Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 56
til að hún geti „orðið mönnum dálítið sýnishorn af umburðarlyndi, sanngirni og sannleiksást vísindakvenna". (65). Þar með er sleginn írónískur tónn og greinilegt að Sigrún ætlar sér ekki að gefa eftir í neinu. (framhaldinu heldur hún fram rétti sínum til að fjalla á prenti um efni sem snerti vísindi og skiptar skoðanir séu um án þess að umfjöllunin sé vísindaleg, heldur reist á hennar eigin lífsskoðun og lífsreynslu. í lokin víkur hún að flótta ungra stúlkna úr sveit- unum og þeim úrræðum sem Björg hafði mælt með. Þar snýr hún dæmisögunni úr landnám- inu við með eftirfarandi hætti: Jeg vildi miklu fremur minna ungar stúlkur á, að þær eru líka afkomendur kvenna, sem fylgdu þessum sömu mönnum út á hafið á leið til framandi lands, þar sem biðu þeirra meiri erfiðleikar og harðari lífsbarátta en heima á ættjörðinni. En þær fylgdu þeim samt, fórnuðu hægara lífi á föðurleifð í föður- landi, skildu við frændur og vini, og fylgdu eig- inmönnum sínum, feðrum, bræðrum, sonum, af því þær elskuðu þá. Þetta er ekkert sjer- stakt eða merkilegt fyrir þessar konur, þær fylgdu aðeins upprunalegasta, sannasta og besta eðli kvenna á öllum tímum og í öllum löndum. (74, leturbr. höf.) Karlastíll og kvenna Þess eru mörg dæmi að sýnt hafi verið fram á hvernig ritdómendur nálgast ritverk kvenna á annan hátt og með öðrum væntingum en skáldverk karla. Danski bókmenntafræðingur- inn Pil Dahlerup birtir t.a.m. athyglisvert dæmi slíks: umsagnir sama ritdómara um tvær bæk- ur sama höfundar áður en og eftir að hann vissi að höfundurinn var kvenkyns.” Hér koma til álita fordómar lesenda og því vandasamt að ákvarða hvort þeir eiga við þau rök að styðjast að hægt sé að afmarka einhver sérstök ein- kenni „kvenlegs" ritstíls, andstætt ríkjandi rit- stíl karla. Tungumálið mótast af þjóðfélaginu sem það hrærist í og mótar það einnig að sínu leyti. Vafalaust má finna einhver mynstur í hverjum menningarheimi sem eru algengari meðal kvenna en karla, en til þess þarf allrækilegar samanþurðarrannsóknir. Nefna má sem dæmi könnun Kerstin Thelander á stíl sænskra þing- kvenna í rituðu og mæltu máli.'2 Hefðbundinn sænskur stjórnmálastfll er talsvert formfastur og flókinn og stíll kvennanna sker sig úr að því leyti að almennt tjá þær sig persónulegar, þ.e.a.s. tala fremur út frá eigin þrjósti en af sjónarhóli þess valdaembættis sem þær gegna. Orðaforði er að hluta annar, m.a. nota konurnar minna af sértækum alhæfingarorðum en karlarnir og grípa í staðinn til huglægari og Þess eru mörg dæmi að sýnt hafi verið fram á hverníg ritdómendur nálgast ritverk kvenna á annan hátt og með öðrum væntingum en skáldverk karla. nærtækari dæma. Þó hafa sumar þingkvenn- anna lagt svo mikið á sig að tileinka sér hefð- bundinn stíl og talsmáta stjórnmálalífsins að þær fylgja reglunum jafnvel fastar eftir en karl- arnir sjálfir. Niðurstaða höfundar er sú að aðlög- unin að forsendum karlanna kunni að reynast stjórnmálaþátttöku kvenna fjötur um fót jafnvel þótt hún steyti ekki á neinum formlegum hindr- unum. Ég treysti mér ekki út á hálan ís kynjafræð- anna til að ákvarða karlleg eða kvenleg mál- og stíleinkenni.13 Það úrtak ritgerða sem hér hefur verið athugað gefur ekki heldur tilefni til neinna alhæfinga varðandi ritgerðastíl kvenna né karla á þessum tíma. Ef benda mætti á einhver ein- kenni sem sverðu sig í ætt við niðurstöðu sænsku rannsóknarinnar væru það helst vissir þættir í stíl Sigrúnar Blöndal, annars vegar var- færni í dómum, aðlögun að hefðinni, hins veg- ar tilfinningaþungi sem síðan leysir varfærnina af hólmi og bendir til að annar ritháttur væri henni kannski eiginlegri. Hins vegar mætti draga fram ýmis atriði sem eru sameiginleg stíl Jónasar og Bjargar en koma ekki fyrir í stíl Sig- rúnar. Orð Halldórs Laxness gætu þannig allt eins vel átt við Björgu; henni var „jafnlagið við- kvæmni og háð, góðlátleg kímni og naprasta ádeila". Hugsanlegt er að einhver „kvenleg ein- kenni" af fyrrnefndu tagi hafi verið viðloðandi í deilugreinum síðari áratuga. í þeirri afmælis- grein Sigríðar Matthíasdóttur sem vitnað hefur verið til bendir hún á að þrátt fyrir grundvallar- þreytingar í þjóðfélagsmálum á íslandi hafi kynjakerfið haldið velli að ótrúlega miklu leyti, ekki aðeins frá miðri 19. öld fram á þriðja ára- tug þeirrar tuttugustu, þegar ritdeilan átti sér stað, heldur einnig langt fram yfir miðja öldina. Heimildaskrá 1 Halldór Kiljan Laxness, Dagleið á fjöllum. Önnur út- gáfa. Reykjavík 1962, 128. 2 Ritgerðin er endurprentuð í ritsafni Jónasar, Kom- andiár III. Reykjavik 1955, 215-218. Hér ervísaðtil þeirrar útgáfu. 3 Þorleifur Hauksson (ritstjóri), Þórir Óskarsson, /s- lensk stílfræði. Reykjavik 1994, 32. 4 slensk stílfræði (1994) 157-8, sbr. 119-20. 5 Vitnað er í margar slíkar neðanmáls i grein Sigríðar Matthiasdóttur, Menningardeilur og kvenleiki á ár- unum milli stríða. Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sig- ríði Erlendsdóttur sjötugri. Reykjavík 2001, 446- 455. 6 Sigurður Blöndal, Sigrún Pálsdóttir Blöndal. Móðir mln húsfreyjan Gísli Kristjánsson bjó til prentunar. 3. Hafnarfirði 1979, 209-211. 7 Um ritdeiluna sem þessar greinar eru hluti af fjall- ar Sigríður Matthíasdóttir í fyrrnefndri grein í af- mælisriti Sigríðar Th. Erlendsdóttur. 8 Um 'eðli og hlutverk kvenna'. 79. júnl, X. árg., 3. - 4. tbl„ 33-37, 51-55. 9 Allar leturbreytingar eru höfundar. 10 Hlln. Ársrit Sambands norðlenskra kvenna. 12. ár- gangur 1928, 65-77. 11 Pil Dahlerup, Litterære kensroller. Kobenhavn 1973, 7-10. 12 Kerstin Thelander, Politikersprák i könsperspektiv. Malmö 1986. 13 Susan Sellers, Language and Sexual Difference. Feminist Writing in France. London 1991. Þorleifur Hauksson (f. 1941) er cand. mag. (íslenskum fræðum og latinu. Hann var ritstjóri tmm 1977-1983 en vinnur nú við fræðistörf f ReykjavíkurAkademíunni. Meðal bóka hans eru fræðileg útgáfa Árna sögu biskups (1972) og Islensk stílfræði (ásamt Þóri Óskarssyni, 1994).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.