Hlynur - 15.07.1986, Page 49

Hlynur - 15.07.1986, Page 49
nöldur að norðan ~ Hg er nú ekki með öllum mjalla. Þvílíkur endemis fáráðlingur, að ljá máls á að skrifa fastan dálk í blað þegar það er sjálfgefið að ég get ekki staðíð við það. Þessu líkar eru þær hugrenníngar sem berg- mála í höfðinu á mér, dagínn sem rítstjórí Hlyns hringir í áttunda sínn til að biðja míg um ..nöldrið", Blóðþrýstingurinn fer ört hækkandi. Þó feríllinn sé ekkí langur er ég búinn að skapa hefð um að skíla efnínu af mér, það er að segja allt of seint. Nú er svo komíð að ég hrekk í kút í hvert skíptí sem símínn hringir og þori varla að svara, því pístillínn er enn óskrifaður. — Ég hef bara engan tíma til að gera þetta, tauta ég stressuð og tel upp ótal hluti sem áttu að gerast í gær. Rístjórinn lætur sem hann heyrí það ekki, enda er það einí réttí leikurinn í þessarí stöðu. Eg lofa honum upp í ermina á mér að setjast niður í kvöld, fá ínnblástur og hætta ekkí fyrr en verkínu sé lokið. Kvöldíð reynist ótrúlega fljótt að líða. Eftir miðnætti sest ég víð skrífborðíð og horfi á pennann og blaðíð sem eru ósátt og talast ekkí við. Þrátt fýrir kaffibírgðírnar er ég sofnuð fram á borðíð eftír hálftíma. Það gerist greinilega ekkert í kvöld og ég ákveð að sofa á þessu eína nótt í víðbót. Næsta dag hríngir ritstjórinn í níunda sinn (símareikníngurínn er örugglega orðinn hár hjá honum). Það syngur og hvín í svitaholunum og streitan flæðír yfir sál og Iíkama. Ég er orðín einkar geðvond og víðskotaíll í umgengni. Það eru fáar afsakanír tíl, ég tönnlast á þessu vinsæla orði - f/maskortur. í taugaveíkl- un reyni ég að raða öllum mínum „mikílvægu verkefnum í forgangsröð" eins og sagt er í pólítíkínní, en stressið sér fyrír því að mér vex allt i augum og ég sé enga leíð færa, það er bara enginn tímí. Hvers vegna erum við annars alltaf að etja kappi víð þennan tíma? Klukkurnar verða sífellt fleiri og nákvæmarí, en jafnhliða eykst tíma- kapphlaupið og streitan. Tímínn snýr nú samt alltaf á okkur hvað sem klukkurnar segja. Hann er svo afstæður, allír kannast víð að heil víka getur flogíð framhjá og tíu mínútur veríð ótrúlega Iengi að líða. Við höfum endalausar áhyggjur af tímanum eða öllu heldur tímaleys- ínu, hvort víð getum gert þetta eða hítt fyrir ákveðínn tíma. Um þetta er hugsað svo stíft að ekkert verður úr verkí. Fyrir skömmu las ég bókína Mómó eftír Michael Ende. Saga þessí er ævintýri fVrír börn á öllum aldri og geríst í ónefndri borg í nútímanum. Þar greinir frá því hverníg „grá- mennin" komast til valda í borgínni. Grámennín reka Tímasparisjóðinn og reikna allan tíma í sekúndum. Þau hvetja borgarbúa til að spara tíma og leggja hann inn til ávöxtunar. Fólkínu er leitt ÍVrir sjónír hvernig það getur sparað tíma með því að hætta öllu „ónauðsynlegu". FuIItrúí grámennanna gefur rakara einum í borginní eftírfarandí ráðleggingar eftír að hafa sýnt fram á að 1.324.512.000 sekúndur séu nú þegar farnar í súgínn hjá honum: Að tala minna við viðskípta- vinina, losa sig við kanarífuglínn, hætta kórsöng, lestri og að hítta viní sína á kránni. Móður sinní á hann að koma á ellíheimílí og hætta að heimsækja fatlaða vínkonu sína. Fólkíð hamast síðan við að spara tíma, en áttar sig ekkí á, að þessí tími er að eilífu glataður því grámennín nærast á stolnum tíma. Því meírí tímí sem sparast, því hraðar líður hann og tilveran verður jafnframt sífellt ínnihaldslausari. Enginn má lengur vera að því að sinna mannlegum sam- skíptum. Sagan er ævintýri og framvinda atburða í samræmi víð það, en á ekkí boðskapurínn eríndí víð okkur? Það er ekki endílega ástæða til að láta klukkuna og dagatalið ráða alveg yfir sér. Oflast höfum víð þann tíma sem víð ætíum okkur að hafa og getum afkastað ótrúlega míklu ef orkunni er ekkí allrí eytt í áhyggjur, samvískubít og alls kyns neikvæðar tilfinníngar. Eða eins og vinur minn segir stundum þegar hann er að skipuleggja: „Ef víð höfum ekki tíma tíl þess, þá búum víð hann bara tíl“. Lífsreynslusaga mín hérna að framan er einmitt dæmigerð fýrír svona ónauðsynleg viðbrögð. — Það var sem míg grunaðí, engín ástæða tíl að stressa síg út af eínum nöldurpístlí. Eyþórsdóttir Viðurkenníng Annað hvort ár veítír Sf. Sam- bandsins félagsmálaviðurkenn- ingu til þeirra sem skarað hafa fram úr. Félagsmálaviðurkenninguna hlaut Valdímar Guðmundsson sem hefur látið sig íþróttamál miklu skípta og, eins og þeir í stjórn Sf. Sambandsíns segja: kann ekkí að segja nei við neinu. Á myndinni er Valdimar t.v. að móttaka viðurkenning- arbréfið úr hendi Ólafs Straum- land. HLVNUR 49

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.