Heimsmynd - 01.06.1991, Page 23

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 23
Enda segir hún mér síðar að nafnið Þórunn þýði sterk kona sem styrki þann sem hún elskar. Og það er sá sem ber nafn fyrsta píslarvottarins. Stefán Baldursson var valinn úr hópi fjölmargra, hæfra umsækjenda í stöðu Þjóðleikhússtjóra síðast- liðið haust. Hann gegndi áður stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur í sjö ár og er í hópi þekktustu leikstjóra landsins. Undanfarin ár hefur hann starfað vítt og breitt um heiminn sem leik- stjóri. Þórunn Sigurðardóttir hóf feril sinn sem leik- kona (undir stjórn Stefáns), gerðist síðan leikstjóri og þá leikskáld. Þekktast verka hennar er án efa Haustbrúður sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur ár- um. Fjórða leikritið hennar, Elín, Helga, Guðríður, var upp- haflega skrifað að beiðni Hallmars Sigurðssonar þáverandi leikhússtjóra LR og lauk hún við það síðastliðið sumar. Þrátt fyrir sameiginleg áhugamál virðist fátt líkt með þess- um hjónum. Hann er ljós yfirlitum, næstum aldurslaus og ör- ugglega fyrsti Þjóðleikhússtjórinn sem gengur í gallabuxum að staðaldri. Hann segist vera sjálfum sér nógur. Hún hefur mikla þörf fyrir félagsskap. Hún virkar stórgerð við hliðina á honum, litrík og opinská en er ein af þeim konum sem árin klæða vel. Þau eiga að baki heilmikið starf innan leikhússins, tvö börn og stormasama sambúð. Ef til vill eru þau sinnhvor helmingur sömu valhnetu. Þegar ég hitti Stefán Baldursson einan í kaffi á Hótel Borg get ég vart varist þeirri hugsun að þessi fulltrúi sextíu og átta kynslóðarinnar skyldi vera fyrstur til að beita aðferðum mark- aðshyggjunnar með svo skeleggum hætti í ríkisreknu leikhúsi. En ákvörðunin var ekki auðveld þótt hann hiki ekki við að rökstyðja hana. Sex leikurum var sagt upp og tveimur leik- stjórum. Hann tekur skýrt fram að hann hafi ekki greint frá nöfnum fólksins opinberlega. Fólkið hafi sjálft lýst þessu yfir við fjölmiðla. Enginn leikaranna var kominn yfir fimmtugt og leikstjórarnir voru þeir einu sem eru fastráðnir á vegum ríkis- ins og hafa gegnt þessum embættum í tæpa tvo áratugi. „Það var strax byrjað að rangtúlka orð mín í tengslum við þessar uppsagnir,“ segir hann og vísar í blaðaskrif vegna málsins. „Það voru ekki mín orð að leikarar mættu ekki búa við ör- yggi í starfi. Atvinnuöryggi er listafólki nauðsynlegt en ævi- ráðning getur reynst varasöm. í fyrra átti ég sæti í nefnd sem skyldi endurskoða lög um Þjóðleikhúsið. Eitt af því sem við lögðum til þar var að enginn starfsmaður hússins skyldi ráðinn í lengri tíma en Þjóðleikhússtjórinn eða fjögur ár í senn. Það eru þrjátíu og þrír fastráðnir leikarar hjá Þjóðleikhúsinu en á mismunandi samningsformum. Þeir æviráðnu eru um þriðj- ungur. Hinir eru á samningum sem á að vera hægt að rifta þótt það hafi sjaldnast verið gert. Hér er um að ræða sex leik- ara, sem sagt var upp, af rúmlega þrjátíu fastráðnum og rúm- lega tvö hundruð leikurum sem eru í leikarafélaginu. Tæplega áttatíu umsóknir hafa borist um störf leikara sem á að ráða í staðinn og tuttugu sóttu um starf leikstjóra. Þetta sýnir þörf- ina á hreyfingu innan leikhússins. Fyrstu viðbrögðin við upp- sögnunum voru þau að þetta væru harkalegar aðgerðir. Sjokk- ið fólst í því að þetta hefur ekki verið gert áður. Þeir sem lengst höfðu starfað voru búnir að vera þarna í fimmtán til tuttugu ár og litu á stöðu sína sem óhagganlega.“ Nokkrir þeirra sem sagt var upp hafa hótað málsókn. Stef- án segist hafa kannað lagahliðina á uppsögnunum áður en hann greip til þeirra og þegar upp komu efasemdir um að hann hefði haft rétt til þessa þar sem hann er settur við hlið Gísla Alfreðssonar leikhússtjóra segist hann aftur hafa farið til lögmanns og látið kanna málið. „Lagalega stenst þetta og þau eiga ekki rétt á bótakröfum á leikhúsið. Þrjú þeirra sem sagt var upp, leikstjórarnir Benedikt Arnason og Brynja Bene- diktsdóttir ásamt Agnesi Löve, fóru á fund menntamálaráð- herra eftir uppsagnirnar og hann leitaði lögfræðiálits og fékk sömu niðurstöðu. Þau hengja sig á það að ég hafi ekki haft þetta vald á aðlögunartímanum, sem er frá 1. janúar síðast- liðnum fram á næsta haust þegar ég tek alfarið við. Listræn HEIMSMYND 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.