Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 49
Vigfús Geirdat: Smábæjartöggan og rithöfundurinn sem skutust upp á stjörnuhimininn tmm bls. 47 merkilegt að sjá á söguslóðum Wallandersagn- anna en einhvern veginn er ástæða til að ætla að lengi vel hafi engin sérstök áhersla verið lögð á að kynna þessa staði, enda Svíum að mörgu leyti betur lagið að fara i sumarleyfi sjálf- ir en að þjóna ferðalöngum. Vinsældir Wallanders hafa hins vegar gert það að verkum að fólk er í auknum mæli tekið að fara í eins konar pílagrímsferðir til Ystad, ekki aðeins Svíar heldur Þjóðverjar líka (sjá t.d. vefinn www.die-organisatoren.de/ystad/index 2.htm). Til er meira að segja kort sem sýnir helstu staði í Ystad og nágrenni sem við sögu koma í bókunum. Kurt Wallander yfirlögregluþjónn er þannig orðinn þekktastur allra Ystadsbúa fyrr og síðar, enn þekktari en hinn ástsæli leikari, Ernst heit- inn Hugo Járegárd, sem fæddur var og uppal- inn í Ystad. Þess eru jafnvel dæmi að fólk komi á lögreglustöðina og vilji berja Wallander aug- um. Þar er reyndar starfandi rannsóknaryfirlög- regluþjónn sem heitir Kurt en á að öðru leyti ekkert sameiginlegt með söguhetjunni. Það hefur eflaust ekki síst verið í þakklætis- skyni fyrir þetta framlag til kynningar á byggð- arlaginu sem Henning Mankell voru veitt menningarverðlaun Ystad árið 2001. Bakhliðin á velgengninni Örlítil sorgarsaga skal svo sögð í lokin, því að velgengnin hefur alltaf sínar dapurlegu hliðar. Þýðandi Wallanderbókanna á íslensku, sem bjó um árabil í Svíþjóð, er jafnaldri þeirra Mankells og Wallanders og því kominn í þann aldursflokk sem vinnuveitendur vildu helst slá af ef þeir mættu ráða. Þessi fyrrverandi skóla- stjóri og héraðslögregluþjónn vestur á fjörðum þótti með öðrum orðum hvergi tækur í vinnu. Wallander varð það hálmstrá sem hann greip í, sjálfum sér til lífsbjargar, þegar fokið var í öll önnur skjól. En þar eð hér var aðeins um nokk- urra mánaða þýðingarverkefni á ári að ræða neyddist hann til að sækja um atvinnuleysis- bætur, eins og hann átti rétt á, til að brúa bilið. Hann fékk hins vegar efnislega þau svör frá sænska atvinnuleysissjóðnum að maður sem stundaði þann bisniss að þýða Wallanderbæk- ur Hennings Mankells gæti ekki þurft á nein- um atvinnuleysisbótum að halda. Og þar við sat. Vigfús Geirdal (f. 1948) er sagnfræðingur og sjálfstætt starfandi þýðandi og fræðimaður í ReykjavfkurAkademíunni. Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í rómaðri leikgerð, saga um ástríður og grimm örlög Leikendur: Margrét Vilhjálmsdóttir, Stefán Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Jóhann Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson Anna Kare Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.