Heimsmynd - 01.06.1991, Side 21

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 21
ODD STEFÁN — fáir eru eins áberandi í íslensku leikhúsi og hjónin Stefán Baldursson og Póru7in Sigurðardóttir. Um þau stendur meiri styr en flesta aðra sem koma nálœgt fjölunum um þessar mundir . . . Uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu nýverið komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fáir bjuggust við þessari hörku eða röggsemi, eftir því hvernig á málin er litið, frá nýráðnum Þjóðleikhússtjóra. Stefán Baldursson virkar allt annað en harður í horn að taka. „Ég myndi síst af öllu kalla hann mjúkan mann,“ segir eiginkona hans, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og leikskáld. Þegar mestu öldurnar virtist hafa lægt fóru þau hjón úr Iandi í nokkra daga og þá birtu blöðin fréttir af því að Stefán Baldursson hefði keypt leikrit konu sinnar sem hún hafði upphaflega verið ráðin af Leikfélagi Reykjavíkur til að skrifa. „Þetta eru eins og galdraofsóknir,“ sagði Þórunn hálfmædd við heimkomuna frá Berlín en þar sótti Stefán þing leikhússtjóra frá N orðurlöndunum. Þau eiga að baki næstum jafnlangt samband og feril innan leik- hússins - yfir tvo áratugi, og tala af reynslu um hvort tveggja, sig sjálf og leikhúsið. Um leið og hann veldur usla við valdatöku í Þjóðleikhúsinu er hún að leikstýra vinsælum söngleik á Akureyri, með splunkunýtt og spennandi leikrit í handraðanum og því óhætt að segja að þau séu mest áberandi parið í íslensku leikhús- lífi um þessar mundir. Þegar Þórunn sagði mér frá nýja leikritinu upphaflega fylgdi ekki sögunni hver myndi taka verkið til sýn- inga. Hún sagði aðeins að það yrði ekki vandamál, nógir væru um hituna. Kona, nákunnug henni, sagðist hafa lesið verkið og væri það fádæma gott. „Ég held hins vegar að hagsmunir þeirra hjóna stangist á í þessum efnum. Hann vill taka verkið til sýninga af því að það er spennandi og hugsar út frá hagsmunum Þjóðleik- hússins. Hún er hins vegar þeirrar gerðar að vilja allt fyrir mann- inn sinn gera.“ eftir HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR HEIMSMYND 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.