Hlynur - 15.07.1986, Blaðsíða 44

Hlynur - 15.07.1986, Blaðsíða 44
börnin Ú tílegan Þíð eruð nú farin að kannast við Sigga og Beggu, þessí systkín sem lenda í ýmsu óvenjulegu. Og hér er enn ein lítíl saga af þeim. Það var komíð sumar, og pabbí var að fá sumarfríið sítt. Ja, hvert ættu þau nú að fara í fríinu, fara til Reykjavíkur, eða eítthvað annað? Þau voru nýbúin að eígnast voða fínt tjald, svo eftir miklar vangaveltur var ákveðíð að fara í tjaldferðalag. Og hvert átti nú að fara? Pabbi sagðí: „Við hlustum bara á veðurfregn- irnar og förum þangað sem veðrið er best.“ Þessu voru allir sammála og mamma fór strax að taka til nesti handa þeim, baka kleinur og snúða, sjóða hangikjöt og margt fleíra góðgætí. Það gæti verið að það væri besta veðrið þar sem engar sjoppur væru og þá væri nú gott að hafa eítthvað gott í nestísboxínu. Og pabbí hlustaði á veðríð og tók strax ákvörðun. „Súld við ströndina en bjart til fjalla. Þá er best að fara eítthvað upp í dali." Og næsta morgun var haldið af stað eftír að búið var að fýlla bílinn af miklum farangri, já svo míklum að Siggi og Begga urðu að sitja ofaná svefnpokunum í aftursætínu. En það var allt í Iagí, því þá sáu þau betur út um gluggana og allt sem fýrir augu bar. Mömmu grunaði strax hvert ferðinní væri heitið, því pabbi hafði ekki gleymt veiðistöngun- um. Og hvað þýddí það?Jú auðvitað að ætlunín væri að fara upp að heíðavatninu, sem hann var búinn að tala um í allan vetur. Svo pabbi áttí ekki Ieyndarmálið lengur um áfangastaðinn. Það skemmtilegasta sem pabbi og Siggí gerðu var að veiða. En mamma og Begga vom ekkert of sólgnar í að standa í köldu vatni með prik í hendí og bíða eftir því að eínhverjum titti lítíst vel á agníð þeirra. En nú var komið fram í ágúst og berín orðin þroskuð, svo þær gætu bara faríð í berjamó. Nú var keyrt fram hjá mörgum bæjum og á þeim síðasta sem þau keyrðu framhjá áður en þau fóru upp á heíðína keyptu þau mjólk og rjóma til að hafa með sér. Og svo var lagt á heíðina. - Vegurinn - ja, það var varla hægt að kalla þetta veg - þau hefðu aldrei komíst þetta, nema af því að þau vom á jeppa. Það var kvöldmatartímí þegar þau voru búin að tjalda og míkíð var gaman að borða úti. Pabbi og Síggi fóru strax að veíða um kvöldið og lofuðu því að það yrði soðínn sílungur í hádegismat daginn eftír. Og viti menn þegar fór að dimma komu þeir heim að tjaldinu með 4 silunga einmítt einn á mann. Svo fóm þau að sofa, þetta var svo gaman, að liggja í tjaldinu og heyra í fuglunum og hjalið í læknum. Begga sofnaði fljótt, stakk höfðinu ínn t svefnpokann svo henní yrði ekki kalt á nefinu. En um míðja nótt vaknar mamma við einhver hróp. „Mamma — mamma — ég er týnd'' hrópar Begga. „Hvað er nú?" hugsar mamma. Jú viti menn, Begga var komin þversum í botninn á pokanum og fann ekki opið! Og þarna var hún háöskrandi í mYrkrínu, hafðí alveg gleymt að hún var í tjaldferðalagi. Mamma og pabbí voru dágóða stund að róa Beggu og á endanum fékk hún að skríða ofan í pokann hjá mömmu, og þar var mikíð hlýrra. Næsta morgun fóm pabbi og Siggi snemma að veiða, en mamma og Begga lúrðu áfram í tjaldinu. Svo heyra þær fótatakið þegar þeir koma frá vatninu aftur, og mamma kallar. ,Jæja verður það steiktur sílungur í kvöldmat?" En ekkert svar kom. Mamma reis upp í svefnpokan- um og viti menn, tjaldið hrynur yfir þær. Og þær heyra hesta hlaupa í burtu. Og Begga byrjar að hrópa aftur og pabbi og Siggi koma hlaupandí í því að þær eru að skríða út úr tjaldhrúgunní. Mikíð hlógu þeír á meðan að þeír voru að laga stögin í tjaldinu aftur, og létu þau orð falla að ekki mættu þeir líta af kvenfólkinu. Þetta þóttí mæðgunum súrt í brotið, og hugsuðu þeim þegjandi þörfina. í hádegínu var silungurinn soðinn og smakk- aðist vel. En þeir fengu engan silung allan dagínn, og þegar kom að kvöldmatnum, var allt búíð, hangikjötið, kleinurnar og snúðarnir, brauðið hvað þá annað. En það glaðnaðí heldur betur yfir veíðimönnunum þegar mamma og Begga tóku á móti þeim með kúfaða diska af blábeijum og rjóma. Þar þóttust þær hafa borgað fýrir sig. Og um kvöldið veiddu þeir 9 silunga, sem þau fóru með heím næsta dag. Og næsta vetur töluðu Siggí og Begga oft um þessa ferð og hvort hefði smakkast betur, silungurinn eða bláberín. 44 HLYNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.