Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 13
Áhugaveröar bækur tmm bls. 11 Lost Classics Bókin um bækurnar er bókin sem menn ættu að lesa eftir jólabókafióðið. Lost Classics sam- anstendur af stuttum köflum eða esseyjum þar sem rithöfundar lýsa eftirminnilegum og áhugaverðum bókmenntaverkum sem þeim finnst fleiri verða að lesa. „Bók sem maður hrífst af fylgir manni alla ævi; hún ásækir mann jafnvel þótt hún sé löngu horfin úr hillunni eða af náttborðinu," stendur í formála og greinarn- ar sem á eftir koma bera þessu skýr merki. Yfir 70 höfundar kynna uppáhaldsverkin sín, allt frá Margaret Atwood sem velur Doctor glas eftir Hjalmar Söderberg til Ronald Wright sem held- ur upp á Pincher Martin eftir William Golding. Sérstaka athygli vekur kafli Murray Bail um The Fish Can Sing sem ís- lendingar þekkja betur sem Brekkukotsannál Halldórs Laxness. „Upp- hafslínur bókarinnar eru ógleymanlegar," fullyrðir Bail, „og benda til þess að sá sem skrifar sé eng- inn meðalmaður." Bæk- urnar sem skrifað er um eru greyptar í minningu skáldanna, enda hafa þau sum lagt mikið á sig til að komast yfir þær. Þetta eru bækur úr öllum heimshornum, sumar fundust á útimarkaði, aðrar í fornbókabúð eða á bókasafni, enn aðrar voru fengnar að gjöf og nokkrum hreinlega stolið þegar önnur ráð dugðu ekki til. Anchor Books 2001 Them - Adventures with Extremists Jon Ronson, rithöfundur og kvikmyndagerðar- maður í Lundúnum, fékk þá hugmynd að kynna sér hugsunarhátt leiðtoga öfgahópa samtím- ans, bókstafstrúaðra múslima, meðlima írska lýðveldishersins, nýnasista, Kú Klúx Klan- manna og fleiri hópa. Hann áttaði sig fljótt á því að þessir öfgasinnuðu foringjar áttu eitt sam- eiginlegt, nefnilega þá staðföstu trú að heimin- um sé stjórnað af fámennri (vestrænni) elítu. ( þessari elítu eiga að vera hinir óskilgreindu „þeir" sem hefja styrjaldir, stjórna fjármagns- flæðinu í heiminum, kynlífsþrælamarkaðnum, kvikmyndagerðinni í Hollywood og fleiru og fleiru. „Þeir" eiga að hittast reglulega á leyni- legum stað og funda síðan með „lægra sett- um" ráðamönnum eins og forsetum og forsæt- isráðherrum. Ronson reynir að kanna hvort eitt- hvert sannleikskorn leynist í þessum orðrómi og einbeitir sér sérstaklega að Bilderberg- hópnum sem Milosevic og Saddam Hussein Áhugaverðar bækur Jon Ronson THEM Advcntures wich Extremists secret rtH>m from v rulcs n it bc $ with i P.tislcy. í Rubv , dOtJ f ' t ■P the v.orU.- ■■ «nmd? Ií ■ ■ hcart of darkncs li/ard-mcn, l‘R-c«.t k i: Hollywood límousínes, rhc k*s«id t Rtdgc, No.im Ohomsfey, a harct ; kidnappcd sex slavcs, Ðavid teke, Ntcolíic Ccausjescu’s shoes. Wbile Jon | ftonson attwnpts to focate thc secret toom, he is chocd by men in dark glasscs. umnaskcd as a Jew in the middle of a Jihad í training camp, and witnesses CF.Os and i teðding jMilíticians undcrtake a bizarre pagan owl ritual in the forcsts of northcrn California. Hc also learns w.mc alarming • things ahout the Itx.king-glass world of thcm ; and us. Are the extretniats right? Or has he . heci nne one of I hem ? (og fleiri) haida að ráði heiminum (og nokkrir ís- lenskir ráðamenn hafa verið orðaðir við). Út- koman er bráðfyndin úttekt á ofsóknarbrjálæði og samsæriskenningum sem skilur lesandann eftir í jafnmiklum vafa og Ronson segist sjálfur vera í. „Þeir" eru farnir að birtast alls staðar... Picador 2001 On the Psychology of Military Incompetence Bókin um sálfræði hernaðarlegs vanmáttar eft- ir dr. Norman Dixon var fyrst gefin út 1976 eða skömmu eftir að Víetnamstríðinu lauk. Hún fjallar þó ekki eingöngu um það stríð heldur all- ar hernaðaraðgerðir þar sem mannleg mistök herforingja (- eða mannlegt eðli þeirra?) hafa valdið miklum skaða, s.s. á Krímskaga, við Pearl Harbour, Svínaflóa og á fleiri þekktum stöðum. „Þetta er ekki árás á hermenn," segir útgefandi bókarinnar afsakandi í formála, „en gæti verið holl lesning fyrir tilvonandi herfor- ingja". Efnið er þó ekki síður áhugaverð lesning fyrir alla hina sem eiga allt sitt undir því að her- foringjar heimsins geti setið á strák sínum. Bókin á því fyllilega við nú til dags þegar hern- aðaraðgerðir eru í fullum gangi og fréttir berast við og við af hugsanlegum mistökum með til- heyrandi mannfalli. Pimlico, 1994 ( 1 £ 4 > V'— 1 ON THE PSYCHOLOGY OF 1 iMTLITARY I NCO M PETENCF | N O R M A N 1 ) 1 X O N 'fhótking Jrid propofá (iv'e' SniinV : 4? ry r, í v w - The Long Boom - A Future History of the World 1980-2020 „Sagnfræðingar framtíðarinnar munu líta á ára- tugina fyrir og eftir þúsaldamótin sem gríðar- legt breytingaskeið í heiminum," segja höfund- ar The Long Boom, Bandaríkjamennirnir Peter Leyden, Peter Schwartz og Joel Hyatt. Þeir fé- lagar sýna fram á hvernig hagvöxtur, umhverf- ismál og jafnvel lífslíkur í heiminum gætu tekið stórstígum jákvæðum breytingum ef haldið er rétt á spilunum. Framfarir í tækni og vísindum eru grundvöllur þessarar framtíðarsýnar rétt eins og breytingaskeiðsins mikla næstu 40 árin á undan. Bókin er að hluta til skrifuð sem sendi- bréf úr framtíðinni þar sem heimssagan frá okkar tímum til 2020 - jafnvel allt að 2050 - er rakin. Þar leynast svör við ýmsum spurningum sem gætu komist á dagskrá: Hvaða mistök gerðu Kínverjar við iðnaðaruppbygginguna miklu i kringum 2012? Hvað gerðu velferðarrik- in tii að aðstoða þriðja heiminn árið 2009? Og hver varð fyrst til að stíga fæti á Mars árið 2020? (Jafnréttisbaráttan mun greinilega skila þangað kvenmanni.) Texere 2000

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.