Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 17
fólk, sem hafði í mörgum tilfellum búið við miklar félagslegar skorður, öðlaðist skyndilega frelsi til að hafa meiri áhrif á umhverfi sitt og samfélag en það hafði nokkru sinni kynnst. Ný- fengið frelsi verja menn oft af meiri hörku en nokkurt annað frelsi og öll umskipti koma eðli- lega róti á mannlegt samfélag. Það er ekkert óeðlilegt við það að í kjölfar mikilla breytinga taki nokkurn tíma að útkljá hvernig málum skuli skipað. Hversu oft reyndu ekki talsmenn gömlu heimsveldanna að verja yfirgang sinn í öðrum heimsálfum með fullyrðingum um að sjálfstæði nýlendnanna myndi bara leiða af sér borgara- styrjaldir og stjórnleysi? Mikilvsegi persónulegra heimilda Hér hefur verið stiklað á fáeinum lítt rannsök- uðum þáttum í sögu íslendinga í Vesturheimi og einkum dvalið við kanadíska manntalið frá 1881. En hvað með þær heimildir sem gefnar hafa verið út í þeim bókum sem nefndar voru í upphafi? Af hverju eru þær svona mikilvægar fyrst svo mikinn fróðleik mætti kreista út úr einu eða tveimur manntölum? Til að gera langa sögu stutta liggur mikilvægi persónulegra heimilda á borð við bréf og dag- bækur einkum f því hversu ólíkar þær eru opin- berum heimildum, s.s. dagblöðum og skjölum hvaðanæva úr litrófi stjórnsýslunnar. Fræði- menn og lesendur eiga þess kost að kynnast daglegu lífi almenníngs með mun áreiðanlegri hætti og frá fleiri hliðum þar sem persónulegra heimilda nýtur við. Svo áfram sé haldið með þróun innflytjendasögunnar í þessu samhengi þá tók hún nokkrum stakkaskiptum upp úr 1970. Þetta var fyrst og fremst vegna áhrifa frá iðkendum félagssögu sem lögðu höfuðáherslu á daglegt líf almennings í stað þróunar stjórn- mála og efnahagsmála svo dæmi sé tekið. At- hyglin beindist í auknum mæli að tilteknum þjóðfélagshópum meðal innflytjenda, s.s. körl- um og konum, verkafólki af ýmsum þjóðernum °g fólki af asískum, afrískum og suður-amerísk- um uppruna.2' Og eftir því sem sagnfræðingar leituðu eftir meira návígi við viðfangsefni sín jókst áherslan á persónulegar heimildir.22 Þetta er þróun sem hefur ekki sett tiltakanlega mikið mark á íslenskar bækur um sögu íslendinga í Norður-Ameríku enda hafa rannsóknirnar verið fremur smáar í sniðum. Nú vakna eðlilega spurningar á borð við: Og hvað með það? Hvað kemur það okkur f raun- inni við hvernig þetta fólk lifði sínu lífi fyrir mörgum áratugum ef ekki meira en öld? Er þessi saga eitthvað meira en bara skemmtilegt og forvitnilegt lesefni, einkum fyrir áhugamenn um ættfræði og þá sem eiga ættingja báðum megin við Atlantshafið? Þýðing vesturfarasögunnar fyrir söguvitund landsmanna Að mínu viti hefur þýski fræðimaðurinn Jörn Rusen lög að mæla þegar hann segir að eitt helsta takmark sagnfræðinnar sé að miðla fróð- leik um liðna tíð þannig að takast megi að efla söguvitund fólks.23 Slík vitund þarf að fela í sér vilja og getu til að sjá sjálfan sig í sögulegu samhengi og skilja að þegar fram líða stundir verður okkar lífsmáti gagnrýndur ekki síður en við gagnrýnum lífsmáta annarra í nútíð og for- tíð. Söguvitund auðveldar fólki líka að virða menningu framandi landa og viðurkenna að það eru til margar leiðir til að vera manneskja þó að við höfum hvert um sig valið einhverja eina. íslensku vesturfararnir tókust á við erfiðleika sem mættu innflytjendum í Norður-Ameríku á ofanverðri 19. og öndverðri 20. öld. Fæstir þeirra höfðu nokkurt vald á enskri tungu og fyr- ir það máttu þeir stundum þola lítilsvirðingu og misrétti á borð við það að fá aðeins hálf laun á við enskumælandi fólk.24 Og þótt margar og misjafnar ástæður hafi legið að baki vesturferð- um voru margir vesturfarar ekkert annað en flóttamenn sem yfirgáfu harðæri og harðrétti á Islandi í leit að betra lífi. Það er nokkuð sem ís- lendingar ættu að hafa í huga um þessar mund- ir. Ef íslenskt samfélag á að standa undir því að kallast siðmenntað verða allir að minnast þess að einu sinni flúðu íslendingar heimaland sitt þúsundum saman. Vissulega er það fleira sem læra má af sögu og menningu íslendinga í Vesturálfu. Það er auðvitað út af fyrir sig merkilegt að geta farið til tmm bls. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.