Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 18
annarrar heimsálfu og hitt þar fyrir einstaka fólk sem talar reiprennandi íslensku og hefur sumt jafnvel aldrei komið til íslands. En það sem er virkilega áhugavert - og gagnlegt - er að kynn- ast íslensku þjóðerni í Vesturheimi og hinni sér- stöku menningu sem þar dafnar meðal afkom- enda vesturfaranna. íslendingar austan hafs og vestan eiga vissulega margt sameiginlegt og deila ýmsum þjóðlegum táknum. Fjallkonan, sem nú er orðin ómissandi á þjóðhátíðardegin- um, 17. júní, er meira að segja komin frá lönd- um okkar í Norður-Ameríku. En þeir eiga líka sína sérstöku sögu og sækja í hana tákn sem við íslendingar austan hafs leggjum enga sér- staka merkingu í dags daglega. Þar sem við sjá- um bara randalín eða hvíta tertu eftir atvikum er komin vínartertan fræga, sem er svo sérstök í augum margra íslendinga vestanhafs. Við myndum tæplega kippa okkur upp við að fá ekki pönnukökur nema endrum og sinnum, jafnvel aldrei, en það gæti aldrei gengið í hug- um sumra frænda okkar. Víðirnestanginn eða Willow Point, þar sem frumherjarnir í Nýja-ls- landi tóku land eftir langt og erfitt ferðalag haustið 1875 ertrúlega ígildi Þingvalla á íslandi hinu gamla. Við Sandy Bar eru bundnar minn- ingar um bólusóttina sem lagði að velli meira en 100 íslendinga og yfir 200 frumbyggja við vestanvert Winnipeg-vatn veturinn 1876-1877. Þetta eru þeirra þjóðminningastaðir. (slendingar í Vesturheimi eru því ekki aðeins fólk sem er stolt af arfleifð sinni og sýnir upp- runa sínum mikla ræktarsemi. Þeir eru lifandi sönnun þess að þjóðerni er ekki óumbreytan- legt fyrirbæri, hvorki í tima né rúmi, og áminn- ing um að það eru til fleiri leiðir til að vera ís- lendingur en sú að ala allan sinn aldur á íslandi og tala lýtalausa íslensku frá vöggu til grafar. Það liggur í augum uppi að hér hefur verið reynt að velta upp stórum álitamálum í stuttri grein án þess að leiða þau til nokkurra lykta. Vonandi er þó þeim tilgangi náð að gefa ein- hverja hugmynd um það verk sem er að vinna ef íslendingar á íslandi hafa raunverulegan áhuga á að kynna sér sögu íslendinga í Norður- Ameríku til hlítar og skilja hana - og sjálfa sig hugsanlega aðeins betur í leiðinni. Steinþór Heiðarsson (f. 1974) stundar MA-nám f sagnfræði, a3 hluta við University of Manitoba í Winnipeg. BA-ritgerð hans fjallaði um drætti úr sjálfsmynd Vestur-lslendinga og var prent- uð (Sögu 1999. Heimildir 1 Bréf Vestur-íslendinga I. Böðvar Guð- mundsson bjó til prentunar (Reykjavík, 2001). - Burt - og nneir en bæjarleið. Dag- bækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík, 2001). 2 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History (Ottawa, 1997), 2-4. 3 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Tryggvi J. Oleson: Saga íslendinga í Vesturheimi l-V (Reykjavík og Winnipeg, 1940-1953). - Thorstína Jackson: Saga Islendinga í Norð- ur-Dakóta (Winnipeg, 1926). 4 Heimskringla 13. maí 1915 („Gömlu land- nemarnir"). 5 J(óhann) Magnus Bjarnason: Sögur og kvæði (Winnipeg, 1892), 20-25 („tslenzkur sögunarkarl í Vesturheimi"). 6 Census of Canada, 1880-81. Recensement du Canada I (Ottawa, 1882), 300-301. 7 Júníus Fl. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870- 1914. A Record of Emigrants from lceland to America 1870-1914 (Reykjavík, 1983). 8 NAC (National Archives of Canada): The 1881 Nominal Census of Canada. Örfilmur nr. R-13169, R-13243, og R-13282-13284. 9 Census of Canada, 1880-81 I, 296-299. 10 Thorstína Jackson: Saga íslendinga I Norð- ur-Dakóta. 11 Meðaltalið er reiknað út frá 25 fjölskyldum í Pope Flarbour í Nova Scotia, 9 fjölskyld- um í Muskoka-héraði í Ontario og 92 fjöl- skyldum í Nýja-íslandi. NAC: The 1881 Nominal Census. Örfilmur nr. R-13169, R- 13243 og R-13284. 12 Flelgi Skúli Kjartansson og Steinþór Fleið- arsson: Vesturfarir af íslandi. [Væntanleg í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir á vegum Sagnfræðistofnunar.] 13 Flelgi Skúli Kjartansson og Steinþór FHeið- arsson: Vesturfarir af Islandi. 14 NAC: The 1881 Nominal Census. Örfilmur nr. R-13282 og R-13284. 15 Carey, James W.: „Technology and Ideo- logy. The Case of the Telegraph," í James W. Carey: Communication as Culture. Essays on Media and Society (New York, 1992), 201-230. 16 Mcluhan, Marshall: Understanding Media. The Extensions of Man (New York, 1964). 17 Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson: Vesturfarir af íslandi. 18 Provincial Arhcives of Manitoba (PAM), MG8 A6-7. Friðjón Friðriksson til Jóns Bjarnasonar 15. júní 1875. 19 PAM, MG8 A6-7. Friðjón Friðriksson til Jóns Bjarnasonar 26. júlí 1875. 20 NAC: 1881 Nominal Census. R-13282 (City of Winnipeg). 21 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History, 8-16. 22 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History, 5. 23 Rusen, Jörn: Lifandi saga. Framsetning og hlutverk sögulegrar þekkingar. Gunnar Karlsson þýddi (Reykjavík, 1994). 24 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki (HSk) 225, 4to. Björn Andrésson til Andrés- ar Björnssonar 30. júlí 1877. (c)2001 Steinþór Heiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.