Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Side 2

Skessuhorn - 28.11.2018, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 20182 Nú styttist í að aðventan gangi í garð, en fyrsti sunnudagur í aðventu er 2. desember. Því er ekki úr vegi að fara að draga fram aðventukransinn, eða búa til nýjan. Þá má einnig hægt og rólega fara að huga að smákökubakstri, jóla- skrauti og ljósum til að lýsa upp í myrk- asta skammdeginu. Á morgun, fimmtudag, verður norð- austan 15-23 m/s, hvassast suðaustan- lands og snjókoma á norðanverðu land- inu. Slydda verður austast en annars úr- komulítið. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands og með austurströndinni, en annars 0 til 5 stiga frost. Á föstudag er útlit fyr- ir 10-18 m/s og snjókomu en síðar él á norðanverðu landinu, lengst af úrkomu- laust syðra. Hvassast verður á annesjum austan til. Frost víða 1 til 6 stig. Á laug- ardag eru líkur á norðvestan hvassviðri með snjókomu norðaustan til en annars hægari og él. Áfram verður kalt í veðri. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt, él á víð og dreif og talsvert frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvort kaupir þú sérvöru frek- ar í verslunum eða á Internetinu?“ Af- gerandi meirihluti segist kaupa meira í verslunum, eða 79%. Aðeins 11% svar- enda kaupa fremur á netinu. 10% skipta viðskipum sínum jafnt á milli verslana og netverslana. Í næstu viku er spurt: Hvenær lýkur þú venjulega jólagjafainnkaupum? Leikskólastarfsmenn í landshlutanum eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Þeir vinna ómetanlegt starf alla daga ársins, en í lok nóvember eykst álagið á sama tíma og börnin gerast spenntari í aðdraganda jóla. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Gul viðvörun í dag og morgun LANDIÐ: Veðurstofan hef- ur gefið út gula viðvörun fyr- ir allt landið frá því um nón- bil í dag, miðvikudag, og fram á fimmtudagskvöld. Í við- vörun sem gefin var út í gær sagði: „Það gengur í norðaust- an 15-23 m/s um miðjan dag á miðvikudag [í dag]. Hvassast verður á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall þar sem vindhvið- ur geta náð 45 m/s. Þar verður varasamt að vera á ferð á öku- tækjum sem taka á sig vind.“ -mm Lagt hald á heimabrugg AKRANES: Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði ólöglega bruggun í heimahúsi á Akra- nesi á þriðjudaginn í síðustu viku. Að sögn lögreglu þurftu lögreglumenn nánast að setj- ast niður og rifja upp hvernig ætti að bera sig að, svo langt er síðan laganna verðir hafa þurft að hafa afskipti af ólög- legri bruggun. Lagt var hald á nokkra lítra af landa og um hundrað lítra af gambra. Einn- ig var lagt hald á öll bruggtæki og annan búnað. -kgk Atvinnuleysi mælist nú 2,9% LANDIÐ: Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði ver- ið á vinnumarkaði í október 2018, samkvæmt vinnumark- aðsrannsókn Hagstofu Ís- lands, en það jafngildir 81,2% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.700 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 78,9% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 2,9%. Þetta er verulega lægra hlut- fall en Hagstofan skráði sem atvinnuleysi í október 2017, en þá var það 3,7%. -mm Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti, ásamt fylltum paprikum. Bragðlaukarnir verða ekki sviknir af þessari hollustu. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. bakaðar kjúklingabringur Hollustan hefst á gottimatinn.is Fyrirtækið Vogir og Lagnir ehf á Akranesi hafa keypt Rafþjónustu Sigurdórs. Að sögn Sigurðs Axels Axelssonar eiganda báru kaupin frekar brátt að. „Við höfum grín- ast með þetta hjá báðum fyrirtækj- um, en þessi tími einfaldlega hent- aði. Við vildum stækka við okkur og seljandinn vildi minnka við sig svo þetta bara hentaði vel,“ seg- ir Sigurður í samtali við Skessu- horn. Fyrirtækin verða sameinuð undir nafni Voga og Lagna. „Það breytist ekki mikið hjá okkur. Það halda allir sínum störfum og við höldum áfram að þjónusta vog- ir um allt land og rafmagn á okk- ar starfssvæði hér á Akranesi og í nágrenni. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að halda áfram að veita góða þjónustu og leitast allt- af að því að gera enn betur,“ segir Sigurður. arg Vogir og Lagnir hafa keypt Rafþjónustu Sigurdórs Þessa dagana er unnið að sjóvörn- um víða um Snæfellsbæ. Áætlað- ur kostnaður við sjóvarnargarða er 35,1 milljón króna og skiptist kostnaðurinn á milli ríkis og sveit- arfélagsins þannig að 87,5% fellur á ríkið og 12,5% á Snæfellsbæ. Undir Ennisbökkum er Grjót- verk ehf. frá Hnífsdal að endur- hlaða 180 metra garð. Áður en verkið hófst þurfti að hreinsa úr bakkanum og kom þá í ljós gam- all netaafskurður sem notaður var á árum áður til að binda jarðveg og varna því að eins mikið hryndi úr bakkanum. Grjótverk mun jafn- framt hlaða nýjan 90 metra sjó- varnargarð við Gróuhól á Helln- um og er áætlað að því verki verði lokið um miðjan apríl á næsta ári. Ásamt því verður hlaðinn nýr 125 metra sjóvarnargarður við gamla Hraðfrystihús Hellissands og eru verklok áætluð í lok júní 2019. B.Vigfússon hefur einnig unnið að því að hlaða nýja sjóvarnargarð við Marbakka í Staðarsveit. Þar verður garðurinn 55 metra langur og eru verklok áætluð um áramótin. þa Unnið við grjótvarnargarða víða í Snæfellsbæ Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaustaðar hefur fengið afhent minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti um væntanlegt niðurrif á strompinum á lóð Sementsverk- smiðjunnar. Sviðsstjóra hefur verið falið að gera samkomulag við verk- takafyrirtækið Work North ehf. um niðurrif hans. Gerð var könn- un meðal bæjarbúa Akraness þess efnis hvort fella ætti strompinn eða varðveita hann. Reyndust 94% íbúa fylgjandi því að hann yrði rifinn. Bæjarstjórn ákvað í kjölfar þeirr- ar niðurstöðu að gera breytingu á skipulagi til að rífa mætti stromp- inn. Gert er ráð fyrir að niðurrif strompsins verði öðrum hvorum megin við næstu áramót. Um ár er liðið síðan byrjað var að rífa hús Sementsverksmiðjunn- ar og hefur niðurrif að mestu geng- ið vel. Þegar verkið var boðið út á sínum tíma hafði Mannvit gert ráð fyrir því að niðurrifið á verksmiðj- unni myndi kosta 326 milljónir króna en tilboð Work North ehf. hljóðaði upp á rúmar 175 milljónir króna. Sú áætlun hefur staðist, að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæj- arstjóra. „Langmestar líkur eru á að strompurinn verði sprengdur og látinn falla inn á athafnasvæðið þar sem verksmiðjuhúsin stóðu áður,“ segir Sævar. Niðurrif strompsins og veggjarins sem umlykur sem- entsþróna voru ekki skilgreind í upphaflega samningnum sem gerð- ur var við Work North. Þarf því að semja sérstaklega við fyrirtækið um niðurrif strompsins. Að sögn Sævars er það til skoðunar hvenær og hvernig verði staðið að niður- rifi veggjarins við þróna, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það. mm Samið verður við Work North um niðurrif strompsins

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.