Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Side 27

Skessuhorn - 12.09.2018, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Keppt var um Kristmundarbikar- inn í golfi í Grundarfirði á laug- ardaginn. Mótið er minningarmót um Kristmund Harðarson, sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Mót- ið var opið punktamót og spilað- ur var betri bolti. Þátttaka var góð í mótinu, frábært golfveður, glæsi- legar veitingar og síðan var grillað ofan í kylfinga að móti loknu. Fór svo að lokum að benedikt Lárus Gunnarsson og Guðni sumarliða- son sigruðu og hömpuðu því Krist- mundarbikarnum góða. sk Það var mikið undir hjá báðum lið- um á Akranesvelli þegar skagamenn tóku á móti Víkingi frá Ólafsvík í Inkasso-deildinni á laugardaginn. Með sigri skagamanna gátu þeir tryggt sér sæti í pepsi-deildinni á næsta tímabili og um leið gert út um vonir Víkinga að komast upp. sigur Ólsara hefði hins vegar þýtt að Víkingur hefur góðan mögu- leika að komast upp þegar aðeins tveir leikir yrðu eftir. bæði lið voru án lykilleikmanna; Víkingar án Kwame Quee sem er þessa helgina í landsliðsverkefni með sierra Leone en hann hefði þrátt fyrir það ekki leikið vegna leikbanns fyrir fjögur gul spjöld á leiktíðinni. skagamenn léku svo án Ólafs Vals Valdimars- sonar sem einnig tók út leikbann og Harðar Inga Gunnarssonar sem er í landsliðsverkefni með U-21. skagamenn áttu fyrir leikinn fremur sárar minningar af heim- sóknum Ólafsvíkur á Akranesvöll. Liðin höfðu fyrir daginn mæst sex sinnum á Akranesi í Íslandsmóti og skagamenn aðeins unnið einu sinni en 5-0 sigur Víkings árið 2013 líð- ur skagamönnum seint úr minni. sú Ólafsvíkurgrýla sem hvílir yfir Akranesvelli var ekki kveðin í burtu á laugardaginn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. stuðningsmenn beggja liða fylltu stúkuna í mildu rigningarveðri og fengu þeir töluverða skemmtun í fyrri hálfleik. skagamenn byrjuðu leikinn ívið betur og sóttu nokkuð þungt að marki Víkings. Á 14. mín- útu leiksins fengu skagamenn svo hornspyrnu sem Ragnar Leósson tók. Ragnar sendi boltann á fjær- stöng þar sem Arnór snær Guð- mundsson skallaði hann fyrir mark- ið og þar kom Arnar Már Guðjóns- son á ferðinni og kom knettinum í netið. Leikmenn Víkings vöknuðu til lífsins við mark skagamanna og varð jafnræði með liðunum út hálf- leikinn. Það var svo komið að Óls- urum að nýta sér hornspyrnu en hana fengu þeir á 33. mínútu. eft- ir fína hornspyrnu sem Árni snær í marki skagamanna sló í burtu barst boltinn á Vigni snæ stefánsson sem lagði boltann fyrir sig óáreittur í teignum og lagði hann snyrtilega í markið. staðan 1-1 eftir skemmti- legan fyrri hálfleik. síðari hálfleikur var öllu rólegri og lítið um góð færi hjá liðunum. Þegar leið á hálfleikinn bættu Óls- arar í sóknina en skagamenn virtust ætla að halda fengnum hlut. Þrátt fyrir ógn Ólsara að marki skaga- manna í restina náðu þeir ekki að skapa sér ákjósanlegt færi. Niður- staðan því 1-1 jafntefli í Vestur- landsslagnum og á heildina litið sanngjörn úrslit. Jafnteflið þýðir að skagamenn missa toppsætið en eru komn- ir í mjög góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina og dugar þeim tvö stig úr þeim leikjum til að tryggja sæti í efstu deild. Víkingur hins veg- ar færðist fjær draumnum um sæti í efstu deild með úrslitunum. Þeir þurfa að vinna báða sína leiki og treysta á það að skaginn tapi báð- um sínum. Næstu leikir Vesturlandslið- anna eru laugardaginn 15. septem- ber næstkomandi klukkan 14:00; skagamenn gegn selfossi á úti- velli og Víkingur gegn Njarðvík á heimavelli í Ólafsvík. bþb seinni hluti vinaklúbbakeppni Golfklúbbsins Vestarr og Golf- klúbbsins Mostra fór fram í Grund- arfirði á sunnudag. Leiknar voru þrjár umferðir; texas, Greensome og einmenningur. Leikar fóru þannig að Mostra- menn höfðu vinninginn með 17,5 gegn 7,5 skori félaga í Golfklúbbn- um Vestarr. sk M e i s t a r a f l o k k u r kvenna vann góðan sigur á sameigin- legu liði Aftureld- ingar/Fram í síð- asta heimaleik sín- um á Akranesvelli í Inkassodeildinni á mánudaginn. Leik- urinn var þýðingarlít- ill fyrir bæði lið þar sem ljóst var að Fylkir og Keflavík eru þau tvö lið sem fara upp í pepsídeild- ina að ári. Það mátti þó ekki sjá á leiknum þar sem mikil barátta einkenndi leikinn. skagastelpur voru duglegar að sækja en náðu ekki að skapa sér nein markverð færi. Gestirnir voru engu síðri og drjúgar í sínum sóknaraðgerð- um. Á 32. mínútu dró til tíðinda þegar Lovísa Mjöll Guðmunds- dóttir átti fína sendingu inn í teig skagastelpna á samira sulem- an sem skilaði boltanum í netið og kom í leiðinni gestunum yfir. ÍA hélt áfram að sækja það sem af lifði hálfleiks en ekki náðu þær að skila boltanum í netið og Aft- urelding/Fram því með forskot þegar gengið var til klefa. Í síðari hálfleik komu þær gulklæddu mun orkumeiri og ákveðn- ari til leiks og strax á 47. mínútu átti berg- dís Fanney einars- dóttir góða sendingu á liðsfélaga sinn, Heið- rúnu söru Guðmunds- dóttur, sem lagði boltann fyrir sig og skoraði af öryggi. ÍA stúlkur voru fjarri saddar eft- ir jöfnunarmarkið því aftur var bergdís Fanney á ferðinni og sendi boltann enn einu sinni fyrir markið. Þar var Unnur Ýr Har- aldsdóttir á fjærstöng sem skor- aði og kom ÍA yfir. Afturelding/Fram sóttu af ákefð á þær gulu það sem eft- ir lifði leiks og voru nær því að jafna undir lokin en toni Or- nela, markvörður ÍA, átti frábæra markvörslu. Niðurstaðan 2-1 ÍA í vil. Næsti leikur er jafnframt síð- asti leikur ÍA á tímabilinu og fer fram á föstudaginn er þær heim- sækja stelpurnar í Hömrunum í Hveragerði. glh Keppt var um Kristmundarbikarinn á laugardag Benedikt Lárus Gunnarsson og Guðni Sumarliðason með Kristmundarbikarinn. Mostramenn sigruðu í seinni vinaklúbbakeppninni Sigurliðið í vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra. Skagastelpur unnu Aftureldingu/Frama Skagamenn með annan fótinn í efstu deild Jafntefli í Vesturlandsslagnum Vignir Snær Stefánsson í þann mund að skora jöfnunarmark Víkings. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.