Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 42
að byrja upp á nýtt. Undir niðri liggur þrá eftir því að leikhúsið geti á ný orðið vettvangur end- urvakningar, þar sem pólítísk, félagsleg, en einnig einstaklingsbundin meðvitund vaknar og verður virk. Þannig er að mati nýrrar stjórnar Schaubuhne nauðsynlegt að leikhúsið tali mál samtímans, sé samtímaleikhús í fullri merkingu þess orðs, þar sem leitast er við að endur- spegla togstreitu manneskjunar, bæði gagnvart umhverfinu og sjálfri sér. Þannig á leikhúsið að varpa á ný upp spurningunni: Hvernig ber okk- ur að lifa? Tengsl leikhússins við umheiminn er leik- skáldið, að mati vorsprakka Schaubuhne, og þar er haldíð áfram stefnu Barackes að sýna fyrst og fremst ný verk, hvort sem það eru leik- rít eða dansverk. Nú er svo komið að 90% sýn- inga í Schauþuhne eru frumuppfærslur í Þýska- landi og jafnvel heimsfrumsýningar. Ólíkt því sem gengur og gerist í þýsku leik- húsi, og sér í lagi því sem sjá má í Volksbuhne, hafa leikstjórar Schaubúhne ekki reynt að skapa sinn eigin afgerandi stíl. Thomas Ostermeier, sem enn leikstýrir flestum sýning- um hússins, er í raun algjör andstaða Franks Castorf, en höfundareinkenní hins síðarnefnda fara ekki á milli mála í þeim sýningum sem hann stýrir. Áherslan í Schaubúhne er fyrst og fremst á höfundinn og sýníngin tekur fyrst og síðast mið af þeim stíl sem er á verki hans. Schaubuhne hefur reynt að höfða til annars hóps en kom i húsið undir fyrri stjórn og er óhætt að segja að það hafi tekist. Áður voru gestir flestir úr efri millistétt, 45 ára og eldri, en nú er rúmlega helmingur gesta undir 35 ára aldri. Þetta hefur tekist með áherslu á unga höfunda, en híð sama er líka raunin í Volksbúhne. Þangað sækir fyrst og fremst ungt fólk sem finnur þar leikhús sem talar sama mál og það sjálft. Þríhöfða þurs? Þó að þessi þrjú leikhús séu hvað mest áber- andi í umræðu um leikhús í Berlín, eru þau að sjálfsögðu ekki þau einu. Maxim Gorki-leikhús- ið hefur t.d. verið lengi að finna sér tilveru- grundvöll, Deutsches Theater þykir stabílt en nokkuð máttlítið leikaraleikhús, og enn önnur leikhús hafa fundið sér ákveðinn sess með því að hafa skýra stefnu, s.s. Hebbel-leikhúsíð, en þar er ekki starfandi sérstakur leikhópur, heldur koma þangað farandsýningar víða að og hefur leikhúsið þannig skapað sér nafn á sem alþjóð- legt leikhús. Fremst í flokki fara þó stóru leikhúsin þrjú, Schaubúhne, Berliner Ensemble og Volksbúhne. í raun má segja að markmið þess- ara þriggja framvarðarleikhúsa Berlínarborgar séu ekki ósvipuð. Öll vilja þau vekja fólk til meðvitundar um stöðu einstaklingsins í samfé- laginu, pólitískt og félagslegt ástand í landinu og umfram allt leita svara við spurningunni: Hvernig ber okkur að lifa? Umræðan um sið- ferðilegan áhrifamátt leikhússins hefur aldrei verið jafnmikil og eftir að nýjar stjórnir tóku við bæði í Schaubúhne og Berliner Ensemble. Öll leita leikhúsin þess sama, togstreitan stendur hins vegar um aðferðafræði, þær leiðir og áherslur sem hvert leikhús velur. Hvað sem siðferðilegum áhrifamætti leikhússins líður er í það minnsta óhætt að segja að barátta þessa þríhöfða hafi hleypt lífi í leikhús Berlínar sem aldrei fyrr. Magnús Þór Þorbergsson |f. 1971) lauk BA-prófi f almennri bókmenntafræði frá H( 1994 og MA-prófi f leikhússfræðum frá Freie Universitat (Berlfn 1998. Ljósmyndir eru (eigu þýsku leikhúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.