Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Blaðsíða 47
Vigfús Geirdal: Smábæjarlöggan og rithöfundurinn sem skutust upp á stjörnuhimininn tmm bls. 45 Barnabsekur og Afríkusögur Margir myndu ætla að það væri meira en nóg 'ðja að stýra leikhúsi við frumstæðar aðstæður og skila jafnframt frá sér einni metsölubók á ári í heilan áratug. En Mankell lét ekki þar við sitja. A þessum árum skrifaði hann einnig fjðlda barna- eða unglingabóka auk skáldsagna sem hafa Afríku að sögusviði. Arið 1990 komu til dæmis út þrjár bækur eft- 'r hann: barnabækurnar Hunden som sprang emot en stjárna, fyrsta bókin um drenginn Jóel, framhaldið, Skuggarna váxer i skymingen, og svo skáldsagan Leopardens öga. Síðastnefnda bókin fjallar um spennu í sam- skiptum milli hvítra landeigenda og svartrar al- þýðu og stjórnvalda í Zambíu, um það hversu erfitt Evrópumenn eiga með að skilja þanka- Qang Afríkumanna. Fyrir Hundinn hlaut Mankell Nils Holgers- sons-skjöldinn, barnabókaverðlaun bókaútgáf- unnar Rabéns og Sjögrens. Eftir að bókin kom ut í þýskri þýðingu, Der Hund, der unterwegs zu einen Stern war, fékk hann í ofanálag fyrir hana þýsku barnabókaverðlaunin (Deutscher Jugendbuchpreis). Mankell skrifaði fleiri bækur á þessu tímabili um Hárjedalsdrenginn Jóel sem auk þeirra fyrr- osfndu hafa komið út á vegum Máls og menn- ln9ar í íslenskri þýðingu Gunnars Stefánssonar, bókmenntafræðings og útvarpsmanns. Bæk- urnar nefnast á íslensku Hundurinn sem hljóp UPP til stjörnu, Skuggarnir lengjast í rökkrinu, Drengurinn sem svaf með snjó í rúminu og Ferðin á heimsenda. Fynr bókina um drenginn í snjónum, Pojken som sov med snö i sin sáng (1996), voru Rolf Lassgárd í hlutverki Kurt Wallanders Mankell veitt barnabókaverðlaun sænska kvöldblaðsins Expressen árið 1997. Eins og komið er fram skipar Afríka stóran sess í hjarta Hennings Mankells og ritverkum. Árið 1995 komu út eftir hann tvær bækur, Eld- ens hemlighet og Comédia infantil, sem báðar gerast í Mósambík. Og í báðum eru börn í að- alhlutverkum. Eldens hemlighet segir frá Sofíu (fósturdótt- ur Mankells) sem varð fyrir því í leik að stíga á jarðsprengju og missa báða fætur. Fyrir þessa bók fékk Mankell Astrid Lindgren-verðlaunin 1996 og barnabókaverðlaun Berlínarborgar ári slðar. Mankell sagði eitt sinn frá því að Astrid heitin Lindgren hefði hrifist svo af Sofíu að hún sendi henni allar sögurnar um Línu langsokk í portú- galskri þýðingu. í þakklætisskyni hefði Sofía síðan saumað föt á Astrid og sent henni. Hún tók að sjálfsögðu mið af Línu þegar hún sneið fötin. Comédia infantil er líklega besta skáldsaga Mankells hingað til. Hann hefur lýst henni sem „gatubarnens Höga visan" eða með öðrum orðum sem „Ljóðaljóðum" götubarnanna í Mapútó. Líklega mætti þó eins kalla hana „Sólarljóð" götudrengsins og kristsgervingsins Nelio sem dauðvona rekur sögu sína uppi á þaki leikhúss- ins í Mapútó, Ijóðræna, dulúðuga og átakanlega í senn. Sennilega hefur reynsla Mankells sem leik- hússmanns hvergi notið sín betur en í þessum barnslega gleðileik sem var tilnefndur til sænsku Ágúst-verðlaunanna og bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 1996 - og verð- launaður af sænska Ríkisútvarpinu, Rás 1, sama ár. Sagan var kvikmynduð 1998 undir leikstjórn Solveigar Nordlund. Árið 1998 birtist svo enn ein Afríkubókin til viðbótar, Beráttelse frán tidens strand, frásaga úr fjöruborði tímans, falleg og persónuleg skáldsaga, og eldheit málsvörn fyrir þessa fá- tæku heimsálfu. Það er til marks um velgengni Mankells og vinsældir Wallanderbókanna að hann stofnaði árið 1998 tvo verðlaunasjóði í samvinnu við Or- dfront, Rabén & Sjögren, Norstedts og Mánadens bok. Annan til að verðlauna á hverju ári ung og efnileg leikskáld í Svíþjóð, hinn til efl- ingar afrískum bókmenntum en úr honum eru árlega veitt verðlaun að upphæð 100.000 sænskar krónur sem kallast „Rödd Afríku" og tryggja um leið þeim afríska höfundi sem þau hlýtur úgáfu verðlaunaverksins á sænsku. Ævintýrið Ordfront Eflaust eru það samt félagar í bókmenntafélag- inu Ordfront sem mest hafa hagnast á vinsæld- um Wallanders. Tala þeirra fimmfaldaðist á þessum áratug meðan uppgangur Ordfronts var sem mestur; er nú nærri 30.000. Tímaritið Ordfront hefur jafnframt orðið mest lesna menningar- og þjóðmálatímarit Svíþjóðar. Upp- lag þess er hátt í 50.000 eintök. Ordfront er nánast skilgetið afkvæmi mót- mælahreyfingarinnar í Svíþjóð gegn Víetnam- stríðinu. Félagið var stofnað í Stokkhólmi árið 1969 af nokkrum róttækum stúdentum sem voru orðnir þreyttir á háskólanum. Eitt fyrsta verkefni þessara ungu hugsjóna- manna var að fjölrita 50.000 dreifimiða til stuðnings verkfalli námuverkamanna í Norður- Svíþjóð veturinn 1969-70. Helsti tækjakostur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.