Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 44
Vigfús Geirdal Smábæjarlöggan og rithöfundurinn skutust upp á stjörnuhimininn Kurt Wallander og Henning Mankell Við drögum gjarnan upp þá hleypidómafullu mynd af Svíum að þeir séu einstrengingslegir kerfiskarlar og gjörsneyddir allri kímnigáfu. Það er reyndar ekki laust við að Svíar hafi líka þessa mynd af sjálfum sér, ef marka má lærða bók þjóðfræðipófessorsins Áke Dauns, Svensk menta/itet. I Ijósi þessa kann það að virðast undarlegt að sú sögupersóna sem sænskir iesendur hafa tekið mestu ástfóstri við, yfirlögregluþjónninn Kurt Wallander í skánska smábænum Ystad, er eiginlega eins ólíkur þessari staðalmynd okkar af meðalsvíanum og hugsast getur. Þrátt fyrir allt er þó ástæða til að ætla að þeir elski þessa breysku smábæjarlöggu fremur vegna þess að þeir geta svo auðveldlega sam- samað sig persónu hennar heldur en af því að eðlishættir hennar séu fullkomin andstæða sænskrar þjóðarsálar. Meira en þriðji hver Svíi hefur lesið a.m.k. eina Wallanderbók Engar skáldsögur hafa selst jafn vel í Svíþjóð, hvorki fyrr né síðar, og sögurnar um Wallander. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka, það er biðröð eftir þeim á bókasöfnum og yfir sumar- leyfistímann eru notuð eintök nánast ófáanleg I fornbókaverslunum. Samkvæmt könnun sem Gallup í Svíþjóð gerði skömmu eftir að síðasta bókin kom út árið 1999 hefur meira en þriðji hver Svíi lesið að minnsta kosti eina bók í röð alls níu skáldsagna um þennan brokkgenga en þó þrjóska yfirlög- regluþjón í Ystad. Um æsilega baráttu hans við glæpamenn af ólíku tagi sem honum tekst alltaf að koma upp um þrátt fyrir alls konar skelfileg mistök; um einmanalegt einkalíf hans, óholla lifnaðarhætti og fögur fyrirheit um að hefja heilsusamlegra líferni á morgun; um erfitt samband hans við fyrrverandi eiginkonu, enn flóknari og sárari tengsl við rúmlega tvítuga dóttur og ekki síður við aldraðan föður, eins konar kolaportsmálara sem málar sömu mynd- ina aftur og aftur; um áhuga hans á óperum, vonlítil ástarsambönd og stöðugan ótta við allt það er plagað getur fráskilinn, miðaldra karl- mann: hjartað, blöðruhálskirtilinn, sykursýki o.s.frv. Það er áreiðanlega ekki síst þessi mannlegi ófullkomleiki Wallanders sem höfðað hefur hvað sterkast til lesenda, hvort heldur það er í Svíþjóð, Þýskalandi eða Bretlandi. En eflaust á það líka sinn þátt í vinsældun- um, um leið og það vitnar um þær, að fimm sagnanna hafa þegar verið kvikmyndaðar (nú síðast Villuspor og Fimmta konarí) með hinum kunna sænska leikara, Rolf Lassgárd, í hlutverki Wallanders. I hugum margra hafa Lassgárd og Kurt Wallander orðið ein og sama persónan. Þegar öllu er á botninn hvolft kann þó skýr- ingin á hylli Wallanders að liggja í því að bæði hann og skapari hans, rithöfundurinn Henning Mankell, eru af þeirri fyrirferðarmiklu eftir- sem stríðskynslóð sem upp á ensku er oft kennd við 'beibíbúm' en víða líka við ártalið '68. Henning Mankell Leikhúsmaðurinn og rithöfundurinn Henning Mankell fæddist í Stokkhólmi 3. febrúar 1948. Hann ólst upp hjá föður sínum í smábænum Sveg í Hárjedalen í Norður-Svíþjóð til sautján ára aldurs er hann hvarf aftur til Stokkhólms og gerðist aðstoðarmaður leikstjóra í Statsteatern, hugsanlega í trássi við vilja hins löglærða föður síns. Uppvöxtur Mankells í Harjedalen, sem liggur milli Dalanna, Jámtlands og Noregs hefur auð- sýnilega haft töluverð áhrif á ritverk hans, ekki síst barnabækurnar um drenginn Jóel. Þá er einnig freistandi að ætla að flókin og viðkvæm tengsl þeirra Jóels og Kurts Wallanders við feð- ur sína eigi sér rætur í sambandi þeirra Mankellfeðga. Faðir Hennings Mankells var 'háradshövd- ing' í Hárjedalen, með öðrum orðum sýslumað- ur eða héraðsdómari. Þeir feðgar eru annars af mikilli og kunnri tónlistarætt í Svíþjóð. Mankell varð tvítugur á því sögulega ári 1968, heigðist til róttækni og tók að skrifa og leikstýra leikþáttum sem höfðu þann göfuga til- gang að svipta grímunni af samfélaginu. Eigin- legur rithöfundarferill hans hófst þó fyrst árið 1973 með útkomu skáldsögunnar Bergspráng- aren, verkalýðsrómans sem gerist árið 1910, að þó nokkrum hluta í sænska skerjagarðinum. Bótcin hlaut góða dóma gagnrýnenda en vakti að öðru leyti ekki mikla athygli, enda að- eins ein af fjölmörgum í heldur keimlíkri flóru félagslega meðvitaðra skáldsagna á þessum árum. Hún þykir þó hafa elst býsna vel, sem ekki verður kannski sagt um allar afurðir þess- ara ára. Það var í takt við tíðarandann að Mankell fékk snemma áhuga á Afríku og þriðja heimin- um. Árið 1972 fór hann í sína fyrstu Afríkuför og dvaldi í Zambíu í tvö ár. Upp úr þeirri reynslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.