Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 3
tmm bls. 1 Umræður um þjóðina, þjóðernis- kenndina umdeildu og þjóðernis- hyggjuna varasömu hafa verið áberandi í vetur, ekki síst vegna áhugaverðrar fyrirlestraraðar Sagn- fræðingafélagsins. Þjóðernishyggja hefur haft skelfilegar afleiðingar og menn varast allt orðalag sem gæti bent til slíkra hugmynda. Það þótti því spaugilegt að gagnrýnum um- ræðum sagnfræðinganna og Reykjavíkur- Akademíunnar um þjóðerni, þjóðerniskennd og þjóðríki var frestað fyrir skemmstu meðan „strákarnir okkar" kepptu í handbolta. Þegar kemur að íþróttunum eru allir þjóðern- issinnar og belgjast út af þjóðarstolti. Helsti styrktaraðili „strákanna okkar" kaus að höfða til þjóðerniskenndarinnar í auglýsingu sem sýnd var fyrir alla leiki liðsins: „Við (slendingar erum engum líkir." Nákvæmlega þetta viðhorf hefur einkennt umræður íslendinga um landafundina í Vesturheimi. Þegar þúsund ár voru liðin frá því að „strákurinn okkar" fann Ameríku blésu ráða- menn til leiks, minntust „frækilegra afreka for- feðranna" og í kjölfarið blésu íslenskir fjölmiðl- ar út af þjóðernisstefnu. Katrín Jakobsdóttir hefur rannsakað þjóðernisstefnuna eins og hún birtist í Morgunblaðinu á landafundaafmælinu árið 2000. Úttekt hennar er bæði forvitnileg og bráð- skemmtileg eins og lesa má hér í tmm. Steinþór Heiðarsson skrifar áhugaverða grein um nýlegri ferðir til Vest- urheims. Steinþór bendir meðal annars á að margir vesturfarar 19. aldar- innar hafi hreinlega verið flóttamenn sem yfir- gáfu harðæri og harðrétti á Islandi í leit að betra lífi. Hann segir auk þess að íslendingar ( Vest- urheimi séu ekki aðeins stoltir af arfleifð sinni og sýni uppruna sínum mikla ræktarsemi. „Þeir eru lifandi sönnun þess að þjóðerni er ekki óumbreytanlegtfyrirbæri, hvorki (tíma né rúmi, og áminning um að það eru til fleiri leiðir til að vera íslendingur en sú að ala allan sinn aldur á íslandi og tala lýtalausa (slensku frá vöggu til grafar." Davíð Logi Sigurðsson fjallar um þjóðerni og uppruna fólks, en á nokkuð annan hátt, í grein- inni „Óvinurinn býr innra með okkur" þar sem hann leitar skýringa á átökum þjóðernishópa á Norður-írlandi og í Kosovo. „í óvininum er eina Brynhildur Þórarinsdóttir Frá ritstjóra öryggi hins öryggislausa fólgið," segir í Leigj- andanum eftir Svövu Jakobsdóttur, sem vitnað er til í umræddri grein. Skyldi einmitt þetta vera ástæða svo margra óskiljanlegra átaka í heimin- um? Kveikja fundarins sem vék fyrir hand- boltanum var athygliverð bók Guðmundar Hálf- danarsonar um íslenska þjóðríkið og hugsanleg endalok þess. Áhugi lesenda í jólabókaflóðinu snerist hins vegar ekki um þjóðina heldur einn einstakling, það er hvort Laxness hefði gert upp við stalínismann. Lítill kafli í skáldsögu Hall- gríms Helgasonar, Höfundur íslands, varð að löngum greinum þar sem skáldsagnapersónur og manneskjur runnu í eitt. Það segir kannski meira en mörg orð um sjálfsmynd þjóðarinnar og sannar að skáldskapurinn er merkilegri en veruleikinn í vitund hennar. Annars er gagngera greiningu á þessari ágætu verðlaunabók að finna hér aftar í heftinu. Það ætti að gleðja þá sem saknað hafa gagnrýni á íslenskar bókmenntir í tmm. Áskrift að tmm er Bókmenntir, myndlist, heimspeki, hagfreeði, pólitík, tónlist, kvikmyndir, leikhús, - menning og mannlíf tmm TIMARIT UM MENNINGU OG MANNLÍF fljót að borga sig tmm er fjölbreytt og fræðandi tímarit sem kemur út fjórum sinnum á ári. Áskrift að tmm kostar aðeins kr. 3.900 á ári innanlands en kr. 4.400 erlendis. Áskrifendur fá 15% afslátt af innbundnum útgáfubókum allra forlaga Eddu; Máls og menningar, Forlagsins, Vöku-Helgafells, Almenna bókafélagsins og lceland Review. Áskrift að tmm er því fljót að borga sig. Hringdu í síma 522 2020 eða pantaðu áskrift á tmm@edda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.