Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 25
Árni Óskarsson: Snilldin og sektin tmm bls. 23 er lýst, heldur fremur fyrir hlut Einars J. Gríms- sonar. Hinn framliðni höfundur horfir á atburð- inn ,,[l]amaður af skelfingu" og þjakaður af sektarkennd yfir því að hafa farið svona með sögupersónu sína. En jafnframt á hann orða- stað við sjálfan sig í lifanda lífi gegnum gat á hlöðuveggnum þar sem hann gengur um gólf í hlýlegu hótelherbergi í Bologna á að giska fer- tugur að aldri í sköpunarrúsi að skrifa kaflann sem hinn framliðni er að horfa á. Hið merkilega er að hinn lifandi höfundur sýnir engin viðbrögð þegar barnsmóðir hans hringir og segir honum frá því að dóttir hans hafi lent í slysi og hefur engan skilning á skelfingu hins látna. Hann virð- ist skrifa án allrar innlifunar í þjáningar persóna sinna og án þess að kippa sér upp við slysfarir dóttur sinnar. Skömmu áður en Höfundur Islands kom út lýsti Hallgrímur í viðtali við Lesbók Morgun- blaðsins samviskubiti sínu gagnvart ákveðnu „fólki úti í bæ" sem hann hefði leikið grátt í bók sinni Þetta er allt að koma: „Höfundurinn stendur á milli raunveruleika og skáldskapar og verður stundum fórnarlamb eig- in hugmynda. Stundum gerir hann þessa hluti óafvitandi og skilur ekki fyrr en eftir á hvað hann hefur gert eða gert af sér. Sjálfur hef ég gert mig sekan um að særa fólk úti í bæ með því að nota það í skáldskap. Þá reynir maður oft að leiðrétta mistök sín á síðustu stundu en tekst það yfirleitt ekki, og alltaf verður maður jafn leiður yfir því. Stundum er eins og hug- myndirnar séu sterkari en maður sjálfur. Ég fæ enn í magann þegar ég sé sumar fyrirmyndirn- ar að persónum í bókinni Þetta er allt að koma. Ég fæ dúndrandi móral og spyr mig: „Hvernig gat ég eiginlega gert þetta?" Þessi iðrun, þessi lífsreynsla, hefur skilað sér inn í skáldskapinn með óvenjulegum og áhrifamiklum hætti í vangaveltum sögunnar um það hvernig af sekt og glappaskotum höf- undarins í hans eigin lífi geti sprottið lífvæn- legar bókmenntir. Blendingurinn Einar J. Grímsson sver sig að þessu leyti meira í ætt við Hallgrím sjálfan en það gervi sem hann brá sér í upphaflega. Þannig er bókin að nokkru syndajátning höfundar, fjallar um fórnarkostn- að þess að skrifa miklar bækur, og togstreita höfundarins milli lífs og listar er hennar þunga- miðja. Árni Óskarsson (f. 1954) er bókmenntafræðingur og hefur fengist við þýðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.