Hlynur - 15.07.1986, Page 22

Hlynur - 15.07.1986, Page 22
bifröst Þetta eru nýútskrifaðir stúdentar Framhaldsdeildar. Ljósm. Kristján Pétur Skólasltt Samvínnuskólans Nemendur annars bekkjar í Bifröst. Stúlkumar á íslenskum búningi eins og hefð er orðin. Ljósm.: Hákon Viðar Sigmundsson Þann 1. maí sl. var Samvínnu- skólanum slitið í 68. sinn og þann 10. maí var framhalds- deild slitið og 12. árgangur stúdenta útskrifaður. Nemendur skólans voru 111 í vetur og þar af 33 í Framhalds- deíld. Stúdentsprófi Iuku 15 manns en 36 tóku Samvínnu- skólapróf eftir tvegg}a vetra nám að Bifröst. Frá vorí 1985 til vors nú hafa rúmlega 1.000 manns tekíð þátt í námskeíðum skól- ans víða um land og hafa þá frá upphafi 9.091 sótt starfs- fræðslu- og félagsmálanám- skeið Samvinnuskólans. Hæstu eínkunn á stúdents- prófi hlaut Híldur Árnadóttír, 8,23. í 3. bekk varð Sigríður H. Sveinsdóttir hæst með 8,65 og á Samvínnuskólaprófi varð Hulda Björg Baldvínsdóttir hlut- skörpust með 9,12. Skólastjórí Samvinnuskólans er Jón Sigurðsson en yfirkennarí Framhaldsdeildar er Svavar Lámsson. Miklar breytíngar í haust Eíns og komíð hefur fram breyt- ast ínntökuskilYrðí Samvínnu- skólans mjög nú í haust. í stað þess að grunnskólapróf hefur dugað fram að þessu verður nú krafist tveggja vetra náms á viðskíptabraut framhaldsskóla eða sambærilegrar menntunar. Hér eftír verða því útskrífaðír stúdentar frá Bifröst. Jafnframt er stefnt að því að auka enn námskeiðahald skól- ans og jafnvel hasla þeim nýjan völl. Nú er nýfaríð að bjóða sérstök kvennanámskeíð sem kallast „Kvennaframi". Samvinnuskólinn hefur frá upphafi verið í fararbroddí hvað snertír nýjar hugmyndir í menntun og forráðamenn skól- ans hugsa sér að hefja nú merkið sem aldreí íýrr. Með haustinu verður hægt að segja betur frá þessum nýju hug- myndum og nýjum Samvinnu- skóla. 22 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.