtals 17 barnabækur sem komu út á árinu 2017, ásamt bókunum sjálfum. Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Þarfir barna eru sérstaklega hafð- ar í huga við uppsetningu sýning- arinnar, enda ljóst að viðfangsefni hennar er ætlað börnum frá byrj- un. sýnendur í ár eru: Áslaug Jóns- dóttir, bergrún Íris sævarsdóttir, brian pilkington, böðvar Leós, ellisif Malmo bjarnadóttir, Frey- dís Kristjánsdóttir, Halla sólveig Þorgeirsdóttir, Högni sigurþórs- son, Íris Auður Jónsdóttir, Krist- ín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson, Ragnheiður Gests- dóttir , Rán Flygenring og sigrún eldjárn. sýningin er opnið gestum og gangandi á opnunartíma bóka- safnsins, virka daga kl. 12-18. -fréttatikynning Þetta vilja börnin sjá á Bókasafni Akraness Guðrún Guðbjarnardóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, hefur kennt við brekkubæjarskóla á Akranesi síðan hún útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands árið 1994. síð- astliðin tíu ár hefur hún haldið utan um læsismál í brekkubæjarskóla. Hún tók sér árs námsleyfi á síðasta ári til að nema lestrarfræði. „Ég var ekki að mennta mig frá grunnskólan- um, eins og margir gera, heldur var ég að sækja mér þekkingu um læsi til að styrkja mig í starfi,“ segir Gurrý í samtali við skessuhorn. Dýrmætt námsleyfi Áhugi Gurrýjar á lestrarkennslu og lestrarfræðum kviknaði mjög snemma á hennar starfsferli. „Þegar ég byrjaði að kenna þá uppgötvaði ég að ég var alls ekki nægilega undir það búin að kenna nemendum að lesa.“ Hún hafi þurft að leita sér þekkingar á lestrarkennslu hjá eldri og reyndari kennurum. „eftir innleiðingu byrj- endalæsis öðlaðist ég nýja sýn á læs- isnám því þá fékk maður svo mikið af verkfærum og leiðum til að kenna og vinna með læsi. Aðferðin er fjölbreytt og byggir á því að nálgast börnin þar sem þau eru stödd.“ Hún hafi, fljót- lega eftir að hún tók við læsismálum í brekkubæjarskóla, farið að leita sér betri þekkingar á læsi. Námsleyfið á síðasta ári hafi verið ótrúlega dýr- mætt. „Veturinn fer í það að nýta það sem ég aflaði mér náminu í kennsl- una. Ég er mjög spennt fyrir því.“ Byrjendalæsi er safn af aðferðum Læsi er ein af grunnstoðum náms -Guðrún Guðbjarnardóttir, kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi, ræðir um lestur barna Lestrarfærni íslenskra barna mældist undir meðaltali í síðustu pIsA-könn- un sem gerð var árið 2015 og er fram- kvæmd á þriggja ára fresti. Í könn- uninni kom einnig í ljós að aðeins fjórðungur íslenskra drengja getur lesið sér til gagns. Gurrý hefur sér- stakan áhuga á læsi og lestrarkennslu og segir að lestrarkennsla á Akranesi sé í nokkuð góðum skorðum. „Það hefur verið horft til okkar á Akranesi hvað varðar breytta kennsluhætti með byrjendalæsi. Við höfum fengið marga hópa af kennurum í heimsókn í skólana.“ byrjendalæsi er skipu- lag og safn af aðferðum sem kenn- arar nýta sér í læsiskennslu. „Öllum þáttum læsis er gert jafn hátt undir höfði með byrjendalæsi; lestri, ritun, tali og hlustun. Þetta eru grunnstoð- irnar fyrir læsi.“ Í byrjendalæsi bygg- ir lestrarnámið á merkingabærum grunni þar sem unnið er með gæða- texta, hann er brotinn niður í orð, stafi og hljóð þar sem tæknileg vinna lestrarnámsins fer fram. Mikil áhersla er lögð á að efla orðaforða nemenda en unnið er með hann í lok hverrar áætlunar. „byrjendalæsi hefur einna helst fengið gagnrýni fyrir að kenna ekki hljóðaaðgerð, en sú gagnrýni á ekki við rök að styðjast því hún er svo sannarlega hluti af skipulaginu.“ Þátttaka foreldra mjög mikilvæg Lestur er einn mikilvægasti grunn- þáttur menntunnar segir Gurrý. „Það er búin að vera mikil vakning í læsismálum eftir slæmar niðurstöður úr pIsA-könnunum. Það hefur leitt af sér gríðarlega vinnu eins og læsis- sáttmála sem yfirvöld hafa unnið að í samvinnu við sveitarfélög landsins,“ segir Gurrý og bætir við að það sé mjög erfitt að vera á móti því að efla læsi barna. en lestrarkennsla fer ekki ein- göngu fram í skólunum. Gurrý seg- ir að lestrarkennsla hefjist í raun um leið og barn kemur í heiminn því lestur er ekki eingöngu lestur af bók. Í læsi felst líka lesskilningur, tal, mál- skilningur og hlustun. „Foreldrar geta gert gríðarlega mikið. Lestur er flókin hugræn færni sem er nátengd málþroska. Þótt formlegt lestrarnám hefjist ekki fyrr en í byrjun grunn- skóla, þá er undirbúningurinn að því hafinn um leið og barn kemur í heiminn.“ Mikilvægi þess að barn búi við frjótt málumhverfi og ríku- legan orðaforða verðu seint vanmet- ið þegar kemur að læsi í framtíðinni. Orðaforðinn er ríkulegri í bókum Lestur heima fyrir skipti miklu varð- andi lesskilning barna og orðaforða. „Orðaforði þróast ekki í beinum tengslum við aldur eða þroska. Orða- forði er algjörlega uppeldistengdur, þannig að aðstæður barna og upp- eldi er sterkari en allt annað,“ segir Gurrý og leggur áherslu á það hve mikilvægt það sé að lesa fyrir börn- in heimavið. „Orðaforðinn sem við notum dagsdaglega er svo fátækleg- ur, en þegar við lesum þá uppgötvum við fullt af nýjum orðum.“ Gurrý seg- ir að hún sjái að ungir foreldrar standi sig vel þegar kemur að lestraruppeldi barna sinna. „Þeir vilja standa sig vel og gera sitt besta. en fræðsla að þessu leyti held ég að væri mjög góð til for- eldra. Grunnurinn skiptir svo miklu máli.“ Lestrarkennsla og lestrarnám í skóla og heimavið skipti miklu máli. Gurrý segir að lestur heimavið sé ein af lykilstoðunum fyrir því að börn nái tökum á lestrinum. „Hjá flestum börnum á yngsta stigi gengur heima- lesturinn vel en þegar nemendur koma upp á miðstig þá vill hann detta niður. Þá eru krakkarnir farnir að lesa til að læra en ekki læra að lesa. Þá fer lesskilningur að skipta meira máli en áður. Það er því afar mikilvægt að þjálfa lestur upp allan grunnskólann,“ segir Gurrý að endingu. klj Guðrún Guðbjarnardóttir er grunnskólakennari með sérmenntun í læsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.