Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 13
Áhugaveröar bækur tmm bls. 11 Lost Classics Bókin um bækurnar er bókin sem menn ættu að lesa eftir jólabókafióðið. Lost Classics sam- anstendur af stuttum köflum eða esseyjum þar sem rithöfundar lýsa eftirminnilegum og áhugaverðum bókmenntaverkum sem þeim finnst fleiri verða að lesa. „Bók sem maður hrífst af fylgir manni alla ævi; hún ásækir mann jafnvel þótt hún sé löngu horfin úr hillunni eða af náttborðinu," stendur í formála og greinarn- ar sem á eftir koma bera þessu skýr merki. Yfir 70 höfundar kynna uppáhaldsverkin sín, allt frá Margaret Atwood sem velur Doctor glas eftir Hjalmar Söderberg til Ronald Wright sem held- ur upp á Pincher Martin eftir William Golding. Sérstaka athygli vekur kafli Murray Bail um The Fish Can Sing sem ís- lendingar þekkja betur sem Brekkukotsannál Halldórs Laxness. „Upp- hafslínur bókarinnar eru ógleymanlegar," fullyrðir Bail, „og benda til þess að sá sem skrifar sé eng- inn meðalmaður." Bæk- urnar sem skrifað er um eru greyptar í minningu skáldanna, enda hafa þau sum lagt mikið á sig til að komast yfir þær. Þetta eru bækur úr öllum heimshornum, sumar fundust á útimarkaði, aðrar í fornbókabúð eða á bókasafni, enn aðrar voru fengnar að gjöf og nokkrum hreinlega stolið þegar önnur ráð dugðu ekki til. Anchor Books 2001 Them - Adventures with Extremists Jon Ronson, rithöfundur og kvikmyndagerðar- maður í Lundúnum, fékk þá hugmynd að kynna sér hugsunarhátt leiðtoga öfgahópa samtím- ans, bókstafstrúaðra múslima, meðlima írska lýðveldishersins, nýnasista, Kú Klúx Klan- manna og fleiri hópa. Hann áttaði sig fljótt á því að þessir öfgasinnuðu foringjar áttu eitt sam- eiginlegt, nefnilega þá staðföstu trú að heimin- um sé stjórnað af fámennri (vestrænni) elítu. ( þessari elítu eiga að vera hinir óskilgreindu „þeir" sem hefja styrjaldir, stjórna fjármagns- flæðinu í heiminum, kynlífsþrælamarkaðnum, kvikmyndagerðinni í Hollywood og fleiru og fleiru. „Þeir" eiga að hittast reglulega á leyni- legum stað og funda síðan með „lægra sett- um" ráðamönnum eins og forsetum og forsæt- isráðherrum. Ronson reynir að kanna hvort eitt- hvert sannleikskorn leynist í þessum orðrómi og einbeitir sér sérstaklega að Bilderberg- hópnum sem Milosevic og Saddam Hussein Áhugaverðar bækur Jon Ronson THEM Advcntures wich Extremists secret rtH>m from v rulcs n it bc $ with i P.tislcy. í Rubv , dOtJ f ' t ■P the v.orU.- ■■ «nmd? Ií ■ ■ hcart of darkncs li/ard-mcn, l‘R-c«.t k i: Hollywood límousínes, rhc k*s«id t Rtdgc, No.im Ohomsfey, a harct ; kidnappcd sex slavcs, Ðavid teke, Ntcolíic Ccausjescu’s shoes. Wbile Jon | ftonson attwnpts to focate thc secret toom, he is chocd by men in dark glasscs. umnaskcd as a Jew in the middle of a Jihad í training camp, and witnesses CF.Os and i teðding jMilíticians undcrtake a bizarre pagan owl ritual in the forcsts of northcrn California. Hc also learns w.mc alarming • things ahout the Itx.king-glass world of thcm ; and us. Are the extretniats right? Or has he . heci nne one of I hem ? (og fleiri) haida að ráði heiminum (og nokkrir ís- lenskir ráðamenn hafa verið orðaðir við). Út- koman er bráðfyndin úttekt á ofsóknarbrjálæði og samsæriskenningum sem skilur lesandann eftir í jafnmiklum vafa og Ronson segist sjálfur vera í. „Þeir" eru farnir að birtast alls staðar... Picador 2001 On the Psychology of Military Incompetence Bókin um sálfræði hernaðarlegs vanmáttar eft- ir dr. Norman Dixon var fyrst gefin út 1976 eða skömmu eftir að Víetnamstríðinu lauk. Hún fjallar þó ekki eingöngu um það stríð heldur all- ar hernaðaraðgerðir þar sem mannleg mistök herforingja (- eða mannlegt eðli þeirra?) hafa valdið miklum skaða, s.s. á Krímskaga, við Pearl Harbour, Svínaflóa og á fleiri þekktum stöðum. „Þetta er ekki árás á hermenn," segir útgefandi bókarinnar afsakandi í formála, „en gæti verið holl lesning fyrir tilvonandi herfor- ingja". Efnið er þó ekki síður áhugaverð lesning fyrir alla hina sem eiga allt sitt undir því að her- foringjar heimsins geti setið á strák sínum. Bókin á því fyllilega við nú til dags þegar hern- aðaraðgerðir eru í fullum gangi og fréttir berast við og við af hugsanlegum mistökum með til- heyrandi mannfalli. Pimlico, 1994 ( 1 £ 4 > V'— 1 ON THE PSYCHOLOGY OF 1 iMTLITARY I NCO M PETENCF | N O R M A N 1 ) 1 X O N 'fhótking Jrid propofá (iv'e' SniinV : 4? ry r, í v w - The Long Boom - A Future History of the World 1980-2020 „Sagnfræðingar framtíðarinnar munu líta á ára- tugina fyrir og eftir þúsaldamótin sem gríðar- legt breytingaskeið í heiminum," segja höfund- ar The Long Boom, Bandaríkjamennirnir Peter Leyden, Peter Schwartz og Joel Hyatt. Þeir fé- lagar sýna fram á hvernig hagvöxtur, umhverf- ismál og jafnvel lífslíkur í heiminum gætu tekið stórstígum jákvæðum breytingum ef haldið er rétt á spilunum. Framfarir í tækni og vísindum eru grundvöllur þessarar framtíðarsýnar rétt eins og breytingaskeiðsins mikla næstu 40 árin á undan. Bókin er að hluta til skrifuð sem sendi- bréf úr framtíðinni þar sem heimssagan frá okkar tímum til 2020 - jafnvel allt að 2050 - er rakin. Þar leynast svör við ýmsum spurningum sem gætu komist á dagskrá: Hvaða mistök gerðu Kínverjar við iðnaðaruppbygginguna miklu i kringum 2012? Hvað gerðu velferðarrik- in tii að aðstoða þriðja heiminn árið 2009? Og hver varð fyrst til að stíga fæti á Mars árið 2020? (Jafnréttisbaráttan mun greinilega skila þangað kvenmanni.) Texere 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.