Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 34
„Island varð fyrst til að viðurkenna Slóveníu," var það fyrsta, sem Janez Drnovsek, forsætis- ráðherra Slóveníu, drap á er hann ávarpaði blaðamenn í tilefni af komu Daviðs Oddssonar forsætisráðherra ...51 Hér hefur viðurkenningarmynstrið snúist við á miðopnu Morgunblaðsins. Hér er viðurkenn- ingin annars eðlis en þegar risaveldið Bandarík- in klappar íslendingum á axlirnar. íslendingar klappa hér öðrum þjóðum (sem eiga þá minna undir sér í þessari framsetningu) á axlirnar og sagt er frá því hvernig smáþjóðirnar keppast við að þakka fyrir sig. Þannig er ákveðið stigveldi á meðal þjóða heimsins staðfest. Risaveldið Bandaríkin er þar fyrir ofan ísland en íslending- ar þykjast hins vegar geta hafið sig yfir ríki Austur-Evrópu sem búa við meiri fátækt og erf- iðleika en þeir sjálfir.62 Hér býr hægrigoðsögnin enn að baki. Við íslendingar erum betri en fyrr- verandi kommúnistaríki, þó að við stöndum neðar í þjóðastiganum en holdgerving hægri- stefnunnar, Bandaríkin. Niðurstöður íslendingar börðust hart á sínum tíma til að losna undan valdi Dana og því var fagnað mikið þegar landið hlaut endanlegt sjálfstæði 17. júní 1944. Baráttan einkenndist af mikilli þjóðernis- stefnu og þá sennilega dulinni minnimáttar- kennd gagnvart erlendu lýðræðisríki. Minni- máttarkennd íslendinga virðist enn lifa góðu lífi á síðum Morgunblaðsins. Þar er stöðugt verið að bera íslendinga að öðrum þjóðum og full- vissa lesendur um að þeir séu betri en hinar og þessar þjóðir úti í heimi. Einnig birtist hún ( stöðugum yfirlýsingum um það hvernig mesta stórveldi heims, Banda- ríkin, viðurkenni fsland sem þekkta stærð, sem eitthvað sem skiptir máli. Það er athyglisvert að Bandaríkjaforseti virðist kominn í sæti Noregs- konungs, nú undir lok 20. aldar. Á bak við þessa tilhneigingu til að gera ísland að hluta Bandaríkjanna leynist pólitík sem felur sig með vopnum hægrimýtunnar, að gera pólitískar skoðanir að náttúrulögmálum sem séu óumflýj- anleg. íslensk þjóðernisstefna í Morgunblaðinu er því margþætt, ofin rótgrónum goðsögnum um þjóðerni, hernaðarbandalög og hinn vest- ræna heim. Katrín Jakobsdóttir (f. 1976) stundar MA-nám við heimspeki- deild Háskóla fslands. Rannsókn hennar á íslenskum glæpasögum, Glæpurirm sem ekki fannst, kom nýlega út hjá Háskólaútgáfunni. Textar „Á réttri leið undir stjórn fslendinganna." Morgun- blaðið, (B-blað), þriðjudaginn 18. apríl, 2000, 9. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „Áætlað er að 15-20 milljónir manna muni sækja sýning- una." Morgunblaðið, (miðopna), föstudaginn 28. apríl, 2000, 42-43. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „Ferðir víkinganna jafnast á við geimferðir nútímans." Morgunblaðið, (miðopna), laugardaginn 29. apríl, 2000, 40-41. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „(sland í aðalhlutverki í heila viku." Morgunblaðið, (mið- opna), miðvikudaginn 3. ma(, 2000, 44. Erling S. Tómasson: Landafræði handa grunnskólum. Síðara hefti. Námsefni 6. skólaárs. Reykjavík, ártal vantar (2 bindi, 1. útg. 1964-661. „íslendingar í sviðsljósinu." Morgunblaðið, (B-blað), laugardaginn 8. apríl, 2000, 3. Jón Baldvin Hannibalsson: „Leifur heppni fær landvist í sögu Norður-Ameríku." Morgunblaðið, (listir og menning), fimmtudaginn 27. apríl, 2000, 32-33. „Merkilegur viðburður." Morgunbiaðið, (leiðari), föstudaginn 28. apríl, 2000, 42. Nikolaj N. Simonov:„Einskonar föðurland í mínum huga." Lesbók Morgunblaðsins, (listir og menn- ing), laugardaginn 13. maí, 2000, 4-5. „Siglir með víkingaskipinu í sumar." Morgunblaðið, (innlendar fréttir), sunnudaginn 9. apríl, 2000, 2. Sigrún Davíðsdóttir: „Þakklátir Islendingum fyrir að viðurkenna Slóveníu fyrstir." Morgunblaðið, (mið- opna), miðvikudaginn 17. maí, 2000, 28-9. Súsanna Svavarsdóttir: „(slendingar eru músíkalskir." Lesbók Morgunbtaðsins, (listir og menning), laug- ardaginn 13. maí, 2000, 6-7. „Tíu (slendingar í Noregi." Morgunblaðið, (B-blað), þriðjudaginn 11. apríl, 2000, 5. „Þrír (slendingar á Wembley." Morgunblaðið, (B- blað), laugardaginn 15. apríl, 2000, 1. Aðrar heimildir Anderson, Benedict: Imagined Communities. Reflect- ions on the Origin and Spread of Nationaiism. London, 1983. Arnar Guðmundsson: „Mýtan um ísland. Áhrif þjóð- ernishyggju á íslenska stjórnmálaumræðu." Skfrnir 169, (1995), 95-134. Barthes, Roland: Mythoiogies. Þýdd af Annette Lavers. London, 1993. Gellner, Ernest: Nations and Nationalism. Oxford, 1983. Gellner, Ernest: Nationalism. London, 1997. Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir (slendinga að þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóð- ernis." Skírnir 170, (1996), 7-31. Gunnar Karlsson: „Upphaf þjóðar á íslandi." Saga og kirkja. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar. Reykja- vík, 1988, 21-32. Gunnar Karlsson: „Islensk þjóðernisvitund á óþjóðleg- um öldum." Skírnir 173, (1999), 141-178. Hastings, Adrian: The Construction of Nationhood. Et- hnicity, Religion and Nationalism. Cambridge, 1997. Hobsbawm, Eric J.: Nations and nationalism since 1780. Programme, myth, reality. Cambridge, 1990. Jóhann Páll Árnason: „Nation and Modernity." Nation and Modernity. Reykjavfk Lectures. Reykjavík, 1996, 45-63. Kellas, James G.: The Poiitics of Nationalism and Et- hnicity. London, 1991. Renan, Ernest: „Qu'est-ce qu'une nation?" National- ism. Ritstj. John Hutchinson og Anthony D. Smith. Oxford og New York, 1994, 17-18. Sigríður Matthíasdóttir: „Réttlæting þjóðernis. Sam- anburður á alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og hug- myndum Johanns Gottlieb Fichte." Skírnir 169, (1995), 36-64. Smith, Anthony D.: Nations and Nationalism in a Global Era. Cambridge, 1995. Stratton, Jon og len Ang: „On the impossibility of a global cultural studies." Stuart Hall. Critical dialogues
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.