Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Síða 34
„Island varð fyrst til að viðurkenna Slóveníu," var það fyrsta, sem Janez Drnovsek, forsætis- ráðherra Slóveníu, drap á er hann ávarpaði blaðamenn í tilefni af komu Daviðs Oddssonar forsætisráðherra ...51 Hér hefur viðurkenningarmynstrið snúist við á miðopnu Morgunblaðsins. Hér er viðurkenn- ingin annars eðlis en þegar risaveldið Bandarík- in klappar íslendingum á axlirnar. íslendingar klappa hér öðrum þjóðum (sem eiga þá minna undir sér í þessari framsetningu) á axlirnar og sagt er frá því hvernig smáþjóðirnar keppast við að þakka fyrir sig. Þannig er ákveðið stigveldi á meðal þjóða heimsins staðfest. Risaveldið Bandaríkin er þar fyrir ofan ísland en íslending- ar þykjast hins vegar geta hafið sig yfir ríki Austur-Evrópu sem búa við meiri fátækt og erf- iðleika en þeir sjálfir.62 Hér býr hægrigoðsögnin enn að baki. Við íslendingar erum betri en fyrr- verandi kommúnistaríki, þó að við stöndum neðar í þjóðastiganum en holdgerving hægri- stefnunnar, Bandaríkin. Niðurstöður íslendingar börðust hart á sínum tíma til að losna undan valdi Dana og því var fagnað mikið þegar landið hlaut endanlegt sjálfstæði 17. júní 1944. Baráttan einkenndist af mikilli þjóðernis- stefnu og þá sennilega dulinni minnimáttar- kennd gagnvart erlendu lýðræðisríki. Minni- máttarkennd íslendinga virðist enn lifa góðu lífi á síðum Morgunblaðsins. Þar er stöðugt verið að bera íslendinga að öðrum þjóðum og full- vissa lesendur um að þeir séu betri en hinar og þessar þjóðir úti í heimi. Einnig birtist hún ( stöðugum yfirlýsingum um það hvernig mesta stórveldi heims, Banda- ríkin, viðurkenni fsland sem þekkta stærð, sem eitthvað sem skiptir máli. Það er athyglisvert að Bandaríkjaforseti virðist kominn í sæti Noregs- konungs, nú undir lok 20. aldar. Á bak við þessa tilhneigingu til að gera ísland að hluta Bandaríkjanna leynist pólitík sem felur sig með vopnum hægrimýtunnar, að gera pólitískar skoðanir að náttúrulögmálum sem séu óumflýj- anleg. íslensk þjóðernisstefna í Morgunblaðinu er því margþætt, ofin rótgrónum goðsögnum um þjóðerni, hernaðarbandalög og hinn vest- ræna heim. Katrín Jakobsdóttir (f. 1976) stundar MA-nám við heimspeki- deild Háskóla fslands. Rannsókn hennar á íslenskum glæpasögum, Glæpurirm sem ekki fannst, kom nýlega út hjá Háskólaútgáfunni. Textar „Á réttri leið undir stjórn fslendinganna." Morgun- blaðið, (B-blað), þriðjudaginn 18. apríl, 2000, 9. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „Áætlað er að 15-20 milljónir manna muni sækja sýning- una." Morgunblaðið, (miðopna), föstudaginn 28. apríl, 2000, 42-43. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „Ferðir víkinganna jafnast á við geimferðir nútímans." Morgunblaðið, (miðopna), laugardaginn 29. apríl, 2000, 40-41. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir: „(sland í aðalhlutverki í heila viku." Morgunblaðið, (mið- opna), miðvikudaginn 3. ma(, 2000, 44. Erling S. Tómasson: Landafræði handa grunnskólum. Síðara hefti. Námsefni 6. skólaárs. Reykjavík, ártal vantar (2 bindi, 1. útg. 1964-661. „íslendingar í sviðsljósinu." Morgunblaðið, (B-blað), laugardaginn 8. apríl, 2000, 3. Jón Baldvin Hannibalsson: „Leifur heppni fær landvist í sögu Norður-Ameríku." Morgunblaðið, (listir og menning), fimmtudaginn 27. apríl, 2000, 32-33. „Merkilegur viðburður." Morgunbiaðið, (leiðari), föstudaginn 28. apríl, 2000, 42. Nikolaj N. Simonov:„Einskonar föðurland í mínum huga." Lesbók Morgunblaðsins, (listir og menn- ing), laugardaginn 13. maí, 2000, 4-5. „Siglir með víkingaskipinu í sumar." Morgunblaðið, (innlendar fréttir), sunnudaginn 9. apríl, 2000, 2. Sigrún Davíðsdóttir: „Þakklátir Islendingum fyrir að viðurkenna Slóveníu fyrstir." Morgunblaðið, (mið- opna), miðvikudaginn 17. maí, 2000, 28-9. Súsanna Svavarsdóttir: „(slendingar eru músíkalskir." Lesbók Morgunbtaðsins, (listir og menning), laug- ardaginn 13. maí, 2000, 6-7. „Tíu (slendingar í Noregi." Morgunblaðið, (B-blað), þriðjudaginn 11. apríl, 2000, 5. „Þrír (slendingar á Wembley." Morgunblaðið, (B- blað), laugardaginn 15. apríl, 2000, 1. Aðrar heimildir Anderson, Benedict: Imagined Communities. Reflect- ions on the Origin and Spread of Nationaiism. London, 1983. Arnar Guðmundsson: „Mýtan um ísland. Áhrif þjóð- ernishyggju á íslenska stjórnmálaumræðu." Skfrnir 169, (1995), 95-134. Barthes, Roland: Mythoiogies. Þýdd af Annette Lavers. London, 1993. Gellner, Ernest: Nations and Nationalism. Oxford, 1983. Gellner, Ernest: Nationalism. London, 1997. Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir (slendinga að þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóð- ernis." Skírnir 170, (1996), 7-31. Gunnar Karlsson: „Upphaf þjóðar á íslandi." Saga og kirkja. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar. Reykja- vík, 1988, 21-32. Gunnar Karlsson: „Islensk þjóðernisvitund á óþjóðleg- um öldum." Skírnir 173, (1999), 141-178. Hastings, Adrian: The Construction of Nationhood. Et- hnicity, Religion and Nationalism. Cambridge, 1997. Hobsbawm, Eric J.: Nations and nationalism since 1780. Programme, myth, reality. Cambridge, 1990. Jóhann Páll Árnason: „Nation and Modernity." Nation and Modernity. Reykjavfk Lectures. Reykjavík, 1996, 45-63. Kellas, James G.: The Poiitics of Nationalism and Et- hnicity. London, 1991. Renan, Ernest: „Qu'est-ce qu'une nation?" National- ism. Ritstj. John Hutchinson og Anthony D. Smith. Oxford og New York, 1994, 17-18. Sigríður Matthíasdóttir: „Réttlæting þjóðernis. Sam- anburður á alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og hug- myndum Johanns Gottlieb Fichte." Skírnir 169, (1995), 36-64. Smith, Anthony D.: Nations and Nationalism in a Global Era. Cambridge, 1995. Stratton, Jon og len Ang: „On the impossibility of a global cultural studies." Stuart Hall. Critical dialogues

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.