Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 14

Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 14
að verkum að hann getur hrint því í framkvæmd sem hann nánast fýsir til. Á hinn bóginn er staða borgarstjóra kröfu- hart starf, ekki bara fólgið í því að klippa á borða og mæta í veislur. Þeir eru margir sem nota borgarstjórn- ina sem stökkpall yfir í landsmálapólitík- ina. Enda oft talað um það að í borgar- stjórn sitji annars og þriðja flokks póli- tíkusar sem skína í annars og þriðja flokks ljósi - allir nema borgarstjórinn. Vernduð staða stjórnandans í þessu stönduga fyrirtæki er umlukin velvild og vinsemd. Því spyrja fleiri en Ellert Schram ritstjóri, hver vill ekki verða borgarstjóri? Reykvíkingar eru hins veg- ar ekki spurðir að því nú hvern þeir vilji í þetta embætti. Þrír borgarfulltrúar hafa opinberlega lýst því yfir að þeir vilji taka við af Davíð Oddssyni: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni Sigfússon. Ekk- ert þeirra kemur sjálfkrafa til greina. Spurningin um arftakann hefur lengi leg- ið í loftinu. Strax haustið 1989 var ljóst að Davíð Oddsson hugði á landsmála- pólitíkina þegar hann tók við varafor- mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Á sama tíma var ákveðið að efna ekki til próf- kjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 1990 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í sögu borgarinn- ar. Tæpu ári síðar var Davíð Oddsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokks og þá var næstum borðliggjandi að þeir tugir þúsunda Reykvíkinga sem veittu honum umboð til að stýra borginni til ársins 1994 sátu eftir í tómarúmi. Þegar Davíð var orðinn formaður komust umræður um arftaka hans í há- mæli. Hann skýrði fréttamönnum frá því að hann myndi tilnefna arftaka sinn og hefði ákveðinn aðila í huga. Skömmu síðar voru fréttir á Bylgjunni um að Árni Sigfússon sem nú skipar sjötta sæti list- ans væri umræddur maður. Við þessar fréttir brá ýmsum borgarfulltrúum. Þeim brá einnig sumum þegar Davíð lýsti því yfir eftir að hann myndaði ríkisstjórn að niðurstaða fengist í málinu 15. maí. En maðurinn sem myndaði ríkisstjórn á mettíma gat ekki leyst þessa þraut á þre- falt lengri tíma. Davíð Oddsson tilnefndi engan sérstakan arftaka þegar kom að hinum örlagaríka degi. Þrátt fyrir fréttir á Bylgjunni og Stöð 2, sem eru í eign sömu aðila, um að Árni Sigfússon væri líklegasti arftakinn, þótt mjótt væri á mununum milli hans og Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar. Þegar hér var komið sögu voru einnig uppi raddir um að borgarstjórinn yrði sóttur út fyrir borgarstjórnarflokkinn næðist ekki samstaða um aðila þar. Þær raddir voru lágværari sem ýjuðu að því að allan tímann hefði ætlunin verið að sækja mann utan flokks og því hefði prófkjörinu verið sleppt fyrir síðustu kosningar. Nafn Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og náins fylgismanns Davíðs Oddssonar var nefnt í þessu sambandi sem nöfn fleiri karla og kvenna, þótt ekkert þeirra hafi umboð kjósenda til að gegna starf- inu. Þessar vangaveltur gera lítið annað en að endurspegla og staðfesta viðhorfið til dverganna eða kjósenda, eftir því hvernig á málin er litið. Það var erfið stund fyrir Davíð Odds- son að tilkynna fjölmiðlum að fresta yrði ákvörðuninni um nýjan borgarstjóra. Svo virðist sem Davíð hafi orðið undir hafi það verið ætlunin að tilnefna Árna Sigfússon. Borgarfulltrúar segja hann ekki taka afstöðu í málinu - einfaldlega vegna þess að enginn er sigurvegari í hópnum. Að vísu komst sá kvittur á kreik eftir fundinn 15. maí að Árni Sig- fússon hefði verið tilnefndur af flestum sem heppilegasti arftakinn. Aðrir borg- arfulltrúar neita þessu og segja stöðuna á milli Árna og Vilhjálms hnífjafna. Hvor um sig hefur stuðning níu borgarfulltrúa og þá eru tveir eftir, Katrín Fjeldsted og Davíð Oddsson. „Ef -Árni hefði orðið yfir á þessum fundi hefði málið verið útrætt,“ segja fleiri en einn fulltrúi. Árni segist sjálfur vilja láta kjósa um þessa stöðu, hann kvíði ekki úrslitunum og muni sætta sig við niðurstöðuna. Katrín er ekki hlynnt kosningu enda sér hún sér leik á borði verði mjög mjótt á mununum milli Árna og Vilhjálms og þá fallist á hana sem málamiðlun. Katrín hefur lent svolítið á milli skers og báru í þessum slag þar sem fólk hefur tilhneigingu til að fylkja sér um þá fulltrúa sem hafa raunhæfa mögu- leika á meirihluta. Hún lenti í þriðja sæti í síðasta prófkjöri fyrir kosningarnar 1986, Árni í sjöunda og Vilhjálmur fimmta. Sá valkostur ku vera inni í myndinni að Katrín verði borgarstjóri, jafnvel ásamt Magnúsi L. Sveinssyni, og bjóði sig þá í staðinn ekki fram í próf- kjöri fyrir næstu kosningar. Enda mun Katrín, eins og fleiri, hafa augastað á landsmálapólitík þegar fram í sækir. Vil- hjálmur mun frekar sætta sig við Katrínu en Árna verði hann undir í slagnum. Þessir þrír borgarfulltrúar ásamt Magnúsi L. Sveinssyni forseta borgar- stjórnar hafa ákveðið að heyja ekki kosningabaráttuna í blöðum. Nýverið birtist forsíðumynd á helgarblaði DV af Katrínu, Magnúsi og Vilhjálmi en Árni neitaði á síðustu stundu að vera á mynd- inni - á þeirri forsendu að fjölmiðlarnir væru að búa til slag á milli þessara full- trúa. Ótti fulltrúanna við fjölmiðla í þessu samhengi mun vera sprottinn af því sem þau nefna áróður Bylgjunnar og Stöðvar 2 í fréttaflutningi. Bent er á tengsl stuðn- ingsmanna Árna við þessa útvarps- og sjónvarpsstöð. Þegar HEIMSMYND hafði samband við þessa fjóra fulltrúa var málið tekið upp á fundi hjá þeim 22. maí. Daginn eftir skýrðu þrír fulltrúanna undirritaðri frá þessu samkomulagi á fundinum en það gekk ekki eftir. í bar- áttu sem þessari er enginn annars bróðir í leik. Fyrir þessa fulltrúa er mikið í húfi. Þau Katrín, Árni og Vilhjálmur eygja þarna mikilvægt tækifæri á sínum póli- tíska ferli. Staða þeirra er nokkuð erfið þar sem ekkert þeirra þykir áberandi álitlegasti kosturinn. Hvert um sig verða þau að halda fram eigin ágæti, en gæta þess um leið að varpa ekki rýrð á hina. Sá vegur er vandrataður. Katrín og Vil- hjálmur munu sætta sig illa við utanað- komandi aðila en Árni, sem yngsti mað- urinn í hópnum, gæti hugsanlega fellt sig við þann valkost frekar en að vera ýtt út úr myndinni nú af Vilhjálmi eða Katr- ínu. Þá er líklegt að sú staða sem upp er komin skaði borgarstjórnarflokkinn út á við. Það kemur enginn afgerandi leiðtogi úr þessum slag. Verði eitt þessara þriggja borgarstjóri mun það taka við- komandi töluverðan tíma að ávinna sér trúverðugleika sem leiðtogi. Katrín og Árni líta bæði svo á að þau séu heppilegri ímynd fyrir flokkinn út á við en Vilhjálmur. Jafnvel stuðnings- menn Vilhjálms viðurkenna að þau séu betri söluvara fyrir flokkinn. Vilhjálmur hefur hins vegar mikla reynslu í borgar- stjórn og er ef til vill sá þeirra sem mest samstaða gæti náðst um innan flokksins. Árni er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í hópnum og Katrín er konan - en á þeim tíma sem konur eru að hasla sér völl í toppstöðum víða um heim, kona er for- seti írlands, kona er forsætisráðherra Noregs og kona formaður hægri flokks- ins í sama landi, kona er forsætisráð- herra Frakklands og svo mætti áfram telja, þætti mörgum tímabært að kona yrði borgarstjóri í Reykjavík. Katrín Fjeldsted er læknir og starfaði á áttunda áratugnum í Englandi. Hún er 44 ára gömul af rótgrónum reykvískum ættum, hefur eignast fjögur börn og misst eitt. Hún hefur öðlast menntun og lífsreynslu en er helst legið á hálsi fyrir að vera ekki með nógu sterkt pólitískt bakbein. Sjálf telur hún sig vera í stakk búna til að vinna vel með öðrum borgar- fulltrúum, að auki geri menntun hennar og lífsreynsla hana færa í flestan sjó og ímynd hennar komi til með að afla flokknum fylgis. Árni Sigfússon er 35 ára gamall, kenn- araskólamenntaður og var einn vetur við nám í stjórnsýslufræðum í Bandaríkjun- um og veitir nú Stjórnunarfélagi íslands forstöðu. Hann er fjögurra barna faðir, alinn upp í Vestmannaeyjum. Árni var kjörinn formaður Heimdallar strax í menntaskóla og formaður SUS árið 1987. Þá voru Friðrik Friðriksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson and- stæðingar hans en hann nýtur stuðnings þeirra núna. Friðrik var kosningastjóri Davíðs í formannsslagnum á síðasta Framhald á bls. 97 14 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.