Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 62
ing ársins". „Þetta ber vott um kæruleysi og sýnir að fókus vantar á greinina," segir hann. „Það gildir kannski það sama um myndlistar- heiminn og skottulækningar, það eru alls konar hlutir reyndir en enginn veit hvað virkar og hvað ekki, hvorki almenningur né listamenn, sem leiðir til þess að listamennirnir sofna á verðin- um í eigin naflaskoðun. Það koma tímabil þar sem nauðsynlegt er að menn kúpli sig út til að ná yfirsýn eða fjarlægð, en vandamálið er að í myndlistinni einangruðu menn sig og gleymdu að koma til baka." Listina þarf að skoða upp á nýtt Vandi myndlistarinnar er Hannesi hugleikinn og hann ítrekar þá skoðun sína að hann felist ekki síst í hugmyndafræði stéttarinnar, hugsunar- hættinum. Þar sé þörf á endurskoðun. „Það er ákveðin tilhneiging í myndlistarheiminum til að telja athygli á opinberum vettvangi svik við ákveðna hugsjón en enginn veit lengur hvaða hugsjón. Gagnrýnin á kerfið átti við rök að styðjast áður fyrr. Nú væri nær að allir þeir sem láta sig myndlist varða á einhvern hátt samein- ist um að blása lífi í íslenska myndlist og rétta hlut hennar út á við." Hannes telur að það sama megi segja um bókmenntaheiminn. „Hallgrímur Helgason er til dæmis meðvitaður um að brjóta upp hlutverk og ímynd listamannsins," bendir hann á. „Hann er orðinn hálfgerður poppari og hefur ef til vill þurft að fórna einhverjum gæðum fyrir það. Það er athyglivert að fyrir vikið virðist meira mark tekið á honum. Nú keppast menn eins og Björn Bjarnason við að vitna í skrif hans. Þetta sýnir að honum hefur tekist að gera sig marktækan, en um leið hefur hann breytt staðsetningu rithöfundarins í samfélag- inu. Myndlistarmenn þurfa líka að gera þetta. Það er auðvelt að segja að enginn skilji listina enda hefur það verið gert í 20 ár. Listina þarf að skoða upp á nýtt og segja að hún sé borðleggj- andi, aðgengileg. Það er hætt að vera „inn" að segja að bókmenntir séu óskiljanlegar. Það sama á að gilda um myndlistina." Tilvitnun Hannesar í Höfund íslands eftir Hallgrím Helgason kemur ekki á óvart þar sem um er að ræða leik með hlutverk og eðli höf- undarins. Höfundurinn birtist í eigin verki, rétt eins og Hannes hefur sjálfur gert á sýningum sínum, eins og gjörningurinn við opnun þeirrar nýjustu er gott dæmi um. „Það hefur um skeið verið tilhneiging til að líta svo á að höfundurinn sé ekki til, allt sé upp- runnið í samfélaginu," segir Hannes um þetta. „Á sama tíma gera menn auknar kröfur til höf- undarins. Ég hef alltaf verið hluti af mínum verkum og leikið mér með það, farið úr einu hlutverki í annað - einfaldlega eins og í leikriti. Listamaðurinn verður alltaf hluti af verkinu - hann festist í eigin verki í vissum skilningi. Það er einkennileg mótsögn því um leið er hann eins og hver annar áhorfandi að eigin verki. Tungumál myndlistarinnar Hannes segist vinna með flesta þætti sem tengjast sýnileikanum; hlutinn, rýmið, samfé- lagslega tengingu o.s.frv. „Myndlistin er ekki lengur ýmist sjálfhverf abstraksjón eða mistrú- verðugt afrit af veruleikanum heldur meðvituð notkun á tungumáli á breiðum grundvelli," seg- ir hann. „Það sama er Hallgrímur Helgason að vinna með, sem sjá má á því að ýmis stílbrögð eru saman komin í Höfundi íslands; sumt gæti kallast paródía, annað blaðagrein, fagurbók- menntir, gróteska o.s.frv., og þessu er öllu meðvitað steypt saman í margræða heild. Þannig er myndlistin líka orðin. Mörkin eru að leysast upp. Hið sama á við um tónlistina. Eng- in augljós skil eru lengur á milli Atla Heimis og Sigur Rósar eða Bjarkar, þó að skilin séu kannski skýr enn þá milli Atla Heimis og Rúnars Júl." Hannes hefur aldrei fengist við natúralisma eða fígúratív verk. Hann segist hafa þýtt þá hluti yfir á annað tungumál eða táknmál sem hann noti sem stuðla í verkum sínum. Þannig komi sumir hlutir fyrir aftur og aftur í list hans. „Það er sífellt verið að leita eftir skilningi á einu plani en myndlistin er ekki þannig," segir Hann- es. „Það er ekki bara einn lykill að hverju verki. Menn verða bara að viðurkenna að skynjun fólks á list er misjöfn, rétt eins og skynjun þess á heiminum almennt. Um leið og menn með- taka þetta opnast allt. List Errós er gott dæmi. Það þýðir ekkert að leita að einum skilningi á verkum hans. Maður þarf að nálgast verkin eins og hann gerir sjálfur - helst galopinn fyrir mótsagnakenndum hughrifum. Lykillinn að verkum hans er hin viðstöðulausa upplifun á myndheiminum sem umlykur okkur. Listin er samstiga heimsmyndinni en um leið hjálpartæki til að skilja nútímalífið. Hún er hald- reipi í heimi sem er raunverulega flókinn. Menn verða að leggja þá hugsun af að hægt sé að skilja heiminn, það er ósigur gagnvart verkinu og heiminum ef menn halda að einn skilningur sé til." Um leið og rætt er um heiminn og skilning á heiminum nefnir Hannes menninguna og tengsl listamannsins við menningarlegt um- hverfi sitt. „Maður verður að gangast inn á það að vera staðsettur einhvers staðar. Margt sem ég nota er hluti af menningarlegri staðsetn- ingu. Ég hef eiginlega notað tungumálið sjálft, íslenskuna og bókmenntirnar, sem eins konar tákn í þessu samhengi," segir hann. Hannes segist alltaf hafa litið á liti og r(m sem náskyld fyrirbæri, rímtengsl milli orða séu rétt eins og samhengið milli mismunandi lita. „Hvað mig varðar er textinn nauðsynlegur sem krydd f myndlistina, vandinn er að nota texta sem hangir við verkið en öðlast ekki sjálfstætt líf. Hvað kallar á annað í verkum mínum og í raun er engu ofaukið þegar upp er staðið. f verkinu á Kjarvalsstöðum er búningurinn, textinn og drýsildjöfullinn afgerandi krydd, rétt eins og salt, pipar og hvítlaukur á lambalærið." Hannes Lárusson hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis en einnig sýnt víða erlendis, þar á meðal í Þýskalandi, Hollandi, Kanada, Frakk- landi, Austurrlki, Irlandí, Póllandi og Svíþjóð. Sýning hans, Húsíhúsé Kjarvalsstöðum, stendurtil 1. apríl nk. Myndirnar eru úr sýningarskrá Kjarvalsstaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.