Heimsmynd - 01.06.1991, Page 25

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 25
ÞÓRUNN OG ÞRJÁR PRÍMADONNUR Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri ásamt Maríu Sigurðardóttur (Appólóníu í Haustbrúði), Sigríði Hagalín (Bernhörðu Alba) og Ragnhildi Gísladóttur (Kysstu mig Kata). ábyrgð mín er fólgin í því að nota þessa átta mánuði til að skipuleggja næsta leikár og hafi ég ekki frjálsar hendur með starfsfólk er ég bundinn út leikárið 1992 og það getur ekki staðist. Gísli Alfreðsson er ekki með í að skipuleggja næsta leikár og framan af vorum við alveg samstiga í þessi máli. Hann gerði engar athugasemdir í Pjóðleikhúsráði fyrr en tveimur vikum eftir uppsagnirnar. Þá skrifaði hann þessu fólki bréf og lýsti því að hann væri andvígur uppsögnunum. Fram- koma hans hefur komið mér á óvart en ég held að það hafi að- allega farið fyrir brjóstið á honum hverjum var sagt upp enda ekkert skrýtið þar sem þetta fólk hefur starfað lengi saman. Aður en ég kom til starfa var búið að ræða það að segja upp fólki af sparnaðarástæðum en ákveðið að bíða eftir nýjum leikhhússtjóra til þess. Starf mitt er fólgið í að endurskoða starfsemi leikhússins, bæði rekstur og listrænu hliðina.“ Hann segir að ýmissa breytinga hafi verið þörf og finnst leikhúsið hafa verið í öldudal undanfarin ár. Stefán viðurkennir að uppsagnirnar hafi tekið á hann andlega og líkamlega. „Ég hélt nú að æviráðningar hefðu fallið niður með austurblokkinni,“ segir Pór- unn Sigurðardóttir eiginkona hans. „Þeir sem þekkja Stebba vissu að hann myndi standa við sín fyrirheit.“ Sem leikstjóri þekkir hún einnig þetta fólk persónulega en segir um leið að í þessu felist starf leikhússtjórans. „Hann getur ekki gengið um og dreift konfektmolum. Við erum fordekruð af stórum vinahópi og vitum að með því að taka að sér svona starf saxast óhjákvæmilega á þennan hóp. Stefáni finnst ekkert spennandi að spóka sig í smók- ing á frumsýningu. Okkur er það ekkért keppikefli að allir séu góðir við okkur og bjóði okkur í fín boð. Sú áhætta er til stað- ar þegar maður hefur metnað í starfi og gerir til sín faglegar kröfur að maður eignist óvini fyrir lífstíð. Það verður því víst svo að vera að við fáum yfir okkur skít og óþverra. Það er meiri vandi að vera sannur en góður, svo ég vitni í Birgi Sig- urðsson,“ segir hún en bætir við að þau hafi oft legið andvaka vegna þessa. Stefán brosir út í annað og vísar í ummæli frægr- ar leikkonu sem á fyrri hluta aldarinnar var boðin leikhús- stjórastaða í Stokkhólmi. Hún afþakkaði pent og sagðist frek- ar vilja deyja eðlilegum dauðdaga. Stefán bætir við að þau séu á sama aldri og flest þetta fólk, sem sagt var upp störfum. „Ekki búum við við þetta öryggi né höfum gert. Ég var í sjö ár leikhússtjóri hjá Iðnó en fór síðan og vann sjálfstætt sem leikstjóri um nokkurra ára skeið. Ég get ómögulega tekið undir þennan píslarvættistón í sambandi við uppsagnirnar. Það er talað um þetta fólk eins og það sé farlama á leið í gröfina. Vandinn er kannski sá að maður er alinn upp í að láta öllum geðjast að sér en þeir sem eru í ábyrgðarstöðum læra fljótt að slíkt gengur ekki upp.“ Stefán segir viðbrögð Benedikts Árnasonar leikstjóra „spaugileg“ þegar hann aftók með öllu að Þjóðleikhússtjórinn væri viðstaddur frumsýninguna á Söngvaseiði. „En ég sá enga ástæðu til að ögra honum með því að vera í salnum og hætta því að eitthvað færi úrskeiðis á sýningunni. Auðvitað skil ég sársaukann hjá þessu fólki. Þetta er sárt fyrir alla en ég gerði þetta í þeirri sannfæringu að ég væri að breyta rétt. Þetta er ekki bara spurning um listrænar áherslur heldur einnig rekstr- arforsendur. Það er mun hagkvæmara að hafa fjölbreyttari aldursskiptingu innan leikhússins en verið hefur svo það þurfi ekki alltaf að ráða fólk utan hússins þegar vantar yngra fólk á fasta samninga. Það hefur komið mér á óvart hvað viðbrögð þessa fólks hafa gengið langt. Ég útskýrði fyrir hverjum og einum forsendur uppsagnanna og ítrekaði vilja minn til að halda áfram samstarfi við þau á öðrum forsendum. Maður stendur þetta af sér vitandi að starf manns gerir þessar kröfur og því fylgja óvinsælar ákvarðanir." Leikhúsið er líf þeirra. Upphaflega ætlaði hann að verða leikari og hún leikkona. Þörfin fyrir að stjórna réð ferðinni hjá honum og þörfin fyrir að skapa hjá henni. Hann nam leikhús- HEIMSMYND 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.