Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 10

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 10
FRA RITSTJORA T onur og bókstaf unnn ■ dith Cresson, nýr fofsætisráðherra M M Frakklands, er fyrsta konan til að é gegna því embætti. Hún er í sviðsljósi \ y heimspressunnar um þessar mundir. Og er athyglisvert að fylgjast með uppslættinum á þessari nýju skipan mála í frönskum stjórn- málum. „Fellibyls-Edith“ segir ein fyrirsögn vikuritsins Newsweek. Far er því slegið fram að skipan Cressons í þessa stöðu hafi vakið al- menna hrifningu kvenþjóðarinnar og iðnjöfra á sama tíma og stjórnvöld í Brussel, Washington og Tókýó, hrylli við þessari tilhugsun. Þá er strax tekið fram að Cresson sé ákveðin, hrein- skilin og gangi í fötum frá Chanel. Strax á eftir er stjórnkœnska Mitterrands forseta tíunduð þar sem hann hafi fórnað riddara um leið og hann breytti peði í drottningu, þegar hann lét hinn litlausa en hœfa Michel Rocard víkja fyrir fellibylnum í Chaneldragtinni. Mitterrands verður héðan í frá kannski minnst sem manns- ins sem braut blað í frönskum stjórnmálum fyrir það að rjúfa hefðina þar sem karlar hafa stöðugt verið í toppstöðum. Líkt og á Islandi hefur hlutfall kvenna í frönskum stjórnmálum verið rýrt. Sem betur fer sækja konur stöðugt á í stjórnmálum þótt á ólíkum forsendum sé. Sonia Ghandi, ekkja Rajivs, var beðin að taka við Kongressflokknum á Indlandi vegna þess að hún þótti líkleg til að afla honum fylgis út á samúð. Margaret Thatcher naut aldrei samúðar en ruddi brautina fyrir konur í öðrum Evrópuríkjum. Gro Harlem Brundtland er forsætis- ráðherra Noregs og þar hefur kona einnig tekið við for- mennsku í hægri flokknum. Fyrir tæpu ári varð kona forseti Irlands - og ef við bætast konur sem eru þjóðhöfðingjar í Evr- ópuríkjum, Elísabet í Englandi, Margrét í Danmörku, Beatrix í Hollandi og Vigdís á Islandi - gætu gömlu súffragetturnar frá fyrri hluta aldarinnar kannski vel við unað eða hvað? Súffragetturnar voru hvorki í Chaneldrögtum né var yfir höfuð til þess tekið hvernig þær voru klæddar. Frekar en nokkur minnist á það að Francois Mitterrand er örugglega í fatnaði frá einhverju hátískuhúsanna við Rue de Faubourg Saint Honorée beint á móti forsetahöllinni. Hins vegar er lítill greinarmunur gerður á yfirstéttardömunum Fergie og Di og alklæðnaði þeirra eða konum sem hafa sleitulaust unnið sig til metorða með menntun og starfi. Það liggur við að tal um þátttöku kvenna í stjórnmálum minni á kvótakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem grínið gengur út á að starf sé laust fyrir „fatlaða, lesbíska, svarta konu“. Þótt ekki væri fyrir annað en þolinmæðina er kominn tími FRAMLAG Laufey Elísabet Löve blaðamaður gerði víðreist við vinnslu þessa blaðs. Einn daginn flaug hún norður á Raufar- höfn og tók þar at- hyglisvert viðtal sem birtist í næsta blaði HEIMS- MYNDAR. Næsta dag var hún komin til Atlanta, sem til að umbuna konum. Þegjandi og hljóðalaust hafa þær sinnt störfum sínum af samviskusemi frá því að þær tóku að streyma út á hinn al- menna vinnumarkað. Fóstrurnar með sín sextíu þúsund á mánuði, sjúkraliðarnir, ritararnir og skrifstofustúlkurnar, konurnar í afgreiðslunni - konurnar í þjónustunni. Konurnar sem karl- mennirnir eru svo fúsir að viðurkenna að vinni störf sín svo samviskusamlega. Konurnar sem eru svo heiðarlegar og ábyggilegar að það er erfitt að eiga við þær, eins og ég heyrði tvo unga og upprennandi lögfræðinga ræða um nýverið. Hróðugir og uppáklæddir stóðu þeir í marmara- lögðu skrifstofuhúsnæði og hristu höfuðið mæðulega yfir kvenkyns starfsfélögum sínum. Þær eru að vísu flestar fulltrúar - og eitur að eiga við, svo bundnar eru þær bókstafnum. Karlmenn eru aftur á móti svo hugmyndaríkir. Þeir eru gæddir þessum brilljans sem er svo sjaldgæfur í fari kvenna. Já, karlmenn eru svo kreatívir að þeir eru búnir að rústa þessu samfélagi. Meira að segja kvenkyns aðstoðarfólkið hefur ekki getað spyrnt við fótum. Það mætti hins vegar ímynda sér að öðruvísi væri umhorfs í ríkisfjármálum ef þar hefði verið farið eftir bókstafnum. Hér er ekki verið að ýta undir einhverja apartheid-stefnu. Það má hins vegar leiða rök að því að hún hafi verið við lýði, með öðrum formerkjum, of lengi. Því meiri ógöngum sem við lendum í því háværara verður talið um hugarfarsbreytingu. Það er talað um þörfina á breyttu hugarfari í stjórnun efna- hagsmála - en skuldirnar hrannast upp. Kvennalistinn talar um breytt hugarfar - á sama tíma og þær liggja undir ámæli fyrir að vera lokuð samtök þar sem aðrar konur eigi erfitt uppdráttar. Þó svo að þessi stjórnmálasamtök eigi sannarlega heiður skilinn fyrir að hafa vakið hina flokkana til vitundar um að allir þessir kláru kallar dygðu ekki til. En hugarfarið breytist jafn hægt og mannlegt eðli. Svo koma upprennandi ungkarlar og segja með stóískri ró, þar sem þeir hafa aðeins meiri skilning á jafnréttisbaráttunni en feður þeirra - þetta breytist kannski ekki í okkar tíð en það má alveg bóka það að konur 21. aldarinnar munu eiga mun auðveldar uppdráttar en konur nú. Ég verð að viðurkenna að persónulega er mér það lítil huggun, hef ekki tamið mér þann göfuga hugsunarhátt að dropinn holi steininn. Að auki hef ég raunverulegar áhyggjur af afleiðingum áframhaldandi apart- heid-stefnu í óþökk helmings þjóðar og mannkyns. stundum er nefnd perlan í suðri Bandaríkjanna. I þessari sögufrægu borg þar sem þrælastríðið geisaði og plantekrueig- endur blómstruðu á fyrri tíð, í þessari borg sem er sögu- svið einnar fræg- ustu bíómyndar aldarinnar, Gone with the Wind, hitti hún frægustu rokkstjörnu sam- tímans. Mick Jagg- er er í einkaviðtali við Laufeyju sem var að stíga sín fyrstu skref á stofugólfinu í Kópavoginum þeg- ar hann tók sín fyrstu spor inn á svið heimsfrægðar sem hann hefur haldið í tæpa þrjá áratugi. Gunnlaugur A. Jónsson er forstöðumaður Guðfræðistofnunar Háskóla íslands. Hann tók langt og ítarlegt viðtal við Astrid Hannesson sem ásamt eigin- manni sínum stundaði trúboð í Kína á meðal stríðshrjáðra um árabil. 10 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.