Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 18
annarrar heimsálfu og hitt þar fyrir einstaka fólk sem talar reiprennandi íslensku og hefur sumt jafnvel aldrei komið til íslands. En það sem er virkilega áhugavert - og gagnlegt - er að kynn- ast íslensku þjóðerni í Vesturheimi og hinni sér- stöku menningu sem þar dafnar meðal afkom- enda vesturfaranna. íslendingar austan hafs og vestan eiga vissulega margt sameiginlegt og deila ýmsum þjóðlegum táknum. Fjallkonan, sem nú er orðin ómissandi á þjóðhátíðardegin- um, 17. júní, er meira að segja komin frá lönd- um okkar í Norður-Ameríku. En þeir eiga líka sína sérstöku sögu og sækja í hana tákn sem við íslendingar austan hafs leggjum enga sér- staka merkingu í dags daglega. Þar sem við sjá- um bara randalín eða hvíta tertu eftir atvikum er komin vínartertan fræga, sem er svo sérstök í augum margra íslendinga vestanhafs. Við myndum tæplega kippa okkur upp við að fá ekki pönnukökur nema endrum og sinnum, jafnvel aldrei, en það gæti aldrei gengið í hug- um sumra frænda okkar. Víðirnestanginn eða Willow Point, þar sem frumherjarnir í Nýja-ls- landi tóku land eftir langt og erfitt ferðalag haustið 1875 ertrúlega ígildi Þingvalla á íslandi hinu gamla. Við Sandy Bar eru bundnar minn- ingar um bólusóttina sem lagði að velli meira en 100 íslendinga og yfir 200 frumbyggja við vestanvert Winnipeg-vatn veturinn 1876-1877. Þetta eru þeirra þjóðminningastaðir. (slendingar í Vesturheimi eru því ekki aðeins fólk sem er stolt af arfleifð sinni og sýnir upp- runa sínum mikla ræktarsemi. Þeir eru lifandi sönnun þess að þjóðerni er ekki óumbreytan- legt fyrirbæri, hvorki í tima né rúmi, og áminn- ing um að það eru til fleiri leiðir til að vera ís- lendingur en sú að ala allan sinn aldur á íslandi og tala lýtalausa íslensku frá vöggu til grafar. Það liggur í augum uppi að hér hefur verið reynt að velta upp stórum álitamálum í stuttri grein án þess að leiða þau til nokkurra lykta. Vonandi er þó þeim tilgangi náð að gefa ein- hverja hugmynd um það verk sem er að vinna ef íslendingar á íslandi hafa raunverulegan áhuga á að kynna sér sögu íslendinga í Norður- Ameríku til hlítar og skilja hana - og sjálfa sig hugsanlega aðeins betur í leiðinni. Steinþór Heiðarsson (f. 1974) stundar MA-nám f sagnfræði, a3 hluta við University of Manitoba í Winnipeg. BA-ritgerð hans fjallaði um drætti úr sjálfsmynd Vestur-lslendinga og var prent- uð (Sögu 1999. Heimildir 1 Bréf Vestur-íslendinga I. Böðvar Guð- mundsson bjó til prentunar (Reykjavík, 2001). - Burt - og nneir en bæjarleið. Dag- bækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík, 2001). 2 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History (Ottawa, 1997), 2-4. 3 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Tryggvi J. Oleson: Saga íslendinga í Vesturheimi l-V (Reykjavík og Winnipeg, 1940-1953). - Thorstína Jackson: Saga Islendinga í Norð- ur-Dakóta (Winnipeg, 1926). 4 Heimskringla 13. maí 1915 („Gömlu land- nemarnir"). 5 J(óhann) Magnus Bjarnason: Sögur og kvæði (Winnipeg, 1892), 20-25 („tslenzkur sögunarkarl í Vesturheimi"). 6 Census of Canada, 1880-81. Recensement du Canada I (Ottawa, 1882), 300-301. 7 Júníus Fl. Kristinsson: Vesturfaraskrá 1870- 1914. A Record of Emigrants from lceland to America 1870-1914 (Reykjavík, 1983). 8 NAC (National Archives of Canada): The 1881 Nominal Census of Canada. Örfilmur nr. R-13169, R-13243, og R-13282-13284. 9 Census of Canada, 1880-81 I, 296-299. 10 Thorstína Jackson: Saga íslendinga I Norð- ur-Dakóta. 11 Meðaltalið er reiknað út frá 25 fjölskyldum í Pope Flarbour í Nova Scotia, 9 fjölskyld- um í Muskoka-héraði í Ontario og 92 fjöl- skyldum í Nýja-íslandi. NAC: The 1881 Nominal Census. Örfilmur nr. R-13169, R- 13243 og R-13284. 12 Flelgi Skúli Kjartansson og Steinþór Fleið- arsson: Vesturfarir af íslandi. [Væntanleg í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir á vegum Sagnfræðistofnunar.] 13 Flelgi Skúli Kjartansson og Steinþór FHeið- arsson: Vesturfarir af Islandi. 14 NAC: The 1881 Nominal Census. Örfilmur nr. R-13282 og R-13284. 15 Carey, James W.: „Technology and Ideo- logy. The Case of the Telegraph," í James W. Carey: Communication as Culture. Essays on Media and Society (New York, 1992), 201-230. 16 Mcluhan, Marshall: Understanding Media. The Extensions of Man (New York, 1964). 17 Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson: Vesturfarir af íslandi. 18 Provincial Arhcives of Manitoba (PAM), MG8 A6-7. Friðjón Friðriksson til Jóns Bjarnasonar 15. júní 1875. 19 PAM, MG8 A6-7. Friðjón Friðriksson til Jóns Bjarnasonar 26. júlí 1875. 20 NAC: 1881 Nominal Census. R-13282 (City of Winnipeg). 21 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History, 8-16. 22 lacovetta, Franca: The Writing of English Canadian Immigrant History, 5. 23 Rusen, Jörn: Lifandi saga. Framsetning og hlutverk sögulegrar þekkingar. Gunnar Karlsson þýddi (Reykjavík, 1994). 24 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki (HSk) 225, 4to. Björn Andrésson til Andrés- ar Björnssonar 30. júlí 1877. (c)2001 Steinþór Heiðarsson

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.